Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.06.2021, Qupperneq 8
Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Það eru tímamót í þínu hverfi Við opnum sýningu á tillögum að nýju hverfisskipulagi Breiðholts 19. júní nk. klukkan 14. Hverfisskipulag byggir á víðtæku samráði, óskum íbúa og vistvænum áherslum í þróun hverfisins. Kynntu þér nýju tillögurnar á hverfisskipulag.is. Dagskrá Ávarp – Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Kynning á tillögum Umræður Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og af því tilefni segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mikilvægt að taka markmiðum kvenna- baráttu ekki sem gefnum hlut. Hún segir faraldurinn hafa sýnt fram á mikilvægi kvennastétta og er stolt af því sem áunnist hefur í jafnréttis- málum á kjörtímabilinu. birnadrofn@frettabladid.is JAFNRÉTTISMÁL „Það er mikilvægt að velta fyrir okkur merkingu þess- ara tímamóta því þó að okkur finnist oft sem markmiðum kvennabaráttu sé náð, þá skiptir það nefnilega máli að taka þeim ekki sem gefnum hlut,“ segir Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra í grein sem birtist á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í dag í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní. Á þessum degi árið 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt á Íslandi og fimm árum síðar allar konur. Í samtali við Fréttablaðið segist Katrín leggja sig fram um að ræða jafnréttismál sem víðast. „Það er bara svo of boðslega mikilvægt að ræða þessi mál og líka þar sem fólk er ekki vant að ræða þau, til dæmis eins og á NATO-fundi,“ segir Katrín. Hún segist stolt af því sem áunn- ist hefur í jafnréttismálum á kjör- tímabilinu og nefnir þar sérstaklega lengingu fæðingarorlofs og aukinn rétt kvenna til þungunarrofs. ,,Lög um þungunarrof höfðu verið óbreytt frá því á áttunda áratugnum og breytingarnar eru stórt skref í því að byggja á sjálfsákvörðunarrétt kvenna, þetta er grundvallarmál,“ segir Katrín. Þá segist Katrín einnig stolt af áætlun um forvarnir gegn kyn- ferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sem samþykkt hefur verið á Alþingi. Um er að ræða áætlun sem felur í sér að komið verði á skipulögðum forvörnum gegn kyn- ferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar verða samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skóla- stigum og munu einnig eiga sér stað á frístundaheimilum og félagsmið- stöðvum og í tómstundastarfi. Katrín segir forvarnir mikilvægan þátt í því að uppræta ofbeldi. „Við erum búin að vera að gera réttarbæt- ur hinum megin til þess að bregðast við því þegar brotið er á fólki, stóra verkefnið núna finnst mér vera það hvernig við getum komið í veg fyrir að það sé brotið á fólki,“ segir hún. Katrín segir nauðsynlegt að ræða of beldi frá öllum sjónarhornum, líka frá sjónarhorni gerandans. „Og taka þessa umræðu upp á yfirborð- ið, hvað það er sem veldur þessu og af hverju þetta er bara talið eðlilegt.“ Víða um heim hefur hallað á rétt- indi kvenna í kórónuveirufaraldr- inum og aðspurð segir Katrín helstu birtingarmynd þess hér á landi vera aukið heimilisof beldi, en tilkynn- ingum vegna heimilisofbeldis hér- lendis fjölgaði mikið eftir að farald- urinn skall á. Þá hefur bæði konum sem leitað hafa í Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð fjölgað. „Þetta virðist vera alþjóðleg til- hneiging í faraldrinum,“ segir Katrín. „Við fórum í það að styðja sérstak- lega við Kvennaathvarfið og réðumst í ákveðna vitundarvakningu um heimilisofbeldi,“ bætir hún við. Spurð að því hvort konur hér- lendis líkt og erlendis hafi dottið út af atvinnumarkaði frekar en karlar í faraldrinum, segir Katrín svo ekki vera. Hlutföll þeirra sem misstu vinnuna hafi verið tiltölulega jöfn. „Við héldum einnig skólunum að mestu opnum, en við höfum séð það gerast annars staðar að konur fari frekar heim að sinna börnunum þegar þeim er lokað,“ segir Katrín. Þá segir Katrín faraldurinn hafa verið áminningu um mikilvægi stórra kvennastétta á Íslandi, til að mynda stéttir kennara og heilbrigð- isstarfsfólks. „Við eigum mikil verð- mæti í þessu kerfi okkar og þessum konum.“ Katrín segir nauðsynlegt að minna sjálfan sig á að jafnrétti sé ekki enn náð og að mikilvægt sé að fylgja eftir þeim verkefnum sem lagt hafi verið af stað með á kjörtímabil- inu. Næsta stóra verkefni segir hún launamun kynjanna, vel hafi tekist til með jafnlauanavottun „en það sem þarf að taka til skoðunar næst er munurinn á stéttum þar sem við erum með stórar kvennastéttir ann- ars vegar og stórar karlastéttir hins vegar.“ ■ Stolt af því sem áunnist hefur í jafnréttismálum Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra reynir að ræða jafn- réttismál á sem fjölbreyttustum vettvangi og við sem flesta, svo mikilvægt þykir henni mál- efnið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Stóra verkefnið núna finnst mér vera það hvernig við getum komið í veg fyrir að það sé brotið á fólki. Katrín Jakobsdóttir. 8 Fréttir 19. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.