Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 49

Fréttablaðið - 19.06.2021, Page 49
kopavogur.is Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólann Núp Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3. Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Lögð er áhersla á fjölgreindir í leikskóla- starfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu, s.s. virðing fyrir ein- staklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra. Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for- ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn, foreldra/forráðamenn og leikskóladeild. Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara · Framhaldsnám sem nýtist í starfi æskilegt · Reynsla af starfi og stjórnun leikskóla · Hæfni í mannlegum samskiptum · Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi · Góð tölvukunnátta · Gott vald á íslensku, kunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2021. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs. Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja. Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Erum við að leita að þér? ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 19. júní 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.