Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 3

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 3
VIII. ÁRG. MAÍ 1955 ASGARÐUR ÚTGEF.: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITNEFND: Arngr. Kristjánsson skólastj., Árni Þórðarson skólastj., Baldur Möller stjórnarráðsfltr., Baldur Pálmason útvarpsfltr. (ritstj.) og Eyj. Jónsson lögfr. AFGR.: Lindarg. 9 A. BORIÐ NIÐUR í HLAÐVARPANUM Seint og um stðir berst starfsmönnum ríkis og bæja málgagn sitt t hendur, og er nú liðið nokkuð á þriðja ár stðan bólað hefur á þvt blaði. Á B.S.R.B.-þinginu í haust var samþykkt fjárhagsáætlun, þar sem gert er ráð fyrir a. m. k. tveim heftum á hvoru ári, þessu og hinu næsta, og verður ekki sagt að það geti skoðazt ofætlun svo stórum og markverðum samtökum að halda úti málgagni, er birtist á vnsserisfresti. Svo illa hefur til tekizt, þrátt fyrir góðan ásetning ritnefndarinnar, að blaðið hefur verið fjóra mánuði i undirbúningi, og ber undirritaður höfuðábyrgðina á seinaganginum, en hefur þó sér til málsbóta sérlega miklar annir á öðrum vettvangi. Vitanlega þarf útgáfa blaðsins að komast í fastar skorður og vera óháð tilviljunum og annarlegum atvikum. Að öðrum kosti er vart hugsandi að það verði að verulegu Jiði í mál- efnaflutningi og kjarabaráttu fólksins, sem að baki þess stendur og það er málgagn fyrir. Til þess að svo geti orðið, þarf B.S.R.B. að ráða til sín fullkominn starfsmann, sem gegni alltliða störfum fyrir bandalagið og hafi þá gjarnan með höndum ritstjórn blaðsins, a. m. k. fyrst um sinn. Viðfangsefni bandalagsins eru nú orðin svo yfirgrípsmikií, að þess er engin von að stjórnin geti sinnt þeim öllum í igrípum og það jafnt þótt hún njóti reglúbundinnar aðstoðar fáar stundir t viku. Það var vilji 16. B.S.R.B.-þings, að samtökunum yrði ráðinn sérstakur fram- kvæmdastjóri, og vonandi vindur stjórn bandalagsins bráðan bug að framgangi þess máls. Þetta rit hefur hingað til gengið undir nafninu Starfsmannablað B.S.R.B., og er það í sjálfu sér fremur skýring en sktrnarnafn. Stundum hefur verið ymprað á þvt, að blaðinu yrði fundið eiginlegra heiti, og mega nú lesendur sjá að svo hefur loks verið gert. Ekki er t rauninni þörf að skýra þetta nafn fyrir neinum. Þó er kannski rétt að láta það koma fram, að frá hendi tillögumanns að nafngiftinni er fólgin i henni ímynduð líking. Segja má að skipulag ríkis og bæjarfélaga sé einskonar stjórnpallur á hinni stóru skeið þjóðlífsins á svipaðan hátt og Asgarður var stjórnarsetur og höfuðborg Ása. ■—• Að þessum skilningi slepptum og hvað sem öðru líður er Ásgarður myndarlegt nafn og má þessvegna allt að einu vera sett hér út t hött. Væri vel, ef blaðið gæti vaxið til nokkurs samjöfnuðar við þá reisn, sem á heiti þess er. Að þessu málgagni kalla mörg verkefni. Því fer vtðs fjarri að málefni opinberra starfs- manna eigi skilningi að mæta eins og bæri, hvorki meðal samborgaranna né lntsbóndavalds- ins, sem enn nýtur þeirrar harðleiknu og úreltu aðstöðu að geta einhliða ákveðið starfsfólkinu laun. Meðan þessu og mörgu öðru er ekki vikið til rétts vegar, er rík nauðsyn á beinskeyttum og sannfærandi málflutningi í blaðinu Ásgarði. B. P. LANDSBÓiíÁSAíN 20255Í ÍSLANOS

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.