Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 27

Fréttablaðið - 03.07.2021, Side 27
Sérfræðingur í kerfis- og notendaþjónustu Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Helstu hlutverk stofnunarinnar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjabúðum, lyfjafyrirtækjum, heilbrigðisstofnunum og söluaðilum lækningatækja á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf og lækningatæki til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda ásamt því að taka ákvarðanir um lyfjaverð og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sjúklinga. Hjá Lyfjastofnun starfa rúmlega 80 starfsmenn af 6 þjóðernum. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru: gæði – traust – þjónusta Nánari upplýsingar um Lyfjastofnun má finna á: www.lyfjastofnun.is Menntunar- og hæfniskröfur: Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í upplýsingatæknideild. Leitað er að öflugum einstaklingi sem reiðubúinn er að vinna fjölbreytt og krefjandi starf í litlu teymi kerfis- og notendaþjónustu. Um fullt starf er að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. • Umsjón með þjónustuborði í beiðnakerfi upplýsingatæknideildar • Þjónustar notendur í tengslum við tæknibúnað, aðgang að kerfum og önnur tæknileg mál • Fræðsla og þjálfun varðandi upplýsingatæknimál • Uppsetning og eftirlit með tæknibúnaði og kerfum ásamt úrlausn vandamála • Umsjón með leyfismálum og aðgangi notenda í Active Directory (AD), Office 365 og öðrum kerfum • Umsjón með rekstri upplýsingatæknikerfa stofnunarinnar Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði kerfisstjórnunar • Starfsreynsla sem nýtist í starfi • Góð almenn tölvukunnátta og tæknifærni • Góð þekking á Office 365 umhverfinu og Active Directory • Góð þekking á öllum helsta notendabúnaði • Gott vald á íslensku auk ensku í ræðu og riti • Lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund, jákvæðni, sveigjanleiki, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð Við hjá Lífi og sál erum þéttur hópur sálfræðinga og sáttamiðlara sem vinnur bæði fyrir einstaklinga, starfshópa og stjórnendur. Líf og sál hefur verið starfrækt í rúm tuttugu ár og býr því yfir mikilli reynslu á vettvangi meðferðar sem og vinnusálfræði. Nú leitum við að einstaklingi í teymið okkar. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 30. júlí 2021. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rök- stuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn berist til Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðings og framkvæmdastjóra Lífs og sálar, thorkatla@lifogsal.is. Sjá nánar um Líf og sál á www.lifogsal.is. Starfssvið • Meðferðarvinna fullorðinna. • Handleiðsla og ráðgjöf fyrir fagfólk, stjórnendur fyrirtækja og innan stjórnsýslu um hvaðeina sem lýtur að sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnu- stöðum. • Úttektir vegna sálfélagslegra áhættuþátta, s.s. vinnustaðagreiningar, úttektir vegna samstarfserfiðleika, áreitni, eineltis. • Fræðsla í formi fyrirlestra og námskeiða. • Önnur tilfallandi verkefni á sviði meðferðar og vinnusálfræði. Hæfniskröfur • Löggilding til starfa sem sálfræðingur á Íslandi. • Klínísk reynsla æskileg. • Reynsla af verkefnum á sviði vinnusálfræði æskileg. • Framúrskarandi samskiptafærni og áhugi á teymisvinnu. • Fagmennska, frumkvæði og drifkraftur. • Ögun í vinnubrögðum og sveigjanleiki. • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í erlendum tungumálum í töluðu og rituðu máli. Líf og sál vantar liðsaukaTÆKNIMAÐUR Sónar ehf. er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í innflutningi, sölu og þjónustu á siglinga- og fjarskiptatækjum í skip og báta. Sónar ehf. óskar að ráða til starfa tæknimann til að þjónusta siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartæki. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem fer fram um borð í skipum af öllum stærðum, ásamt vinnu á verkstæði. Við leitum að rafeindavirkja, rafvirkja eða aðila með sambærilega menntun. Umsækjandi þarf að vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Ef þú hefur áhuga á fjölbreytilegri vinnu á lifandi og skemmtilegum vinnustað þá endilega hafðu samband. Góð laun og framtíðarvinna er í boði fyrir réttan aðila. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfangið sonar@sonar.is — fyrir 15. júlí. Fyllsta trúnaðar verður gætt og öllum umsóknum verður svarað. w w w .g od ve rk .is Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.