Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 78
Ég var bankandi í allt bæði heima og í skól- anum. kolbrunb@frettabladid.is Kammerhópurinn Jökla heldur fyrstu tónleika sína undir yfir- skriftinni Jökla blæs sumarvinda, í Hannesarholti sunnudaginn 20. júní klukkan 14. Á efnisskrá eru verk eftir J. C. Bach, Gísla Magnússon, Benjamin Britten og Bernhard Henrik Crusell. Hópinn skipa Julia Hantschel, óbó, Grímur Helgason, klarínett, Gunnhildur Daðadóttir, fiðlu, Guð- rún Hrund Harðardóttir, lágfiðlu og Guðný Jónasdóttir, selló. n Jökla með fyrstu tónleika sína Tónskáldið Benjamin Britten. kolbrunb@frettabladid.is Búið er að velja fjögur börn sem fara með hlutverk Emils og Ídu í sýning- unni Emil í Kattholti sem frumsýnd verður í nóvember í Borgarleikhús- inu. Með hlutverk Emils fara þeir Gunnar Erik Snorrason og Hlynur Atli Harðarson sem báðir eru  tíu ára. Ída verður leikin af Sóley Rún Arnarsdóttur, níu ára og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, átta ára. Æfingar á Emil í Kattholti hefjast í september og frumsýning verður í lok nóvember. Leikstjóri er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og tónlistar- stjóri er Agnar Már Magnússon. n Þau leika Emil og Ídu Þórunn Obba, Gunnar Erik, Hlynur Atli og Sóley. Svanhildur Lóa Bergsveins- dóttir, slagverks- og trommu- leikari, hlaut nýlega styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. kolbrunb@frettabladid.is „Þetta er mikill heiður, hvatning og virkilega skemmtilegt,“ segir Svan- hildur. Hún byrjaði í tónlistarskóla sex ára gömul, þá á blokkflautu. „Þegar ég var átta ára, um leið og ég mátti, byrjaði ég í Skólahljómsveit Grafar- vogs að læra á trommur og slag- verk.“ Spurð hvað hafi heillað hana við trommurnar segir hún: „Þegar ég var fjögurra ára var ég búin að ákveða mig. Þetta var hljóð- færið sem heillaði mig mest. Ég var bankandi í allt bæði heima og í skólanum.“ Svanhildur hefur komið víða við í tónlistinni og leikið með fjöl- mörgum listamönnum. Hún er í hljómsveitinni sem spilar í Karde- mommubænum sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt við miklar vinsældir. „Ég hef alltaf verið heilluð af leikhús- umhverfinu og það er mjög gaman að fá að starfa í því, enda var það lengi draumur hjá mér.“ COVID hefur sannarlega sett sitt mark á tónlistarlífið í landinu. „Ég byrjaði að kenna síðastliðið haust, það kom sér vel þegar verkefnin byrjuðu að falla niður. Ég nýtti tím- ann líka vel í að æfa mig og taka upp alls konar tónlist með mismunandi tónlistarfólki. Þannig að ég náði að gera slatta. Nú er allt að fara í gang og ég er byrjuð að spila fyrir fólk aftur, sem ég hef saknað mikið.“ Hún segir ýmislegt fram undan. „Leikhúsið er að byrja aftur, svo er margt fram undan með til dæmis söngkonunni Salóme Katrínu og Cell7 rappara, meðal annars nokkr- ar stuttar ferðir erlendis að spila. Það er nokkuð pakkaður vetur fram undan, sem er mjög gaman.“ Svanhildur er 24 ára og spurð hvort hún ætli að gera tónlistina að lífsstarfi segir hún: „Algjörlega. Ég hef alltaf ætlað mér að vinna við þetta. Þess vegna er þessi styrkur svo góð hvatning. Hann minnir mig á að það sé hægt og að ég sé að gera eitthvað sem skiptir máli.“ n Styrkur sem er góð hvatning Ég hef alltaf ætlað mér að vinna við þetta, segir Svanhildur Lóa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kolbrunb@frettabladid.is Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu hefst í dag, laugardag- inn 19. júní. Þetta er tuttugasta og sjötta árið í röð sem Jómfrúin býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun á laugardagseftir- miðdögum. Eins og undanfarin ár er dagskrárgerð og kynning í höndum Sigurðar Flosasonar. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur hljómsveitin Afro-Cuban kvintett Einars Scheving. Karabísk stemning mun svífa yfir vötnum en kvintettinn leikur lög Einars í bland við útsetningar hans af tökulögum úr ýmsum áttum. Auk Einars Scheving, sem leikur á trommur, skipa hljómsveitina þeir Phil Doyle á saxófón, Ari Bragi Kára- son á trompet, Eyþór Gunnarsson á píanó og slagverk og Róbert Þór- hallsson á bassa. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. n Afro-Cuban kvintett á Jómfrúnni Kvintett Einars Scheving spilar. + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð MENNING 19. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.