Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 12
er að finna í jafnvægisleysi íslands gagn-
vart útlöndum. Flest árin eftir styrjöld-
ina hefur verið við mikinn gjaldeyrishalla
að stríða, og afkoma útflutningsframleiðsl-
unnar hefur verið miklu verri en nokkurs
annars atvinnureksturs. Þetta misræmi
er ekki hægt að leiðrétta nema hlutfallið
milli innlends og erlends verðlags breyt-
ist, svo að útflutningurinn geti borið sig
og eftirspurn eftir innfluttum vörum
dragist saman. Allur almenningur var
vafalaust á móti verðlækkunum á innan-
landsmarkaði fyrstu árin eftir stríðið, og
í þess stað var gripið til útflutnings-
styrkja. Með miklum kostnaði og æ
þyngri álögum tókst að halda atvinnuveg-
unum starfandi, en meinið var ólæknað
þrátt fyrir það.
Loks var horfið að því ráði að lækka
gengið, en það er einfaldasta og skjót-
virkasta leiðin til að koma á jafnvægi
milli innlends og erlends verðlags. Þegar
gengi gjaldmiðils er lækkað, hækka er-
lendar vörur í verði, og tekjur þeirra, sem
framleiða fyrir erlendan markað hækka
í hlutfalli við tekjur annarra stétta þjóð-
félagsins. En þetta tvennt er einmitt
höfuðtilgangur gengislækkunar, því að á
þann hátt er útflutningur örfaður og
dregið úr eftirspurn eftir innflutningi.
Það er því nauðsynlegt að komast hjá
meiri verðhækkun innanlands en nemur
beinni hækkun erlendra vara, og þess-
vegna þarf að forðast bæði verðþenslu og
launahækkanir. Hvorugu skilyrðinu var
fullnægt hér á landi, en sérstaklega átti
vísitölufyrirkomulagið drjúgan þátt í því
að þurrka út meginhlutann af ávinningi
gengislækkunarinnar. Afleiðingin var sú,
að bátagjaldeyririnn var settur á lagg-
irnar níu mánuðum eftir gengislækkun-
ina, og nú erum við nýbúin að fá styrki
handa togurunum.
Eg er sannfærður um það, að gengis-
lækkunin hefði haft minni kjaraskerð-
ingu í för með sér, ef tekizt hefði að halda
launakjörum og verðlagi innlendrar fram-
10 ÁSGARÐUR
leiðsluvöru óbreyttu. Þegar jafnvægis-
leysi er út á við, kemst þjóðin ekki hjá
því að taka á sig þann kostnað, sem því
fylgir. Menn eru hinsvegar hræddir við
verðhækkanir og gengisbreytingar, en
vara sig ekki á kjaraskerðingu í öðru
formi. En það er ekki betri sú músin,
sem læðist, en hin, sem stekkur.
A margvíslegan hátt hefur launastétt-
unum verið gert að bera kostnaðinn af
jafnvægisleysinu og hallanum gagnvart
útlöndum. Bátagjaldeyrir, styrkir við
togaraflotann, niðurgreiðslur, háar álögur
og það, sem nefnt hefur verið fölsun vísi-
tölunnar, hafa komið í stað heilbrigðari
ráða til þess að leiðrétta misræmið í
þjóðarbúskapnum. Þessar ráðstafanir
allar hafa ekki aðeins haft gífurlegan
beinan kostnað í för með sér fyrir fast-
launamenn, sem yfirleitt greiða þyngri
skatta en aðrar stéttir, heldur hafa þær
í för með sér ómælanlegt tap fyrir allt
þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa, sem þær
hafa á skiptingu framleiðsluþáttanna milli
atvinnuvega og val neytandans.
Islendingar eru komnir langar leiðir
frá frjálsu markaðshagkerfi, en þrátt fyrir
allar takmarkanir þess, þekkja menn
ekkert annað skipulag, sem tryggir jafn-
vel hagkvæma notkun þjóðarauðsins á
grundvelli þeirrar tekjuskiptingar, sem
ríkjandi er á hverjum tíma. Að vísu trúa
ýmsir á það, að fullkominn áætlunarbú-
skapur geti náð sama tilgangi og geti
jafnvel gert betur, en forsendur brestur
fyrir því, að reynt sé að fara þá leið hér
á landi, og skal því enginn dómur á hana
lagður.
Bátagjaldeyririnn og togarastyrkirnir
nýju hafa þann tilgang að flytja til tekjur
milli stétta, það er að segja frá neytend-
um innflutnings og í hendur útflytjenda.
Allar ráðstafanir, sem miða að jafnvægi
gagnvart útlöndum mundu hafa þennan
sama tilgang, en þær leiðir, sem nú hafa
verið nefndar hafa ýmsa ókosti t. d. í
samanburði við verðhjöðnun innanlands