Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 16

Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 16
Heildarverðlaunaféð sem Serena hefur unnið sér inn á ferl- inum er 94 milljónir dala, tvöfalt meira en nokkur önnur kona. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði KA sem var lagt fyrir ráðið í vikunni, en samkvæmt því eru talsverðar breytingar fram undan á svæðinu. Áætlað er að leggja grasvöll og tvo gervigras- velli, þar af einn þeirra við nýja stúku sem er með möguleikanum á tengibyggingu að íþróttahúsi félagsins. „Þetta er ákveðinn áfanga- sigur fyrir félagið og skref tvö í átt að markmiðum okkar. Næsta skref er að setjast niður með bænum og setja á blað þá uppbyggingu sem deiliskipulagið gerir ráð fyrir,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA, glaðbeittur, þegar hann var spurður út í samþykkið. „Að það sé komið deiliskipulag til næstu ára sem er í takt við okkar áhorf gerir okkur kleift að fara í viðræður um uppbyggingu svæðisins. Þetta eru mjög jákvæð tíðindi.“ Með því færist KA nær því að hefja framkvæmdir á félagssvæði sínu í von um að félagið fái lang- tímalausn fyrir knattspyrnudeild félagsins. Þegar tímabilið er að verða hálfnað hjá meistaraflokki félags- ins í karlaflokki, hefur KA ekki enn leikið á Greifavelli sem telst heima- völlur félagsins, en þess í stað hafa Akureyringar leikið á gervigrasvell- inum á Dalvík. „Þetta verður alveg gríðarleg breyting fyrir starf félags- ins. Iðkendafjöldi í knattspyrnu- deildinni hefur stóraukist á stuttum tíma og bærinn vinnur að uppbygg- ingu á tveimur nýjum hverfum sem koma til okkar þannig að það var löngu ljóst að núverandi aðstaða var sprungin. Þetta gerbreytir um leið ásýnd félagsins, að við getum haft þá á okkar svæði en ekki í bænum,“ segir Sævar og heldur áfram: „Þetta er fyrir vikið rökrétt næsta skref miðað við það starf sem unnið hefur verið hjá félaginu undanfarin ár. Það hafa miklar framfarir átt sér stað í utanumhaldi og umgjörð knattspyrnudeildarinnar á undan- förnum árum en aðstaðan hefur um leið ekki staðist kröfurnar,“ segir Sævar og bætir við að þetta auð- veldi um leið utanumhald KA við viðburði á borð við N1-mótið sem stendur yfir þessa dagana þar sem rúmlega 2100 ungir knattspyrnu- menn leika listir sínar. n Áfangasigur í uppbyggingu KA svæðisins N1-mótið stendur yfir á KA-svæðinu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þetta er ákveðinn áfangasigur fyrir félag- ið og skref tvö í átt að markmiðum okkar. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Óvíst er um framhaldið hjá einni bestu íþróttakonu heims undanfarna áratugi, Serenu Williams, eftir nýjustu meiðsli hennar. Boris Becker gaf til kynna að ferlinum gæti verið lokið, en Serena hefur verið í sérflokki í tvo áratugi. kristinnpall@frettabladid.is TENNIS Ein besta íþróttakona heims undanfarna tvo áratugi, Serena Williams, átti erfitt með að ráða við tilfinningarnar þegar hún gekk meidd af velli á Wimbledon-mótinu í vikunni. Serena, sem fagnar fer- tugsafmæli sínu í haust, þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð eftir að hafa meiðst í leik sínum gegn Alexandra Sasnovitsj. Óvíst er hve- nær eða jafnvel hvort Serena snúi aftur inn á völlinn en í aðdraganda Wimbledon gaf Serena það út að hún myndi ekki taka þátt á ÓL. Undanfarna tvo áratugi hefur Serena verið í sérflokki í sinni grein og sú íþróttamanneskja sem hefur verið með hvað mesta yfirburði í nokkurri íþróttagrein á heimsvísu. Fyrsti risatitillinn kom árið 1999, en á tuttugu árum hefur hún leikið til úrslita á 28 risamótum og unnið 23 titla. Serenu vantar einn titil til við- bótar til að jafna met hinnar ástr- ölsku Margaret Court, frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, en óvíst er hvort Serena haldi áfram að eltast við met Court, fjórum árum eftir síðasta risatitil. Um leið hefur hún á ákveðinn hátt rutt veginn í tekjuöf lun íþróttakvenna og á stóran hlut í því að stærstu tennisstjörnur heims í kvennaflokki eru sér á báti á heimsvísu þegar kemur að tekju- öflun íþróttakvenna. Naomi Osaka og Serena voru einu konurnar sem komust á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir hundrað tekjuhæstu íþróttamanneskjur heims á síðasta ári. Boris Becker, þýska tennisgoð- sögnin, sagði í samtali við BBC eftir leikinn að þetta gæti hafa verið í síðasta skiptið sem Serena myndi keppa á risamóti. „Það síðasta sem meistari eins og Serena vill gera er að þurfa að gefa leikinn á sínum uppáhaldsvelli. Hún getur varla gengið eðlilega lengur og við þurfum jafnvel að sætta okkur við að þetta hafi verið hennar síðasti leikur. Hún er komin yfir þrítugt og hefur glímt við meiðsli um árabil. Staðreyndin er sú að tíminn gefur engum afslátt, hvorki konum né körlum,“ sagði Becker hreinskilinn og tók undir orð Serenu og ann- arra um áhyggjur af aðstæðum á Wimbledon þetta árið. „Það er ekki svo að það sé komið á hreint að hún sé að hætta, hún hefur ekkert gefið út um það, en það er ekkert leyndarmál að það verður sífellt erfiðara með árunum að ná sér af meiðslum,“ segir Carola M. Frank, landsliðsþjálfari í tennis, sem lék um tíma á atvinnumanna- mótaröð kvenna í tennis (e. WTA). „Hún hefur verið að eltast við þetta met hennar Court. Það er orðið mun erfiðara líkamlegra að vinna þessi mót en þegar Court var upp á sitt besta. Það sást aug- ljóslega á henni hvað þetta skipti hana miklu,“ segir Carola, sem segir Serenu fyrirmynd að öllu leyti. „Þessi íþrótt er mjög krefjandi, líkamlega og andlega, en hún er ótrúleg f lott fyrirmynd og það verður aldrei tekið af henni.“ n Óvissa ríkir um næstu skref Serenu Williams Serena átti erf- itt með að halda aftur af tilfinn- ingunum þegar hún gekk af velli á Wimble- don í vikunni, undir standandi lófataki. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY 16 Íþróttir 3. júlí 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.