Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2021, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 19.06.2021, Qupperneq 57
Erna Guðmundsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna – BHM, árið 2017. Hún segir að sitt helsta markmið sem stjórnanda sé að stuðla að því að starfsmenn geti sam- ræmt vinnu og fjölskyldulíf. Segja má að áhugi Ernu á því sem kallað er „fjölskylduvænn vinnu- markaður“ hafi vaknað þegar hún hóf störf sem lögfræðingur BSRB strax að loknu laganámi. „Á þess- um tíma var fjórði sonur okkar hjóna nýfæddur. Það var töluverð áskorun fyrir mig að taka að mér krefjandi starf, samhliða því að reka stórt heimili með manninum mínum. Þáverandi skrifstofustjóri BSRB, Svanhildur Halldórsdóttir, sýndi mér mikinn skilning. Að vissu leyti má segja að sem stjórn- andi sé ég alin upp hjá henni. Hún er mikil kvenréttindakona og var meðal annars kosningastjóri Vig- dísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Svanhildur studdi vel við okkur starfsfólkið og gerði ýmis- legt til að auðvelda okkur að sam- ræma vinnu og einkalíf. Hún gerði mér það kleift að vinna að heiman að loknu fæðingarorlofi. Hennar vegna fékk ég áhuga á vinnurétti og alla tíð síðan hef ég reynt að feta í hennar fótspor,“ segir Erna. Stytting vinnuvikunnar mikið framfaramál „Í stefnu BHM segir að bandalagið leggi áherslu á að íslenskur vinnu- markaður sé fjölskylduvænn og stuðli að jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs, óháð fjölskylduað- stæðum. Í þessu sambandi skipta nokkur atriði lykilmáli. Fyrir það fyrsta er mikilvægt að starfsmenn njóti sveigjanleika í starfi, að því marki sem það er hægt. Hóflegur vinnutími er sömuleiðis lykilatriði í heilbrigðu samspili fjölskyldu- lífs og vinnumarkaðar. Þess vegna er stytting vinnuvikunnar, sem samið var um í síðustu kjara- samningum, mikið framfaramál. Jafnframt er mikilvægt að rýmka rétt til launa í veikindum með til- liti til fjölskylduábyrgðar. Svo má ekki gleyma því að þróun sam- skiptatækninnar á undanförnum árum hefur haft mikil áhrif á sam- spil vinnu og einkalífs starfsfólks. Sítenging fólks við vinnustaðinn veldur auknu álagi og getur valdið streitu. Mjög mikilvægt er að tryggja rétt starfsfólks til að aftengja sig vinnunni,“ segir Erna. Innan BHM eru samtals 28 fag- og stéttarfélög háskólamenntaðs fólks sem starfar á ýmsum sviðum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. „Þetta er afar fjölbreytt flóra og starfsaðstæður félagsmanna geta verið mjög ólíkar. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft í för með sér að fjar- vinna hefur færst mjög í vöxt meðal þeirra félagsmanna sem á annað borð geta unnið að heiman. Fjarvinna getur falið í sér ýmis tækifæri, bæði fyrir starfsmenn og atvinnurekendur. Þetta kom meðal annars fram í könnun sem við gerðum í vetur meðal félags- manna aðildarfélaga. Hér hjá BHM höfum við lagt áherslu á að starfs- fólkið hafi tækifæri til að vinna að heiman. Þetta kemur sér til dæmis vel fyrir fólk með ung börn sem ekki eru komin með dagfor- eldra eða búin að fá leikskólapláss. Okkar reynsla er sú að starfsfólk leggur sig fram til þess að sýna að það sé traustsins vert hvað þetta varðar. Hvað varðar vinnumarkað- inn í heild þarf hins vegar að móta skýran ramma utan um fjarvinnu og það verkefni bíður okkar.“ Það hallar enn á konur „Ég hef alltaf litið svo á að mennt- un geri konum kleift að standa á eigin fótum. Það er ekki langt síðan konur voru almennt fjárhagslega háðar eiginmönnum sínum. Það hefði verið erfitt fyrir mig að ljúka námi í stjórnmálafræði og lögfræði með mitt stóra heimili nema af því Mikilvægt að geta samræmt vinnu og fjölskyldulíf Erna Guð- mundsdóttir segir að við eigum enn langt í land þegar kemur að raunveru- legu jafnrétti á milli kynjanna á vinnumark- aðnum. FRÉTTABLAÐIÐ VALLI að ég á frábæran eiginmann sem hefur ætíð stutt mig í mínu námi og starfi. Strákarnir mínir hafa því alist upp við að pabbi þeirra taki ekki síður að sér heimilisverkin, sem á að vera sjálfsagt hjá öllum fjölskyldum.“ Samkvæmt nýlegri skýrslu World Economic Forum er jafn- rétti milli kynja óvíða meira en á Íslandi. Erna bendir á að þrátt fyrir þetta séu enn of fáar konur í stjórnunar- og áhrifastöðum hér á landi. „Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru konur ein- ungis fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja árið 2017 og rúmlega fimmtungur framkvæmdastjóra fyrirtækja. Þetta skýtur skökku við þegar haft er í huga að 53% kvenna á aldrinum 25–64 ára eru með háskólamenntun en aðeins um 40% karla. Enn þá er meirihluti kvenna á Íslandi í neðri helmingi tekjustigans. Kynbundinn launa- munur í tímakaupi háskóla- menntaðra sérfræðinga á Íslandi er enn þá 19%. Það er því langt í land og mér þykir sorglegt að við séum ekki komin lengra.“ Atvinnuleysi háskólamenntaðra kvenna „Það hallar líka víða á konur á vinnumarkaðnum, fyrst á barn- eignaraldri og svo þegar þær eru komnar yfir ákveðinn aldur. Enn er það svo að sumir vinnuveitend- ur veigra sér við að ráða konur á barneignaraldri. Til þess að sporna við þessu er mikilvægt að stuðla að því að karlar taki fæðingarorlof til jafns við konur. Okkar reynsla hér hjá BHM er sú að karlkyns starfs- menn fara ekki síður í fæðingaror- lof en kvenkyns starfsmenn og nýta sér ekkert síður þann mögu- leika að vinna að heiman þegar fæðingarorlofi lýkur.“ Á undanförnum árum hefur háskólamenntuðu fólki sem er án atvinnu fjölgað verulega. „Þegar ég var yngri lærði ég að öll menntun væri eins og að leggja inn á banka- bók. Menntun tryggði fólki atvinnu yfir ævina. Atvinnuleysi háskóla- menntaðra veldur okkur hjá BHM miklum áhyggjum og við höfum ítrekað farið fram á að stjórnvöld bregðist við því með öllum til- tækum ráðum. Í þessu samhengi er það sérstakt áhyggjuefni að atvinnuleysi hefur vaxið mikið meðal háskólamenntaðra kvenna á aldrinum 50–70 ára. Ef konur á þessum aldri lenda á atvinnuleysis- skrá eru þær þar að meðaltali í átta mánuði, tvisvar sinnum lengur að meðaltali en konur á aldrinum 20–30 ára. Við þurfum að skoða þetta nánar í samvinnu við Vinnu- málastofnun því þetta eru konur á besta aldri sem búa að mikilli þekk- ingu og reynslu.“ „Þó að Ísland skori hæst á alþjóð- legum listum yfir stöðu jafnréttis- mála og margt jákvætt sé að gerast þá eru margar áskoranir sem við þurfum að takast á við sameigin- lega,“ segir Erna. n Karen Ósk Pétursdóttir er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Hún segir að þótt margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni megi ekki sofna á verðinum. „Ég kom til starfa hjá BHM í apríl 2019 en hafði áður unnið hjá einu aðildarfélaga bandalagsins frá 2014. Ég ætlaði mér alltaf að vinna hjá Skattinum eða lögreglunni, en eftir að ég kynntist því mikilvæga starfi sem unnið er á vettvangi stéttar- félaga varð ekki aftur snúið. Það má segja að ég hafi fundið fjölina mína. Verkefni mín hjá BHM eru fjölbreytt en í grunninn snúast þau um kjara- og réttindatengd málefni sem til umfjöllunar eru á vettvangi bandalagsins eða aðildarfélaga. Verkefnin geta verið krefjandi en á sama tíma eru þau skemmtileg og nýt ég þeirra forréttinda að fá að vinna með góðu fólki sem hér starfar. Þessi fjölbreytileiki gerir vinnuna mjög skemmtilega og ég er virkilega stolt af mínum vinnu- stað,“ segir Karen, sem er með BSc-gráðu í viðskiptafræði og tvær meistaragráður frá Háskóla Íslands, aðra í skattarétti og reikningsskil- um og hina í mannauðsstjórnun. „Meðfram vinnu hef ég verið í MSc-námi í mannauðsstjórnun og svo skemmtilega vill til að ég útskrifast í dag,“ segir Karen með bros á vör. Mjakast áfram í rétta átt Innan BHM og aðildarfélaganna er mikil áhersla lögð á jafn- réttismál og ein af fastanefndum bandalagsins er helguð þessum málaflokki, jafnréttisnefnd BHM. Karen er verkefnastjóri nefndar- innar. „Hlutverk jafnréttisnefndar er í stórum dráttum að fjalla um jafnréttismál á breiðum grunni og stuðla almennt að virkri umræðu um jafnrétti innan BHM. Nefndin er skipuð fulltrúum frá aðildar- félögum BHM, sem búa yfir víð- tækri reynslu og góðri þekkingu á málaflokknum. Á meðal þess sem starf nefndarinnar snýst um er baráttan fyrir því að leiðrétta launamun kynjanna. Meðal ann- ars hefur nefndin fjallað ítarlega um jafnlaunavottun og jafnlauna- staðalinn, svo dæmi séu nefnd,“ segir Karen. Karen bendir á að BHM hafi á undanförnum misserum tekið þátt í endurskoðun löggjafar á sviði jafnréttismála. Meðal annars hafi bandalagið átt fulltrúa í nefndum sem komu að heildar- endurskoðun jafnréttislaga og fæðingar- og foreldraorlofslaga. „BHM tekur virkan þátt í umræðu um jafnrétti á vinnumarkaði og kynbundinn launamun, ekki bara á vettvangi jafnréttisnefndar. Ég er þeirrar skoðunar að jafnréttisbar- áttan mjakist áfram í rétta átt en samt eru mörg mál sem eiga tölu- vert langt í land. Miklu varðar að halda stöðugt áfram þeirri vinnu sem er komin af stað og sofna ekki á verðinum. Sem dæmi má nefna að margt hefur áunnist við að útrýma kynbundnum launamun en þeirri baráttu er þó langt í frá lokið. Jafnrétti er sameiginlegur hagur okkar allra og það má alltaf gera betur,“ segir Karen. Samræming vinnu og einkalífs mikilvæg Eitt af því sem Karen telur skipta vinnandi fólk miklu máli er mögu- leikinn á að samræma vinnu og einkalíf: „Íslenskur vinnumark- aður þarf að vera fjölskylduvænn og stuðla að jafnvægi milli atvinnu og einkalífs. Fyrir mig persónulega er til dæmis mjög mikilvægt að hafa ákveðinn sveigjanleika því ég er gift og á tvö börn. Svo á ég líka mörg áhugamál, svo það er nóg að gera. Ég vil geta lifað mínu lífi og um leið staðið mig vel í vinnunni. Mér finnst ég vera lánsöm að starfa á vinnustað sem gerir fólki kleift að samræma þetta tvennt.“ Karen bendir á að ýmsar breyt- ingar séu að verða á vinnumarkaði sem séu til þess fallnar að auðvelda fólki að samræma vinnu og einka- líf: „Stytting vinnuvikunnar og auknir möguleikar á fjarvinnu eru dæmi um þessar breytingar. Þær miða að því að fólk geti verið virkir þátttakendur á vinnumarkaði en um leið sinnt fjölskyldu og áhugamálum. Að mínu mati er þetta frábær þróun sem mun skila samfélaginu miklum ávinningi til framtíðar,“ segir Karen. n Baráttunni er ekki lokið Karen Ósk er þeirrar skoð- unar að jafn- réttisbaráttan mjakist áfram í rétta átt en samt séu mörg mál sem eiga töluvert langt í land. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Jafnrétti er sam- eiginlegur hagur okkar allra og það má alltaf gera betur. Karen Ósk. kynningarblað 5LAUGARDAGUR 19. júní 2021 KVENRÉTTINDADAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.