Fréttablaðið - 03.07.2021, Síða 59
Ástvinur minn og faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kjartan G. Magnússon
læknir,
lést mánudaginn 21. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 8. júlí, kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
Kjartans er bent á Bergið headspace.
Maria Teresa Gonsalves
Sveinn Kjartansson Lára Pálsdóttir
Júlíana Elín Kjartansdóttir Jósef Ognibene
Jóhann Kjartansson Ingilaug Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Steinunn Árnadóttir
Hrafnistu, Boðaþingi,
áður til heimilis að
Kveldúlfsgötu 1,
Borgarnesi,
lést þann 22. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 5. júlí klukkan 13.00.
Sólrún Gunnarsdóttir Gylfi Már Guðjónsson
Hafdís A. Gunnarsdóttir Nikulás Árni Halldórsson
Trausti Gunnarsson Ástríður Gunnarsdóttir
Tryggvi Gunnarsson Halldóra Ágústsdóttir
Ingileif A. Gunnarsdóttir
Árný Guðrún Gunnarsdóttir Guðjón Bjarnason
og fjölskyldur.
Ástkær móðir mín og amma okkar,
Anna Magnea Jónsdóttir
lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, þann
23. júní. Útför hennar verður frá
Garðakirkju, miðvikudaginn 7. júlí kl. 15.
Gunnar Örn Hauksson
Haukur Àrsæll Birgitta Ýr
Jóhann Örn
Kristbjörn
Sigrún Jóna
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Áslaug Valdemarsdóttir
Höfðagrund 27, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi, miðvikudaginn 23. júní.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju,
þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.00. Streymt verður frá útförinni á
vef Akraneskirkju, akraneskirkja.is
Lilja Ellertsdóttir Gunnar Þór Garðarsson
Jón Ellert Guðnason Arnþrúður Kristjánsdóttir
Áslaug Guðnadóttir
Gunnar Þór Gunnarsson Inga Guðrún Gísladóttir
ömmubörnin.
Elskuleg mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
Ólafía Albertsdóttir
Köldukinn 23,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi sunnudaginn 27. júní.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 7. júlí kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag áhugafólks
um Smith-Magenis heilkenni (SMS), 537-26-4930 og
kt. 491213-0190.
Viðar Gunnarsson Þuríður Jónsdóttir
María Gunnarsdóttir Friðbert Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sonja María Carlsen
lést 26. júní í faðmi dætra sinna.
Útförin fer fram frá Lindakirkju,
fimmtudaginn 8. júlí kl. 15.
Helga Björk Óskarsdóttir Páll Viðar Kristinsson
Rósmary Ósk Óskarsdóttir
Sonja Guðrún Óskarsdóttir
Karen Hrönn Óskarsdóttir
og ömmubörn.
Þökkum hlýhug og vináttu
vegna andláts elsku mannsins míns,
bróður, mágs og frænda,
Finns Bárðarsonar
iðjuþjálfa.
Iréne Jensen
Leifur Bárðarson Vilborg Ingólfsdóttir
Margrét María Leifsdóttir Guðmundur Pálsson
Inga María Leifsdóttir Kristbjörn Helgason
og börn þeirra.
Elskulegur faðir minn,
tengdafaðir og afi,
Sveinn Bergmann
Steingrímsson
Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík,
lést á Hrafnistu, Laugarási, 16. júní sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík mánudaginn 5. júlí nk. kl. 13.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Stefán Ívar Ívarsson
Halldór Ívar Stefánsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, og langamma,
Marsibil Hólm Agnarsdóttir
Víðimýri 4, Sauðárkróki,
lést föstudaginn 25. júní 2021 á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
mánudaginn 5. júlí 2021, kl. 14. Jarðsett verður í
Hólakirkjugarði. Sérstakar þakkir færum við fjölskyldan
starfsfólki á skurðlækningadeild FSA, fyrir góða umönnun.
Helga Sigríður Árnadóttir Þórður Grétar Andrésson
Agnar Ástmar Geirfinnsson Hafdís Alda Njálsdóttir
Ástvaldur Jóhannesson Stefanía G. Guðjónsdóttir
Bjarni Friðrik Jóhannesson Bjarney S. Snævarsdóttir
Sigfús Jóhannesson
Guðleif S. Jóhannesdóttir Sturla Eiðsson
Ásta Agnes Jóhannesdóttir Páll Gíslason
Una Herdís Jóhannesdóttir Björn Guðsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
Benedikt Sigurbjörnsson,
smiður, garðyrkjubóndi,
fasteignasali og listamaður,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 18. júní.
Útför hans verður frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 8. júlí, klukkan 13.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Þóra Guðrún Benediktsdóttir
Hólmfríður Ben Benediktsdóttir
Indriði Benediktsson
Ingibjörg er að spila í fyrsta skipti í Hofi og finnst það spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ingibjörg Elsa Turchi kemur fram
í Hofi á Akureyri, ásamt hljóm-
sveit, síðdegis í dag, laugardag, á
vegum Listasumar á Akureyri.
gun@frettabladid.is
„Ég er aðallega á bassanum og sem mína
tónlist á hann og í tölvunni. Þetta verður
í fyrsta skipti sem ég spila í Hofi, svo
það er spennandi, en ég hef oft spilað á
Græna hattinum,“ segir Ingibjörg Elsa
Turchi, um tónleika sem hún heldur þar
í dag með hljómsveit, sem eru eru liður í
dagskrá Listasumars á Akureyri eins og
lesa má á www.listasumar.is. „Ég vona
bara að fólk verði til í að hvíla sig aðeins
á sólinni og stökkva inn á tónleikana,“
segir hún og bendir á að þeir séu á þægi-
legum tíma, milli sex og sjö.
Með Ingibjörgu spila þeir Tumi
Árnason á saxófón, Magnús Trygvason
Eliassen á trommur, Hróðmar Sigurðs-
son á gítar og Magnús Jóhann Ragnars-
son á píanó. „Þetta eru þeir sömu og
eru með mér á plötunni Meliae, ég hef
aldrei spilað með þeim á Akureyri áður,“
lýsir hún. „Við erum að koma svolítið úr
öllum áttum og hittumst þar.“
Ingibjörg Turchi hefur verið sýnileg í
íslensku tónlistarlífi síðustu ár og komið
fram með mörgum listamönnum, svo
sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens,
Teiti Magnússyni og Stuðmönnum. Hún
samdi verk fyrir Sinfóníuhljómsveit
Íslands sem var frumflutt í apríl á þessu
ári. Í júlí í fyrra gaf hún út Meliae, fyrstu
plötuna sína í fullri lengd. Platan hlaut
Kraumsverðlaunin 2020, var valin plata
ársins af Morgunblaðinu og straum.is og
Ingibjörg hlaut sex tilnefningar og tvenn
verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaun-
unum 2021.
Á tónleikunum í Hofi kveðst Ingibjörg
ætla að leika verk af plötunni Meliae
með hljómsveitinni, auk nýs efnis af
plötu sem er í bígerð, í bland við spuna.
En eitt að lokum: Hvaðan er Turchi
nafnið?
„Það er ítalskt og er frá pabba mínum.“
Eru tónlistargenin þín ítölsk líka? „ Þau
eru úr báðum ættum. Foreldrar mínir
starfa samt ekki við tónlist en þau hlusta
mikið á hana.“ ■
Ætla að leika á Listasumri
Ég vona bara að fólk verði
til í að hvíla sig aðeins á
sólinni og stökkva inn á
tónleikana.
FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 3. júlí 2021 Tímamót 31