Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.07.2021, Blaðsíða 64
Þarna er verið að segja frá sögulegum atburðum sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Verkið fjallar um líf með þeim fyrrverandi. Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar, sat ekki auðum höndum í Covid og þýddi sér til skemmtunar skáldsöguna Blindgöng. kolbrunb@frettabladid.is Blindgöng er eftir hina sænsku Tove Alsterdal, en fyrir tíu árum kom út eftir hana hjá Veröld bókin Kon- urnar á ströndinni. „Sú bók gekk vel, en þær sem hún sendi frá sér í kjölfarið hentuðu ekki okkur. Í árs- byrjun 2019 fengum við síðan hand- rit að þessari bók í hendur og ég sá að sagan gerist í Súdetahéraðinu í Tékklandi. Það vildi þannig til að við fjölskyldan vorum einmitt á leið á þessar slóðir svo ég dreif í að lesa hana, fannst bókin frábær og eins og það væri skrifað í skýin að við ættum að gefa hana út. Í Covid var síðan skyndilega mikið af lausum tíma hjá mér, bæði lækkuðum við starfshlutfall hjá öllum í útgáfunni í tvo mánuði og svo var fátt annað að gera. Ég byrjaði því að þýða Blind- göng mér til skemmtunar og áður en ég vissi af var ég búinn,” segir Pétur Már. Spurður hvað hafi heillað hann við söguna segir Pétur Már: „Bæði er sagan sjálf mjög spennandi og áhrifamikil, en svo er líka hitt að þarna er verið að segja frá sögu- legum atburðum sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Mikil baksaga Söguþráðurinn er á þá leið að sænsk hjón ákveða að lappa upp á hjóna- bandið og kaupa vínbúgarð í Tékk- landi í héraði sem áður hét Súdeta- Útgáfan eins og skrifuð í skýin Ég byrjaði því að þýða Blindgöng mér til skemmt- unar, segir Pétur Már. kolbrunb@frettabladid.is Valur Freyr Einarsson, fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og höf- undur verðlaunasýningarinnar Tengdó, leikstýrir eigin verki á Nýja sviði Borgarleikhússins á næsta leikári. Fyrrverandi er leikverk sem kemur úr ranni CommonNonsense hópsins en Ilmur Stefánsdóttir leik- myndahöfundur hannar leikmynd og búninga og tónlistin er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Anna Kol- finna Kuran sér um sviðshreyfingar. Verkið fjallar  um líf með þeim sem við héldum að við værum hætt að búa með: fyrrverandi! Leik- hópinn skipa Jörundur Ragnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Halldór Gylfason og Esther Talía Casey. Áætluð frumsýning er í mars 2022. n Valur Freyr leikstýrir eigin verki Valur Freyr Einarsson semur og leik- stýrir. verkinu Fyrrverandi sem sýnt verður í Borgarleik- húsinu á næsta leikári. land. Búgarðurinn hefur staðið yfirgefinn um áratugaskeið, þau fara að gera hann upp og finna göng undir honum og þar er gamalt lík af ungum dreng. Í Súdetalandi höfðu Tékkar og þýskumælandi íbúar búið í sátt og samlyndi um aldir, en í lok seinni heimsstyrjaldar, eftir hernám nas- ista, var Súdeta-Þjóðverjum smalað „heim” til Þýskalands – þar sem eng- inn vildi fá þá. Sagan af þessum sænsku hjónum á framandi slóðum er áhugaverð og spennandi og morð kryddar hana en verður samt hálfgert aukaatriði. Sagan er áhrifamikil í ljósi þeirrar miklu baksögu sem er þarna.” Blindgöng er ekki hefðbundin glæpasaga, en Tove Alsterdal sendi frá sér í fyrra sína fyrstu hefð- bundnu sakamálasögu og sú var valin glæpasaga ársins í Svíþjóð. „Þetta er höfundur sem kann sitt- hvað fyrir sér,” segir Pétur. Eintóm gleði Covid setti strik í bókaútgáfu hér á landi, eins og Pétur Már þekkir af eigin raun. „Þegar öllu var lokað í apríl í fyrra þá fórum við hjá útgáfunni í hálft starf í tvo mánuði, því við vissum ekkert hvað væri í vændum. Leifsstöð, þar sem einn fjórði af kiljum hefur selst, lokaði meira og minna, þannig að kiljuút- gáfan varð fyrir miklu höggi. Jóla- vertíðin reyndist hins vegar mjög góð hjá okkur hjá Bjarti og Veröld. Og nú, þegar búið er að af létta öllum höftum, er eintóm gleði fram undan.” n kolbrunb@frettabladid.is María Dalberg opnaði einkasýningu Uncontainable truth (2021) í Künst- lerhaus Bethanien í Berlín þann 11. júní síðastliðinn. Sýningin stendur til 11. júlí. Þungamiðja verksins er ljóðaupp- lestur þar sem María hefur kjarnað saman og endurskrifað frásagnir fimm 17.-19. aldar íslenskra vinnu- kvenna sem sátu réttarhöld vegna dulsmála. Myndverkið vísar í þvottakon- urnar og María notar rauða litinn sem ákveðna táknmynd. Þvotta- konurnar hreyfa sig undir tónverki eftir Áka Ásgeirsson. n María Dalberg sýnir í Berlín María fjallar um dulsmál. kolbrunb@frettabladid.is Fimmtudaginn 1. júlí var tilkynnt að Eva Björg Ægisdóttir hlyti rýting Samtaka breskra glæpasagnahöf- unda árið 2021, í f lokkinum frum- raun ársins („New Blood“) fyrir Marrið í stiganum. Þetta er í fyrsta skipti sem þýdd bók fær verðlaunin. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1973 og meðal höfunda sem hafa átt frumraun ársins eru Patricia Cornwell (1990), Minette Walters (1992), Gillian Flynn (2007) og S. J. Watson (2011), en þær urðu heimsfrægar í kjölfarið. n Eva verðlaunuð í Bretlandi Eva Björg Ægisdóttir. Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? 36 Menning 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.