Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 03.07.2021, Qupperneq 12
Í fyrstu kann þetta að virðast dæmigert þras um tittlinga- skít sem engu máli skiptir. Samband snjall- símans og tímans fangar hins vegar eina mestu mót- sögn til- verunnar. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Þegar þetta er skrifað situr fimm ára sonur minn við hliðina á mér. Það á að heita svo að ég sé með hann í heimakennslu. Hann er hins vegar að horfa á teiknimyndir í símanum mínum. Hér í Englandi þar sem við búum er nú einn af hverjum tuttugu grunnskólanemendum í sóttkví vegna Covid-smita sem hafa komið upp í hólfi þeirra. Breskt stjórnmálafólk virðist þó ekki eiga neitt af þessum börnum. Yfirvöld segjast hafa kveðið faraldurinn í kútinn og lofa því að lífið komist í fyrra horf síðar í mánuðinum þegar öllum sóttvarnareglum verður aflétt. Orwellísk gjá milli upplifunar og orða sést víða hér í Bretlandi. Senn mega bresku leikhúsin sýna fyrir fullu húsi á ný. Í vikunni átti vinkona mín, sem er leikkona, að mæta til æfinga í fyrsta sinn í sextán mánuði svo að setja mætti upp nýtt verk. Áformin runnu hins vegar út í sandinn þegar helmingur leikhópsins fékk símtal frá enska rakningar- teyminu um að þau þyrftu að fara í sóttkví. Hver hefði trúað því að svona væri ástandið enn, ári eftir að fréttir bárust af því að bólu- efni væri handan hornsins sem myndi leysa okkur úr prísundinni? Lögmál Hofstadters Ég var spurð að því í vikunni hvar ég var stödd þegar ég heyrði fyrst fréttirnar af and- láti Díönu prinsessu, sem hefði orðið sextug síðastliðinn fimmtudag. Fyrir tilviljun var ég í París hinn örlagaríka dag árið 1997, skammt frá þeim stað þar sem Díana lést. En þrátt fyrir nálægð við atburðinn frétti ég ekki af honum fyrr en næstum sólarhring síðar. Hvernig má það vera? Þegar Leó Tolstoj var fimmtíu og fimm ára fékk hann hugmynd að bók. Hann hugðist taka saman Viskudagatal, þar sem lesa mætti „eina viturlega hugleiðingu hvern dag ársins úr smiðju fremstu hugsuða mannkyns- sögunnar.“ Tolstoj hefði varla getað órað fyrir að rannsóknarvinnan fyrir bókina tæki fimmtán ár og hann hæfi ekki skrifin fyrr en á áttræðisaldri, þá veikur og drifinn áfram af hugleiðingum um tilgang lífs og dauða. Fyrsta útgáfa Viskudagatalsins kom út í Rússlandi árið 1904. Í huga Tolstoj var verkinu þó hvergi nærri lokið. Árið 1905 ritaði hann í dagbók sína: „Ég er búinn að breyta dagatal- inu og bæta við það; er það nú tvisvar sinnum lengra. Í heila tvo mánuði hef ég ekki lesið nokkuð annað, hvorki dagblöð né tímarit, og mér líður einstaklega vel eftir það.” Í dag kæmust fáir upp með að lesa ekki fréttir í tvo mánuði. Að sama skapi kæmust fáir hjá því að heyra af andláti stórstjörnu um leið og greint væri frá því. En þegar Díana prinsessa lést voru enn tíu ár í fyrsta iPhone- inn, símann sem markaði upphaf snjallsíma- væðingarinnar og varð til þess að við erum nú öll með fréttirnar í beinni í vasanum. Fortíð þar sem fréttir gátu farið fram hjá manni virðist órafjarri. Samband snjallsím- ans og tímans fangar hins vegar eina mestu mótsögn tilverunnar. Til er lögmál sem kallast lögmál Hofstadt- ers og kveður á um að allt sem við tökum okkur fyrir hendur tekur lengri tíma en við reiknum með, hvort sem það er að skrifa bók, koma okkur í form, klára verkefni í vinnunni eða gera upp eldhúsið. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ef Tolstoj væri uppi í dag hefði eftirfarandi spakmæli vafalaust ratað í Viskudagatalið: „Við ofmetum alltaf hversu miklar breytingar munu eiga sér stað á næstu tveimur árum og vanmetum alltaf breytingarnar sem munu eiga sér stað á næstu tíu,” er haft eftir Bill Gates. Til skamms tíma litið vanmetum við hversu lengi við verðum að koma veröldinni í samt lag í kjölfar Covid. Vonir eru hins vegar um að til lengri tíma litið muni hlutirnir breytast hraðar en okkur órar fyrir. n Síminn og tíminn  Upp er risin deila milli landeigenda Hrauns á Reykjanesskaga og ferða-þjónustufyrirtækisins Norðurflugs út af lendingum við gosstöðvarnar.Landeigendur segja það ólíðandi að land þeirra sé nýtt til lendingar án leyfis og án þess að þeir fái það sem þeir segja sanngjarnt og eðlilegt endurgjald. Ferðaþjónustufyrirtækið á hinn bóginn segir að f lug og lendingar á gróðursnauðum hábungum á Reykjanesi hafi ekki í för með sér tjón fyrir landeig- endur. Þrátt fyrir það sé það tilbúið til að semja við landeigendur um sanngjarnt endurgjald af landinu. Af þeim samningum hefur ekki orðið og gripu landeigendur til þess ráðs að leggja fyrir sýslumann kröfu um lögbann við lendingum innan landa- merkja Hrauns. Sýslumaður varð við því í vikunni. Nú þurfa landeigendur að höfða staðfestingarmál fyrir héraðsdómi sem þá staðfestir eða hnekkir lög- banninu. Í fyrstu kann þetta að virðast dæmigert þras um tittlingaskít sem engu máli skiptir, en þegar betur er að gáð þá varðar þetta mikilvæga hagsmuni sem snerta margfalt f leiri en þá sem hlut eiga að málinu. Þarna takast á sjónarmið um grundvöll eigna- réttarins og frelsisins til að njóta eigna sinna og svo réttur almennings til að njóta náttúru landsins. Vafalaust má tína f leira til. Þegar gosið braust út í Geldingadölum kepptust menn við að lýsa því að ekki hefði verið hægt að finna heppilegri stað fyrir þau umbrot. Bæði væri það vegna fjarlægðar frá byggð og því að um lítt gróið land var að ræða þar sem nytjar væru takmark- aðar. Og upp frá því hafa tugþúsundir þrammað upp að gosinu og opinberir aðilar staðið straum af kostnaði við gerð stíga til að lágmarka slysahættu og auðvelda gönguna. Landeigendur Hrauns hafa ekki lagt fé af mörkum við þær framkvæmdir. Þá hefur varnar- og leiðigörðum verið ýtt upp til að hafa áhrif á hraunstrauminn. Vera kann að landeigendur hafi verið spurðir leyfis í aðdraganda þess að ráðist var í þessar fram- kvæmdir og hafi svo verið er óvíst hver þeirra afstaða var. Alla vega hafa þeir opinberlega ekki amast við raskinu sem af þessu varð, sem er umtalsvert. Það er því sérkennilegt að amast við lendingum þyrla á malarhrygg sem veldur hverfandi raski. Nú er óvíst hver verða afdrif þessa máls, hvort samið verði eða hverjar lyktir þess verða fyrir dóm- stólum. Óskandi er að það yrði f lutt frammi fyrir dómara og niðurstaða fáist um vægi hagsmunanna sem undir eru, þótt það ráðist af þeim sjónarmiðum og röksemdum sem teflt verður fram af hálfu aðila máls. Landeigendur þurftu að þola að gjósa tók á landar- eign þeirra án þess að þeir fengju rönd við reist. Þeir þurfa líka að þola að fólk f lykkist að þessu náttúru- undri jafnvel þó það komi f ljúgandi. Að reisa skorður við því er andstætt ákvæðum um almannarétt, útivist og umgengni í lögum um nátt- úruvernd. Að bera fyrir sig eignarrétt á ónýttu landi getur varla rutt þeim hagsmunum úr vegi. n Allt til sölu ÞJÓÐIN ER AÐ HORFA Á HRINGBRAUT! *Áhorfskönnun MMR - 26. nóv. - 4. des. 2020 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.