Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 62

Fréttablaðið - 19.06.2021, Side 62
Svæðið hefur upp á svo ótrúlega margt að bjóða og við sjáum ótal tækifæri í hótelrekstrinum. Það eru fá hótel og veitinga- staðir í heiminum sem geta státað sig af því að vera með eldgos í bak- garðinum. Herborg Svana Herborg Svana Hjelm fram- kvæmdastjóri og Birgir Rafn Reynisson matreiðslumeist- ari, tóku nýlega við rekstri hótelsins, sem áður hét Geo Hótel og hefur fengið nýtt nafn, Hotel Volcano. sjofn@frettabladid.is Herborg Svana og Birgir eru með töluverða reynslu í veitingarekstri og staðirnir þeirra hafa slegið í gegn, hver með sína sérstöðu. „Við höfum starfað saman í nokkur ár og höfum brallað helling saman,“ segir hún, en þau hjónin reka einn- ig Fjárhúsið á Granda Mathöll og Hlemmi Mathöll, Trúnó á Hlemmi Mathöll, en nýjasta verkefnið er Hótel Volcano og Fest bistro & bar.“ Herborg segir að þau séu mjög spennt yfir þessu nýja verkefni og það fari vel af stað. „Svæðið hefur upp á svo ótrúlega margt að bjóða og við sjáum ótal tækifæri í hótelrekstrinum. Það eru fá hótel og veitingastaðir í heiminum sem geta státað sig af því að vera með eldgos í bakgarðinum,“ segir Herborg Svana. Bókanir hafa farið vel af stað og vinsældir hótelsins strax byrjaðar að gera vart við sig. „Við tókum við rekstrinum um miðjan maí og bókanir hafa farið mjög vel af stað. Bókanir í júní eru satt að segja lygilegar. Við erum mjög bjartsýn á framhaldið miðað við stöðuna í dag,“ segir Herborg Svana. Gosið hafði áhrif á lokaákvörðunina Segið aðeins frá tilurðinni, söguna á bak við að þið ákváðuð að taka við rekstri hótelsins og opna Festi bistro & bar. „Við vorum búin að hugsa þetta síðan í desember, okkur hefur lengi langað að fara út í hótel- rekstur. Þetta er mjög spennandi atvinnugrein og mörg tækifæri fram undan eftir Covid. Svo þegar gosið kom, þá var ekkert annað en að skipta um nafn á hótelinu sem áður hét Geo Hótel,“ segir hún. Staðsetningin heillaði þau og sóknarfærin blöstu við. „Húsið er nýtt og falleg hönnun á því. Það er stutt fyrir ferðamenn að koma til okkar en það eru um það bil 20 mínútur frá flugvellinum til okkar, um 7 mínútur í Bláa lónið og á gosstöðvarnar, svo stutt er í alla þjónustu. Við erum ótrúlega vel staðsett. Svo má ekki gleyma hvað náttúran í kringum Grindavík er einstök og þess vegna margt í boði fyrir ferðamenn, bæði inn- lenda sem erlenda að skoða. Svo er auðvelt að fara í góðar hjólaferðir á Reykjanesinu og stutt á golfvöll- inn.“ Ekta bistro matargerð með áherslu á gæði Þar sem að við höfum mikla reynslu af veitingarekstri þá var það alveg borðleggjandi að opna veitingastað. Það var ekki erfitt að velja nafn á staðinn, en húsið var samkomu- húsið Festi áður en því var breytt í hótel og Birgir vann í Festi áður en því var lokað.“ Festi var upphaflega opnað 4. júní árið 1972 og á því langa og skemmtilega sögu. Herborg og Birgir opnuðu svo Festi bistro & bar 4. júní 2021, við mikinn fögnuð heimamanna. Þeim fannst ekki flókið að finna taktinn í matargerð- inni og töfruðu fram flottan bistro matseðil. „Við erum með ekta bistro matargerð og leggjum áherslu á ein- Íslensk náttúra og sælkerakræsingar Birgir og Herborg reka hótelið Volcano en þar er einnig veitingahúsið Festi bistro & bar í Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska lambið og meðlæti er að sjálfsögðu á matseðlinum og er aðals- merki kokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR falda og minni rétti. Okkar reynsla er sú að matarskammtar eru að minnka og viðskiptavinir spái almennt í matarsóun.“ Tónleikar og viðburðir verða fastir liðir Mikið líf hefur þegar skapast kringum Festi bistro & bar og hafa þau Herborg og Birgir tekið upp gamla siði staðarins Festi, og verið með tónleikahald fyrir matargesti sína. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir sjómannadagshelgina en þá spiluðu Jógvan og Vignir Snær og vöktu mikla lukku. Nú hafið þið verið með viðburði á hótelinu og boðið upp á tónleika, munu verða fastir liðir í fram- tíðinni? „Já, við munum gera það. Við viljum halda í þann anda sem var hérna áður fyrr.“ n LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott sumarföt fyrir flottar konur YEST/YESTA röndótt skyrta Stærðir 36-56 Verð kr.10.9810 IVY BEAU sumarkjóll Stærðir 38-48 Verð kr.8.980 YESTA pífukjóll Stærðir 44-56 Verð kr. 10.980 YESTA Sumarkjóll Stærðir 44-56 Verð kr.12.980 6 kynningarblað A L LT 19. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.