Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 68

Fréttablaðið - 03.07.2021, Page 68
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is n Lífið í vikunni 27.06.21 03.07.21 Silkifaraldur Rakel Mjöll f lúði Covid-ástandið í London og nýtti tímann hér til að sauma flíkur úr lífrænu silki og naut þekkingar ömmu sinnar, Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu, sem hún deilir silkiástríðunni með. Afrakst- urinn er til sýnis í Gallerí Flæði. Prinsessa fólksins Díana prinsessa hefði orðið 60 ára 1. júlí en hún lést í hörmulegu bílslysi í París 31. ágúst 1997. Hennar var víða minnst með hlýhug á fimmtudag- inn, sem hinnar einu sönnu prins- essu fólksins. Meðal annars með styttu sem synir hennar afhjúpuðu. Klippt bensínstöð Fallandi gengisvísitala bensín- stöðva gerir þær ekki með öllu ónot- hæfar. Hárskerinn Benedikt Októ hefur þannig komið sér fyrir í gömlu stöðinni við Kópavogsbraut, ásamt klæðskeranum Rakel Ýri og lands- lagsarkitektinum Lilju Kristínu. Skáld í 35 gráðum Skáldið Kristján Hreinsson er vel bakaður í 35 gráðu hita í Mílanó, þar sem hann skrifar eins og vindur- inn. Höfundarverkið er orðið býsna drjúgt en ellefta skáldsagan, Lökin í golunni, er nýkomin út og byggir óbeint á örlögum móður hans. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsalan í fjórum verslunum | Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði | HEILSUDÝNUR OG –RÚM | MJÚK- OG DÚNVÖRUR | SVEFNSÓFAR | SMÁVÖRUR | STÓLAR | SÓFAR | BORÐ SMÁRATORGI OPIN Á SUNNUD. KL. 13–17 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN LICATA u-sófi Licata u-sófi í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 366 x 226 x 82 cm Dormaverð: 369.990 kr. Aðeins 221.940 kr. 40% AFSLÁTTUR SUMAR ÚTSALA Von er á nýrri plötu frá Ástu í haust, en lagið Melabúð verður á henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON Í dag kemur út myndband við lagið Melabúðin, með tón- listarkonunni Ástu. Hún kom eins og stormur inn í íslenskt tónlistarlíf með plötunni Sykurbað, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. steingerdur@frettabladid.is Tónlistarkonan og víóluleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir kom eins og stormur inn í íslensku tónlistar- senuna. Frumraun hennar, platan Sykurbað, hlaut mikið lof gagn- rýnenda og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í nokkrum flokkum og hlaut þau fyrir bestu plötuna. Hún vinnur nú að nýrri plötu en von er á henni í haust. Ásta er hægt og rólega að gefa út lög af plötunni og nú fyrir viku kom út lagið Melabúðin, en myndband við lagið kemur út í dag. „Við Árni Hjörvar Árnason, bassa- leikari The Vaccines, höfum unnið saman í að þróa nýjan hljóðheim sem er miklu stærri og fjölbreytt- ari. Ég nota víóluna rosalega mikið, hljóðheimurinn er rosalega mikið byggður út frá henni,“ útskýrir Ásta Ásta segir lagið Melabúðina vera allt öðruvísi en það sem hún hefur gefið út áður. „Viðfangsefnið er tilfinningalega léttara, en ég samdi lagið eftir að hafa orðið vitni að unglingsstrák- um í Melabúð að tala um ástarlíf sitt. Við fyrstu sýn virtust þeir vera svo ótrúlega „too cool for school“, í dýrum fötum og með algjört týpuálag að reyna að vera eitthvað harðir gaurar. En síðan þegar ég heyrði hvað þeir voru að tala um þá sá ég að þetta voru bara litlir, sak- lausir drengir með tilfinningar, sem reyndu að fela það með því að setja upp einhverja grímu með veraldleg- um hlutum. Það er eiginlega kjörn- unin á laginu, að við erum öll bara litlar og saklausar mannverur með tilfinningar, sama hvað við reynum að fela það,“ segir hún. Myndbandinu er leikstýrt af Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Rakel Ýr Stefánsdóttir sá um tökur, klipp- ingu og eftirvinnslu. „Þær eru alveg frábærar, það var svo gott að vinna með þeim, alltaf svo gott að vinna með fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur.“ Ásta segir það í raun ekki hafa komið til greina að taka mynd- bandið upp neins staðar annars staðar en í Melabúðinni. „Ég er svo þakklát bræðrunum Pétri og Snorra, eigendum búðar- innar, fyrir að leyfa okkur að nota búðina sem sviðsmynd. Þetta er náttúrulega svo ótrúlega „iconic“ búð og ég ætla að leyfa mér að full- yrða að hún eigi sér stóran sess í hjörtum margra Íslendinga. Við byrjuðum að taka mynd- bandið eitt kvöld þegar búðin lokaði og vorum þar alla nóttina að taka upp, því ekki var hægt að loka búðinni yfir daginn. Þetta var þaul- skipulagt og við vorum svo heppin að allt gekk upp.“ Myndbandið er nokkurs konar hliðarveruleiki og sýnir fantasíu um hvað gerist í Melabúðinni eftir lokun, að sögn Ástu. „Það er lítið sem ekkert „privacy“ þar, maður er alltaf innan um hillur og utan í öðru fólki. Þetta er kannski eins konar samsplæsing á Mela- búðinni eins og hún er í raun og veru og einhvers konar galaklúbbi og djamminu. Nokkurs konar fyrir- partí fyrir ball,“ segir hún og hlær. Á morgun er Ásta með tónleika í Pikknikk-seríu Norræna hússins. Þar mun hún að sjálfsögðu taka lagið Melabúðin. n Ásta samdi lag um góða drengi með týpuálag En síðan þegar ég heyrði hvað þeir voru að tala um þá sá ég að þetta voru bara litlir, saklausir drengir með tilfinningar, sem reyndu að fela það með því að setja upp einhverja grímu með veraldlegum hlutum. 40 Lífið 3. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.