Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 18

Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 18
Það er mikið í gangi þarna sem maður sér ekki annars staðar. Þau eru svo opin fyrir óbeislaðri sköpunar- gleði og að fram- kvæma hinu ótrúleg- ustu hluti. Hafdís Bjarnadóttir. Listahátíðin Reykjavík Fringe hefst í dag og stendur yfir til 11. júlí. Fréttablaðið hafði uppi á nokkrum jaðarsettum listamönnum sem koma fram á hátíðinni og tók á þeim púlsinn. Tilvistarkreppa og töfrakakó „Ég hef mætt á þessa hátíð oft áður og mér hefur alltaf þótt þetta verið frábær viðbót í menningarlífið á íslandi,“ segir kvikmyndagerða­ konan og grínistinn Lovísa Lára, sem verður með tvö uppistandssett á Reykjavík Fringe. Í sýningunni Lovísa Battlefield tekur Lovísa á mjög erfiðu ári í lífi sínu og segir frá því hvernig hún hefur reynt að finna húmorinn í því. Ég missti mömmu mína 2011 og pabbi minn fór í janúar 2020. Þannig að árið fór í að reyna að heila mig andlega og aðlagast því að verða fullorðinn munaðarleys­ ingi. Ég prufaði kristalla, töfrakakó ayahuasca og í raun allt annað en faglega aðstoð, sem að hafði með sér í för mikið af sprenghlægileg­ um atvikum. Sýninguna Identity Crisis vinnur hún í samstarfi við uppistandarana Dan Nava og Regn Sólmundi þar sem þau taka meðal annars á geðheilsu, kynhneigð, innflytjendum og tilvistarkreppu. „Við hittumst fyrir nokkrum árum síðan þar sem við vorum að koma vikulega fram á Gauknum á uppistandskvöldum, sem miðuð voru að konum og queer fólki,“ segir Lovísa. „Við tókum eftir því þegar við vorum að vinna í sett­ unum okkar að það væru ýmis svipuð þemu hjá okkur, einna helst þessi tilvistarkreppa – að átta sig ekki alveg á því hver maður er. Við ákváðum þess vegna að vinna þetta saman.“ Uppistandssenan á Íslandi hefur verið að ranka við sér eftir farald­ urinn og Lovísa segist spennt fyrir þeim sýningum sem boðið verður upp á á Reykjavík Fringe. „Maður­ inn minn verður með sett sem heitir Awkwardly confident, svo ég er auðvitað spennt að sjá hann,“ segir hún. „Þar fyrir utan langar mig líka að sjá What Would Kimi Do?, Making Peace, Lolly’s book og sýninguna hjá Söru Rut í Tjarnar­ bíói.“ Troðið upp fyrir kindur „Við vorum að vinna saman í Fær­ eyjum fyrir nokkrum árum þegar hugmyndin kom upp,“ segir tón­ listarkonan Hafdís Bjarnadóttir, sem mun ásamt dúóinu Passe­ partout Duo troða upp á tónleik­ um fyrir kindur á Árbæjarsafni. „Í Færeyjum eru kindur bókstaflega alls staðar og finnast jafnvel í bak­ görðum hjá fólki. Rétt eins og á Íslandi eru þar f leiri kindur en fólk og okkur datt í hug að setja upp tónleika miðaða að þeim.“ Passepartout Duo samanstendur af Bandaríkjamanninum Christop­ her Salvito og hinni ítölsku Nico­ letta Favari. „Þau spila á alls konar hljóðfæri og það er ansi magnað að þau ferðast með allt í handfar­ angri,“ segir Hafdís. „Lítið batterí, en ansi öflugt. Aðspurð um hvers konar tónlist kindur sæki í segir Hafdís að þær forðist óþægileg og skyndileg hljóð. „Þær elska hljóðið í graskögglum í fötum, sem hefur kannski eitt­ hvað að segja með að þær vilji éta þá,“ segir hún hlæjandi. „Þær elska mjúk og mild hljóð og að ná teng­ ingu við f lytjendurna.“ Hafdís hefur ekki komið fram á hátíðinni áður en segist spennt að taka þátt. „Það er mikið í gangi þarna sem maður sér ekki annars staðar,“ segir hún. „Þau eru svo opin fyrir óbeislaðri sköpunargleði og að framkvæma hina ótrúlegustu hluti.“ Að lokum vekur Hafdís athygli á því að þríeykið mun halda í kinda­ tónleikaferðalag út á land í sumar, Jaðrinum fagnað Almar Blær Sigurjónsson er hluti af leikhópnum Kex sem flytur einleikinn Nokkur orð um mig í Tjarnarbíói. Djúpar pælingar tæklaðar af glettni. Hafdís Bjarnadóttir og Passepartout dúóið verða með tónleika fyrir kindur á Árbæjarsafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Lovísa Lára vonast til að uppistandssenan á Íslandi fari að ranka við sér, en hún skemmtir áhorfendum í tveimur settum á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas @frettabladid.is þar sem hún hvetur áhugasama til að smalast saman. Pælingar hvíts karlmanns „Þetta var upphaflega skólaverkefni sem tók síðan á sig stærri mynd,“ segir Almar Blær Sigurjónsson, sem hluti af leikhópnum Kex, mun f lytja einleikinn Nokkur orð um mig í Tjarnarbíói. Leikhópurinn er einnig þekktur sem AABA og dregur nafn sitt á upphafsstöfum meðlima hópsins. „Þetta fjallar í grófum dráttum um ungan, hvítan karlmann sem deilir sinni sögu með áhorfendum og veltir fyrir sér tilvistarlegum spurningum og því hvernig hann hefur lifað lífinu í þessu samfélagi sem er svona hratt og mikil krafa um framleiðni,“ segir Almar. „Síðan koma dýpri spurningar þarna inn í eins og ábyrgð og ábyrgðarleysi og annað slíkt.“ Almar segir þó að verkið sé ekki of þungt. „Þetta er mjög fyndið, eða mér finnst það allavega! Mikið af textanum varð til í spuna úti á gólfi svo hann er mjög lífrænn og oft á tíðum mjög skemmtilegur.“ Almar segir að leikhópurinn sé bæði glaður og þakklátur að hafa komist inn á hátíðina. „Við fengum líka inn á Fringe hátíðina í Finn­ landi,“ segir hann. „Þetta opnar strax heiminn fyrir okkur. Þarna eru listamenn alls staðar að og von­ andi áhorfendur líka. Það er ótrú­ lega spennandi.“ n Hvað er Fringe? Fringe-hátíðin er haldin árlega víða um heim og á rætur sínar að rekja til Edinborgarhátíðarinnar 1947. Þar mættu átta leikfélög óboðin til að koma fram, en þar sem allir helstu staðir borgar- innar voru bókaðir fyrir opinberu hátíðina, voru viðburðir þessarar jaðarhátíðar settir upp á smærri stöðum. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin hér á landi og hefur hún vaxið hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Í ár verða 70 atriði á hátíðinni, 55 íslensk og 15 erlend. Þar kennir margra grasa og verður meðal annars boðið upp á kabarett, hjólaskautadiskó, veggjalist og margt fleira. Dagskrána í heild má finna á rvkfringe.is 18 Helgin 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.