Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 21

Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 21
Alexandra og Gylfi með Melrós Míu á skírnardaginn hennar sem fagnað var með vinum og fjölskyldu. Mynd/Aðsend Ástfangin við Como vatn á Ítalíu. MYND/LUCAS&CO Alexandra og Gylfi gerðu hlé á ferlinu í kringum tilraunir til barn- eigna á meðan á brúðkaups- undirbúningi stóð enda höfðu von- brigðin tekið á. MYND/LUCA&CO um barneignir þegar þú þráir ekk- ert heitar en að eignast barn og hefur reynt allt til að uppfylla þann draum,“ segir hún einlæg. Viss um að hún yrði mamma En þrátt fyrir mótlætið kom uppgjöf aldrei upp í hugann. „Ég hef alltaf verið viss um að ég yrði mamma einn daginn, en ég vissi ekki hvaða veg ég yrði að ganga til þess að það yrði að veruleika.“ Aðspurð segir Alexandra góðan stuðning frá maka öllu skipta í slíku ferli og mikilvægt sé að hlúa vel hvort að öðru. „Ég kynntist yndislegu fagfólki á þessum tíma sem hjálpaði mér í gegnum erfið- ustu tímabilin og aðstoðaði mig við að byggja mig upp aftur. Mér fannst líka gott að hlusta á hlað- varpsþætti tengda málefninu, þar sem fólk sagði frá sinni upplifun og sjá umræðu í fjölmiðlum frá fólki í svipaðri stöðu.“ Erfitt að þjást í þögn Hún segir umræðu um ófrjósemi mikilvæga enda þjáist margir í þögn eins og hún sjálf gerði í upphafi. „Það er alltaf gott þegar fólk opnar á umræðuna og fær stuðning utan frá. Það er mjög erfitt að fara í gegnum svona erfitt verkefni í þögninni því þetta tekur gífurlega á andlega.“ Eftir að Alexandra sagði frá erfið- leikum þeirra hjóna á Instagram, segir hún fólk hafa haft beint sam- band og þakkað henni fyrir að opna á umræðuna og það hafi henni þótt vænt um. „Ástæðan fyrir því að mig langaði að tala um þetta opinberlega var til þess að vonandi veita einhverjum í þessari stöðu von og styrk til að halda áfram sinni vegferð. Það er svo mikilvægt að missa ekki trúna.“ Þorði ekki að trúa prófinu Eins og fyrr segir komst Alexandra að því í lok ágúst á síðasta ári að hún væri, öllum að óvörum, ófrísk. „Það var ótrúlega skrítið að sjá óvænt jákvætt ólettupróf í fyrsta skipti eftir öll þessi ár. Ég þorði ekki að trúa þessu fyrr en ég fékk þetta staðfest í blóðprufu. Maður heyrir oft svona sögur þar sem fólk er búið að reyna lengi og svo gengur það upp náttúrulega að lokum, en maður heldur aldrei að það muni gerast fyrir mann sjálfan.“ Meðgangan gekk vel þó Alex- andra hafi fundið fyrir ógleði alveg fram á síðasta dag, sem hún viður- kennir að hafi verið strembið. „En annars var ég hraust og allt annað gekk vel, sem ég var mjög þakklát fyrir.“ Sannkölluð forréttindi Melrós Mía kom í heiminn í Bret- landi þann 5.maí síðastliðinn og segir Alexandra fæðinguna hafa gengið eins og í sögu. „Við vorum ótrúlega heppin með fyrsta barn hvað allt gekk vel. Ég átti hana í svokölluðu „birth centre,” eða fæðingarheimili, þar sem áhersla er lögð á að allt sé sem náttúrulegast og sem minnst inngrip notuð. Ljós- mæðurnar sem voru með okkur voru yndislegar,“ segir hún. „Það kom mér á óvart hversu magn- aður líkaminn er og ég öðlaðist enn meiri virðingu fyrir honum að hafa afrekað þetta. Bæði að búa til full- komna barnið okkar og koma því í heiminn. Svo finnst mér magnað að hann geti líka framleitt næringu fyrir barnið eftir að það kemur í heiminn, þetta er svo stórkostlegt ferli og sannkölluð forréttindi að fá að upplifa það á þennan hátt,“ segir Alexandra einlæg. Ástfangin upp fyrir haus Dóttirin er nú rúmlega tveggja mánaða og segir nýbökuð móðirin fjölskylduna aðlagast hvert öðru vel. „Hún hefur verið mjög vær og góð og við foreldrarnir erum ástfangin upp fyrir haus af henni. Fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu eru vissu- lega smá sjokk þar sem líkaminn þarf að jafna sig eftir fæðinguna og hormónarnir eru á fullu ásamt því að vera í nýju hlutverki,“ segir hún. Móðir Alexöndru var fyrstu vik- urnar hjá fjölskyldunni í Englandi og segir Alexandra það hafa verið ómetanlegt enda miklar annir hjá eiginmanninum í fótboltanum á þeim tíma. „Hann fær ekkert frí í fótbolt- anum í kringum fæðinguna svo það var gott að hafa stuðning frá henni heima þegar hann fór í útileiki og á æfingar.“ Aðspurð segist Alexandra horfa til beggja foreldra sinna sem fyrir- mynda í uppeldinu. „Báðir foreldrar mínir voru allt- af miklir vinir mínir og við erum mjög náin. Það er eitthvað sem mig langar að taka með mér áfram sem foreldri. Mér finnst mikilvægt að barnið upplifi traust og stuðning og geti leitað til manns í öllum þeim aðstæðum sem það lendir í í lífinu.“ Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í sumar og nýttu nýbökuðu foreldrarnir tækifærið til að láta skíra dótturina á heimili þeirra hér á landi að viðstöddum fjölskyldu og vinum. Dóttirin fékk nafnið Melrós Mía en Alexandra segir það í raun vera „út í loftið.“ „Ég hafði séð nafnið Melrós áður en ég varð ólétt og heillaðist alveg af því. Við vorum svo bæði mjög hrifin af Míu nafninu og fannst nöfnin passa einstaklega vel saman.“ Hún segir þau hafa vitað snemma á meðgöngunni að von væri á stelpu og þá strax farið að kalla hana nöfn- unum. „Þau festust í raun þar með og svo þegar hún fæddist fannst okkur þau fara henni mjög vel,“ segir nýbakaða móðirin að lokum, yfir sig heilluð af fögrum frumburðinum sem beðið hafði verið eftir. n Mér fannst það ákveð- inn léttir þegar við sögðum fólkinu í kringum okkur frá stöðunni. Það er erfitt að vera stanslaust að fá spurningar um barn- eignir þegar þú þráir ekkert heitar en að eignast barn og hefur reynt allt til að upp- fylla þann draum. „Það kom mér á óvart hversu magnaður líkaminn er og ég öðlaðist enn meiri virðingu fyrir honum að hafa afrekað þetta. Bæði að búa til full- komna barnið okkar og koma því í heim- inn." Sannarlega glæsileg verðandi móðir. MYND/SAGA SIG Hjónin á brúð- kaupsdaginn með hundinn sinn, Koby. MYND/LUCAS&CO Helgin 21LAUGARDAGUR 3. júlí 2021 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.