Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 37

Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 37
hagvangur.is Reginn leitar að öflugum leiðtoga í starf framkvæmdastjóra fjármála. Starfið er krefjandi stjórnunarstarf en hlutverk framkvæmdastjóra fjármála er meðal annars að styðja við áframhaldandi mótun og vöxt félagsins þ.m.t. taka þátt í stefnumótun og innleiðingu. Starfið heyrir beint undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn Regins. Meðal verkefna • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn samstæðu Regins og dótturfélaga þ.m.t. fjárreiðum félagsins, uppgjörum, greiningum, virðismötum, líkana- og áætlanagerð og sjóðastýringu • Leiða fjármögnun og endurfjármögnun og annast samskipti við fjármálastofnanir • Leiða og bera ábyrgð á samskiptum við endurskoðendur félagsins, endurskoðunarnefnd og viðeigandi opinbera aðila • Stýra og móta vinnslu og framsetningu stjórnendaupplýsinga til framkvæmdastjórnar og stjórnar félagsins • Leiða og móta fjárfestatengsl félagsins þ.m.t. samtal og samskipti við fjárfesta, fjármálastofnanir og greiningaraðila Hæfniskröfur • Reynsla úr fjármálaumhverfi ásamt framúrskarandi þekkingu á sviði efnahags og fjármála • Víðtæk þekking á fjármálum, fjárreiðum og uppgjörum fyrirtækja • Þekking af umhverfi skráðra félaga er kostur • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og hagfræði eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun æskileg • Góð þekking á fjármálahugbúnaði og framúrskarandi tölvukunnátta • Almenn reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund ásamt góðu valdi á íslensku og ensku í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is. Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 116 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 385 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands. Reginn hefur í gildi jafnlauna- og jafnréttisstefnur ásamt jafnlaunakerfi sem fyrirbyggir beina og óbeina mismunun vegna kyns. Við ráðningar er leitast við að jafna hlutföll kynjanna að uppfylltum hæfniskröfum. Framkvæmdastjóri fjármála

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.