Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 69

Fréttablaðið - 19.06.2021, Síða 69
Ástkær móðir mín, amma og langamma, Erla Hjartardóttir lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 14. júní. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. júní klukkan 11.00. Á sama tíma verður minningarathöfn um son hennar, Haraldur Kristjánsson, lést 12. janúar í Los Angeles, Bandaríkjunum. Kristján Ragnar Kristjánsson Krista Takefusa Kristjánsdóttir Ragnar Orri Benediktsson Erla Heiðrún Benediktsdóttir Kristján Haraldsson Davíð Örn Kristínarson Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir Guðrún Helga Sveinbjörnsdóttir Dagur Steinn Sveinbjörnsson fjölskyldur og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, Bragi Níelsson læknir, lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 13. júní 2021. Útförin fer fram frá Akraneskirkju, 25. júní kl. 13 og athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju. Árni Bragason Röðull Bragason Baldur Bragason Margrét Bragadóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Axel Axelsson málarameistari, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli síðastliðinn sunnudag. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 13. Dagbjört Guðmundsdóttir Brynhildur Axelsdóttir Einar Ingvar Guðmundsson Júlíus Viðar Axelsson Margrét Sif Hafsteinsdóttir Sólrún Axelsdóttir Árni Örn Bergsveinsson Ívar Örn Axelsson Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, Sveinn Bergmann Steingrímsson Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík, lést á Hrafnistu Laugarási, miðvikudaginn 16. júní. Útförin auglýst síðar. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Stefán Ívar Ívarsson Halldór Ívar Stefánsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra Dalbæ, Dalvík. Guðbjörg Antonsdóttir Elín Sigrún Antonsdóttir Anna Dóra Antonsdóttir Sveinn Sveinsson Arna Auður Antonsdóttir Þórólfur Már Antonsson Hrönn Vilhelmsdóttir Árdís Freyja Antonsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Okkar ástkæri Stefán Alexandersson frá Ólafsvík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum þann 14. júní. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 24. júní kl. 13. Laila Michaelsdóttir Valborg Stefánsdóttir Gnúpur Halldórsson Íris Stefánsdóttir Þóroddur Bjarnason Tinna Stefánsdóttir Alexander Stefánsson Ólína Elísabet Rögnudóttir og barnabörnin þrettán. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar Kristins Herbergs Kristjánssonar Fálkahöfða 8, Mosfellsbæ. Esther Bergþóra Gunnarsdóttir Una Hrönn Kristinsdóttir Herdís Kristinsdóttir Gunnar Þór Ármannsson Sigrún Herbergsdóttir Hólmar Örn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Páls Jónssonar Tröllagili 14, Akureyri. Þökkum öllum þeim sem önnuðust hann í veikindum hans. Sérstakar þakkir fá Kristnesspítali og Heimahjúkrun á Akureyri. Jón Pálsson Björk Axelsdóttir Rannveig Jónsdóttir Þorlákur Axel Jónsson Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir Sigurður Pétur Jónsson Inga S. Guðbjartsdóttir Þorsteinn Styrmir Jónsson systkinabörn og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Fjeldsted öryggisstjóri, Lundi 21, Kópavogi, lést á LSH 3. júní sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 22. júní nk. klukkan 11.00. Jarðarförin er opin að 300 manns. Streymt verður frá athöfninni: https://hljodx.is/index.php/streymi Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug til okkar. Ingibjörg Kristjánsdóttir Ásta Björk Sveinsdóttir Jón Júlíus Elíasson Kristján Þór Sveinsson Hulda I. Magnúsdóttir Guðmundur Sveinsson Hulda Sævarsdóttir afa og langafabörn. Keltneskt útialtari, gert af íslensku handverksfólki, verður vígt á morgun að Esjubergi á Kjalarnesi. Sögufélagið Steini stendur þar á bak við. Formaður er Hrefna Sig- ríður Bjartmarsdóttir. gun@frettabladid.is „Þetta altari er gert til að minnast elstu kirkju á Íslandi sem nefnd er í rituðum heimildum, Landnámu og Kjalnesinga- sögu. Þar segir: Kirkja Örlygs er hér komin um árið 900 – og er þar átt við Örlyg Hrappsson sem kom frá Suður- eyjum Skotlands. Hann helgaði kirkjuna írska dýrlingnum Kólumkilla. Þannig að þetta er tenging okkar við keltneska menningu,“ segir Hrefna Sigríður Bjart- marsdóttir, formaður Sögufélagsins Steina, sem hefur haft umsjón með framkvæmd altaris að Esjubergi. Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun vígja altarið á morgun, sunnudag, klukkan 14. Í lögun er það eins og keltneskur sólkross og í miðju þess er altarissteinn úr landi Esjubergs. Hrefna segir sr. Gunnþór Ingason hafa átt hugmyndina að sólkrossinum og aðra í stjórn Steina eiga sameiginlegan þátt í útlitinu. Einnig notið aðstoðar Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur lands- lagsarkitekts. Hrefna rekur hugmyndina að altarinu til héraðsfundar Kjalarnessprófasts- dæmis árið 1983. „Þegar Sögufélagið Steini var stofnað fyrir ellefu árum var ákveðið að ráðast í framkvæmdina, því hugmyndinni hafði verið haldið vak- andi. Vorið 2016 tók svo biskup Íslands fyrstu skóf lustungu, ásamt f leirum, og við höfum verið að vinna við þetta í fimm ár. Eiginlega var verkið klárað fyrir jól, svo höfum við verið að snurfusa í vor en eigum eftir að gera fræðsluskilti, erum að vinna í þeim,“ lýsir Hrefna. Hún getur þess að við bygginguna hafi áhersla verið lögð á að efni og vinnu- kraftur kæmu sem mest af Kjalarnesi og meðal annars hafi börn úr skólunum safnað fjörusteinum sem prýði krossinn. „Við í stjórn Steina höfum unnið mikla sjálfboðavinnu, ásamt fleira fólki innan og utan Kjalarness. Við fengum tvo hleðslumeistara, þau Ara Jóhannesson og Kristínu Auði Keldal, og Guðni Ársæll Indriðason, sem er fæddur og uppalinn Kjalnesingur, smíðaði mót krossins og steypti hann.“ Messað hefur verið á þessum stað árlega síðan 2010, að sögn Hrefnu. Einn- ig haldið þar upp á bæði mannréttinda- dag- og barnamenningarhátíð. „Hingað eru allir velkomnir,“ segir hún. „Hér er góður áningarstaður fyrir göngufólk, óháð trúarskoðun.“ ■ Minnisvarði um kirkjustað Hrefna Sigríður við útialtarið að Esjubergi sem vígt verður á morgun klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við í stjórn Steina höfum unnið mikla sjálfboða- vinnu, ásamt fleira fólki innan og utan Kjalarness. FRÉTTABLAÐIÐ Tímamót 29LAUGARDAGUR 19. júní 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.