Fréttablaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 82
Myndir
mega vera
óþægilegar,
hræðilegar
og jafnvel
ömurlegar.
Svo lengi
sem þær
eru ekki
leiðinlegar.
stod2.is
Hlaðvarpinu Vídjó er
stjórnað af þeim Söndru
og Hugleiki. Í því taka þau
fyrir kvikmyndir og finna
líka skemmtilegar íslenskar
þýðingar á heitum erlendra
mynda.
Þau Sanda Barilli og Hugleikur
Dagsson halda úti hlaðvarpinu
Vídjó, þar sem þau ræða saman
kvikmyndir, en áður voru þau með
hlaðvarp þar sem þau ræddu sjón-
varpsþættina Buffy. Þau hittust
fyrst á Seyðisfirði en kynntust svo
betur þegar þau dvöldu í Galtarvita.
„Þar sem er ekkert símasamband,
það er frábær leið til að kynnast
fólki,“ segir Sandra.
„Svo tveimur vikum síðar vorum
við að rappa saman á sviði og svo
allt í einu að hljóðrita samtöl um
vampírur í kjallaranum mínum.
Skil ekkert hvernig þetta gerðist,“
bætir Hugleikur við.
„Hulli er skemmtilegur maður
sem hefur atvinnu af því. Hann
hefur verið nörd síðan Nexus var á
Hverfisgötunni og hefur þess vegna
gríðarlega þekkingu á pop-kúltúr,
og svo er hann líka listaskólageng-
inn,“ segir Sandra þegar hún er
beðin um að lýsa Hugleiki.
„Sandra er aldrei að þykjast. Ég
held að hún kunni það ekki. Sem er
sérstakt því hún er leikmenntuð.
Ég veit um enga sem getur fangað
athygli eins og hún. En samt er hún
algerlega óathyglissjúk. Hún er með
ofnæmi fyrir kjaftæði,“ segir Hug-
leikur um Söndru.
Hlaðvarpsformið heillar
Hvenær uppgötvuðuð þið þennan
sameiginlega áhuga ykkar á kvik-
myndum og þáttum?
„Ég veit ekki, er það ekki bara af
því þú ert alltaf að láta mig horfa á
eitthvert dót meira en annað fólk?“
spyr Sandra.
„Það er bara svo gaman að horfa á
vídjó með þér. Þú finnur ekki þörf-
ina að leiðrétta myndina stanslaust
upphátt með augljósri kaldhæðni
eins og svo margir. Þú finnur mann-
lega tengingu í öllu, hvort sem það
er Thor þrjú eða Scarface. Þú ert líka
„woke“ án þess að vera predikandi,“
svarar Hugleikur.
Hvað er það sem heillar við hlað-
varpsformið?
„Ef við vær um á einhverri
útvarpsstöð væri ábyggilega alltaf
verið að hringja inn og kvarta, ég
Úr vampírum
í Vídjó
Áður stjórnuðu þau saman hlaðvarpsþáttunum Slaygðu.
Hugleikur og Sandra kynntust fyrst almennilega í Galtarvita á Vestfjörðum. MYND/AÐSEND
Þýðing á titli kvikmyndarinnar Jaws.
Steingerður
Sonja Þórisdóttir
steingerdur
@frettabladid.is
myndi ekki „meika“ það. Hlaðvörp
eru geggjuð, ég elska að hlusta á góð
hlaðvörp,“ svarar Sandra.
„Hlaðvörp eru svo einföld og
frjáls. Það eina sem þarf er míkró-
fónn og eitthvað að segja. Ég er
ekki hrifinn af vel gerðum „pod-
cöstum“ með þenkjandi pistlum
og fræðandi upplýsingum,“ bætir
Hugleikur við.
Hlaðvarpstenging þeirra á rætur
sínar að rekja til þess að Sandra var
gestur í hlaðvörpum Hugleiks.
„Já, eftir að hún hafði verið gestur
í hinum podköstunum mínum,
Hefnendurnir og Icetralia, þá varð
það nokkuð ljóst fyrir mér að það
þyrfti að heyrast meira í þessari
stúlku. Síðar heyrði ég hlaðvarpið
Gilmore Guys, þar sem einn Gil-
more Girls-sérfræðingur og einn
nýgræðingur ræða saman um
Gilmore Girls. Ég ákvað að stela
þeirri hugmynd og yfirfæra hana
á Buffy The Vampire Slayer og þá
var Sandra efst á listanum mínum
sem meðstjórnandi. Ein á listanum
mínum reyndar,“ segir Hugleikur.
Langaði að halda áfram
Eftir að hafa horft á alla þættina
fundu þau að þau langaði að halda
áfram.
„ A f þv í ok k u r f innst svo
skemmtilegt að tala saman, og
ótrúlegt nokk þá er fullt af fólki
sem finnst gaman að hlusta á
okkur og var leitt yfir að við værum
að hætta eftir 256 þætti af Sla-
ygðu. Við vildum líka vera aðeins
aðgengilegri fyrir annað fólk, 90’s
vampíru B-mynda költ dót er smá
sérhæft fyrir almennan hlustanda,“
útskýrir Sandra.
„Viðbrögðin við Slaygðu voru svo
góð að við bara urðum að athuga
hvað gerðist þegar við tölum
um eitthvað sem f lestir kannast
við. Eins og Star Wars eða Pretty
Woman,“ segir Hugleikur.
Þau segjast oftast nær vera sam-
mála gæði myndanna sem þau taka
fyrir.
„Ég man eiginlega ekki eftir
einhverju, nema mér fannst Jaws
hræðilega óþægileg mynd en það er
bara einhver djúphræðsla úr æsku.
Mér fannst taugatrekkjandi að
horfa á hana en lét mig hafa það,“
segir Sandra.
„Hingað til er helsti munurinn á
okkur að ég elska hákarla og hún
kúgast við tilhugsunina um þá. En
ef þér fannst Jaws erfið, hvað gerist
þegar við horfum á Shining eða
Requiem for a Dream? Ég hlakka
pínu til. Ég held að við séum sam-
mála um að það er í rauninni bara
eitt sem getur skemmt mynd og
það er að hún sé leiðinleg. Hingað
til í Vídjó-glápinu hefur okkur ekki
leiðst. Myndir mega vera óþægi-
legar, hræðilegar og jafnvel ömur-
legar. Svo lengi sem þær eru ekki
leiðinlegar,“ bætir Hugleikur við.
Margar góðar tillögur
Sandra er búsett í Reykjavík en
Hugleikur í Berlín þannig að það er
ekki úr vegi að spyrja þau hvernig
það gangi að stjórna saman hlað-
varpi hvort í sínu landinu.
„Við reynum að safna þáttum
áður en Hulli fer út, en annars erum
við bara hvort með sitt stúdíóið í
Vesturbænum og Berlín,“ útskýrir
Sandra.
Nú haf ið þið ver ið að gera
íslenskar þýðingar á kvikmyndum,
hvernig kom sú hugmynd til?
„Hulli á allan heiður af því,“
svarar Sandra.
„Réttara sagt eiga fylgjendur
okkar þann heiður. Í hverri viku á
Facebook bið ég fólk um að koma
með góða „RÚV-lega“ titlaþýðingu
á næstu kvikmynd. Tillögurnar eru
svo margar og góðar að við eigum í
fullu fangi með þær.“
Hverjar eru ykkar uppáhalds-
þýðingar frá fylgjendum ykkar?
„Vá, það er rosalega erfitt að velja
þetta. Mér fannst Skolti lætur til
skarar skríða alveg geggjað nafn á
Jaws. Svo Lömbin stúmm og líka
Morð og meme á Silence of the
Lambs. Ég gæti talið upp enda-
laust, það er svo skemmtilegt að
renna yfir þetta, ég hlæ alltaf mjög
mikið,“ segir Sandra.
„Grindavík fannst mér mjög góð
þýðing á Fargo. En við slepptum að
nota það því við vildum ekki missa
hlustendur á Grindavík,“ bætir
Hugleikur við.
Hægt er að nálgast þættina Vídjó
á öllum helstu streymisveitum.
Skemmtilegar þýðingar á kvik-
myndum má finna á Facebook-síðu
þáttanna.n
42 Lífið 19. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. júní 2021 LAUGARDAGUR