Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 65

Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 65
 Í heild voru þetta glæsilegir tónleikar. TÓNLIST Sönghátíð í Hafnarborg Tónlist eftir: Tónskáld við Miðjarðarhafið Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Alexander Jarl Þorsteinsson, Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson Hafnarborg miðvikudaginn 30. júní Jónas Sen Ég er með Apple úr og í því er app sem mælir hljóðstyrk. Að gamni mínu kveikti ég á appinu á tón- leikum á Sönghátíð í Hafnarborg á miðvikudagskvöldið. Þar var nefni- lega sérlega raddsterkur söngvari, Alexander Jarl Þorsteinsson tenór. Ég sat næstum því aftast, en samt mældi appið raddstyrk Alexanders, þegar hann var á efstu tónunum í laginu fræga, O sole mio, hvorki meira né minna en 88 desíbel. Jú, rokktónleikar fara upp í 120, en þá eru líka græjur í botni. Þetta var órafmagnaður söngur. Áheyrendur á fremstu bekkjum áttu alla samúð skilið, hávaðinn þar hlýtur að hafa verið ægilegur. Raddstyrkurinn var rúmlegum tíu stigum meira en hinn söngvari kvöldsins, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir mezzósópran. Samt söng hún ekkert lágt. Hljómburðurinn var líka ágætur, bergmálið hæfilegt, og meira að segja gítar barst vel á öft- ustu bekki. Hrífandi söngur Yfirskrift tónleikanna var Söngvar f rá Miðjarðarhaf inu . Guðr ún Jóhanna hóf dagskrána með þjóð- laginu Que ne suis-je fougere í útsetningu Guillaume P. A. Gata- yes, og var söngur hennar sérlega hrífandi. Túlkun hennar var full af innlifun, lifandi og skemmtileg; röddin tær og falleg. Með Guðrúnu spilaði Francisco Javier Jáuregui á gítar. Leikur hans var léttur og kraftmikill, og fallega ómþýður og ljóðrænn þegar við átti. Sömu sögu er að segja um næstu lögin á efnisskránni, en þau voru eftir höfunda sem eru nánast óþekktir í íslensku tónleikalífi. Meira að segja lögin sem tenórinn knái söng fyrst, og hárið á konunum á fremsta bekk sveiflaðist til og frá, voru ekki einhver týpísk tenórmús- ík. Þau voru eftir Federico Moreno Torroba, sem var uppi á öldinni sem leið. Lögin voru þó ekki í ómstríðum stíl eins og svo oft viðgekkst þá, og tíðkast svo sem enn. Nei, þau voru ljúf og þægileg áheyrnar. Söngurinn sjálfur var hins vegar risastór. Rödd Alexanders er voldug og einstaklega kröftug, en líka afar fögur. Túlkun hans var jafnframt sannfærandi, einlæg og grípandi. Hann er magn- aður söngvari. Til heiðurs Debussy Gítarleikarinn fyrrgreindi, Javier Jáuregui, var í lykilhlutverki á tón- leikunum. Hann sá um meðleikinn, en ekki píanóleikari eins og vaninn er. Jáuregui lék líka einleik í verki eftir Manuel de Falla, Homenaje, til heiðurs Debussy. Spilamennskan var vönduð og vel mótuð. Tónlistin var margslungin og óljós. Heildarút- koman var ekki beint hrífandi, en hún var athyglisverð; tónmálið kom ávallt á óvart. Annar gítarleikari steig einnig á svið á tónleikunum, Pétur Jónasson. Þeir Jáuregui frumfluttu útsetningu hins síðarnefnda á þjóðvísum eftir de Falla, fyrir tvo gítara og söng- rödd Guðrúnar Jóhönnu. Útsetn- ingin var hugvitsamleg og lifandi, en maður saknaði eins lagsins úr lagaf lokknum (Siete canciones populares españolas). Það er hress- asta lagið; skrýtið að það skyldi ekki fá að vera með. Í heild voru þetta glæsilegir tón- leikar. Söngurinn var sjarmerandi, og kynningar söngvaranna voru oft fyndnar. Dagskráin var auk þess forvitnileg; eins og áður sagði var margt sem bar fyrir eyru afar fáheyrt hér á landi. Það var svo sannarlega gaman. n NIÐURSTAÐA: Flottir tónleikar með fínum tónlistarflutningi og krassandi músík. Yfirgengilegur raddstyrkur í Hafnarborg Rödd Alexanders er voldug og einstaklega kröftug, segir Jónas Sen. kolbrunb@frettabladid.is Sunnudaginn 4. júlí kl. 16 mun Tríó Amasia f lytja tónlist millistríðs- áranna í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði. Tríó Amasia skipa þau Hlín Erlendsdóttir f iðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Efnisskrá tónleikanna saman- stendur af litríkum tónum fyrir fiðlu, klarinettu og gítar. Tónverkin eiga það sameiginlegt að vera samin undir áhrifum tónlistar millistríðs- áranna en í þeim má heyra fjölmörg ólík stílbrigði, áhrif frá franskri kaffihúsa- og götutónlist og djassi en á tónleikunum heyrast þjóðlög frá Ungverjalandi, Spáni, Dan- mörku, Svíþjóð og Armeníu ásamt dönsum frá Kúbu og Suður-Amer- íku, auk argentínskrar tangótón- listar. Tónsmiðirnir sem eiga verk á efnisskránni eru Laurent Boutros, Béla Bartók, Ferdinant Rebay og Astor Piazzolla. n Sumartónleikar Tríó Amasia Tríó Amasía flytur tónlist milli- stríðsáranna í Saurbæ, Hvalfirði. kolbrunb@frettabladid.is Sirkus í bænum! er y f irskrift dagskrár sunnudagsins 4. júlí á Árbæjar safni milli 13 og 16, en þá eiga þorpsbúar von á kynlegum kvistum með magnaða hæfileika. Hægt verður að berja augum loft- fimleikafólk, lygilega góðan galdra- mann, trúðinn Silly Suzy sem blæs sápukúlur í gríð og erg, skeggjuðu konuna, ósýnilega manninn í Suðurgötu og fleiri skrautlegar per- sónur. Hjá sterkasta manni heims má taka á því af öllum lífs og sálar kröftum og fara því næst í skemmti- lega útileiki eins og stígvélakast og pokahlaup. n Sirkus í Árbæjarsafni Sirkus verður í Árbæjarsafni á sunnudag. LAUGARDAGUR 3. júlí 2021 Menning 37FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.