Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 46

Fréttablaðið - 24.06.2021, Síða 46
Ég fann fyrir ómögu- leika vísindanna gagnvart hinum nátt- úrulega krafti mann- eskjunnar. Abyss er yfirskrift sýningar Hildar Bjarnadóttur, sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Verkin eru ofin málverk. „Myndirnar á sýningunni eru allar unnar út frá svefnryþma dætra minna, sem fæddust fyrir tæpum tveimur árum. Til að ná utan um tvo ólíka einstaklinga og svefn þeirra fór ég að skrá svefntíma þeirra í excel-skjal og svo þróaðist þetta út í það að ég færði taktinn yfir í vefnaðinn. Þannig varð til umbreyting raunverulegra upplýs- inga, yfir í listrænan farveg. Svefn- inn fer yfir í excel-skjal, frá skjalinu yfir í útdrætti og mynstur í tölvunni minni og þaðan yfir í vefnaðinn og síðan í málverkin,“ segir Hildur. Svefn og vaka Í verkunum sýnir Hildur raun- verulegan svefntíma dætranna. „Þráðurinn sem minnst sést af er svefntíminn, og vakan er eins og bakgrunnur í myndunum. Hvert verk í sýningarsalnum er ákveðinn sólarhringur hjá dætrunum. Þær sofa ekki eins, og það endurspeglast í verkunum. Munstrið í þeim er ekki alveg hreint,“ segir Hildur. Spurð um litina í verkunum segir hún: „Undirstaðan eru plöntulitir úr Þúfugörðum þar sem við fjölskyld- an búum og ég nota einnig hörþráð litaðan með akrýlmálningu.“ Glíma við það ómögulega Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á svefni og Hildur bar þær saman við eigin athuganir. „Það eru til töfl- ur sem segja hvað börn eigi að sofa. En þegar maður ber raunverulegan svefntakt tveggja barna saman við það sem er búið að rannsaka og skrá og sagt er að sé réttur svefn, þá er maður að glíma við hið ómögu- lega. Þetta stemmir einfaldlega ekki. Vísindalegar rannsóknir eru góðar vísbendingar, en ég fann fyrir ómöguleika vísindanna gagnvart hinum náttúrulega krafti mann- eskjunnar, þeim frumkrafti sem býr inni í hverri manneskju fyrir sig, og er ólíkur á milli dætranna. Í verkunum er ég að sýna hversu ómögulegt er að fanga þennan frumkraft. Það er svo margt sem excel-skjalið og vísindin fanga ekki. Einmitt það sem þau sýna ekki er það áhugaverðasta í einstakling- unum og lífinu sjálfu.“ Hildur er fædd árið 1969 og býr og starfar í Reykjavík og í Flóa- hreppi. Hún lauk námi frá textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist með MFA- próf frá nýlistadeild Pratt Insti- tute í Brooklyn. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Hún lauk doktorsnámi í myndlist við Lista- háskólann í Bergen árið 2017. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víða um heim. n Sýnir svefntíma dætranna Það er svo margt sem excel-skjalið og vísindin fanga ekki, segir Hildur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hvert verk er ákveðinn sólarhringur hjá dætrum Hildar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Leikkonan Sólveig Arnarsdóttir er flutt heim til Íslands og er búin að gera samning við Borgarleikhúsið. Sólveig útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu árum frá leiklistarskól- anum Ernst Busch í Berlín og hefur starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Þýskalandi, nú síðast sem fastráðin leikkona við hið virta leikhús Volks- bühne í Berlín. Sólveig hefur sópað að sér tilnefningum og verðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum og á sviði. „Ég er full eftirvæntingar og gleði að taka þátt í spennandi uppbygg- ingu í Borgarleikhúsinu,“ segir Sólveig, sem mun hefja störf í lok sumars og leika hlutverk norna- drottningarinnar Hekötu í Macbeth og í Orlando eftir Virginiu Woolf. n Sólveig í Borgarleikhúsið Sólveig Arnarsdóttir fær krefjandi verkefni í leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 26 Menning 24. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 24. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.