Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 9
Dr. Jóhannes Nordal hagfrœðingur:
Vísitölukerfið og
launokjörin
Erindi flutt á þingi Bandalags starfsmanna
rikis og bœja 14. nóvember 1954.
I.
Mér þætti trúlegt, að hinum löngu liðnu
hagfræðingum, sem fyrstir notuðu vísi-
tölur, mundi óa við þeim örlögum, sem
þetta hugarfóstur þeirra hefur hlotið hér
á landi. Verðlagsvísitalan er ætluð til
þess eins að gefa til kynna, hvernig
meðalverðlagið hreyfist. Grundvöllur
hennar er lítið úrtak úr verðlaginu, enda
eru margir fræðimenn mjög vantrúaðir
á nákvæmni hennar og vilja ekki nota
hana nema með ýtrustu varkárni.
En svo komust stjórnmálin inn í must-
eri vísindanna og rændu þessu vandmeð-
farna afkvæmi þeirra. í stað þess, að hún
hafði áður aðeins verið talin ófullkominn
mælikvarði á verðlagið, var vísitalan nú
hafin upp og gerð að drottningu þess, svo
að á endanum snerist nær allt verð-
myndunarkerfið í kringum hana. Fyrst í
stað var hún saklaus og óspillt, en upp-
hefðin og baráttan um hylli hennar hafa
stigið henni til höfuðs og fyllt hana falsi
og rangsleitni. Hún er nú orðin sterkari
en þeir, sem hófu hana til vegs, og ríkir
með rangindum og hlutdrægni. Og ef hún
væri aftur rekin heim til föðurhúsanna,
mundu vísindamennirnir varla þekkja
hana aftur, svo breytt er hún orðin, og
líklega mundu þeir efast um, að hún væri
til nokkurs nýt framar.
í þessu erindi ætla ég að ræða lauslega
nokkur atriði úr þessari raunasögu og um
áhrif vísitölukerfisins á kjör manna og á
efnahagslífið í heild.
II.
Mönnum er nú allsstaðar ljóst orðið,
að tilgangur kjarabaráttu hlýtur ætíð að
vera sá að auka raunverulegan kaupmátt
launanna. Reynsla langvarandi verðbólgu
hefur sýnt, hve fánýtar kauphækkanir
eru í sjálfu sér, ef vöruverðið hækkar
jafnmikið eða meira. Frá sjónarmiði
hverrar einstakrar stéttar þjóðfélagsins
geta kjarabætur orðið á tvennan hátt.
Annarsvegar getur hlutdeild hennar í
þjóðartekjunum vaxið á kostnað annarra
stétta, án þess að þjóðartekjurnar sjálfar
breytist nokkuð. Hinsvegar getur fram-
leiðsla þjóðfélagsins í heild vaxið og þar
af leiðandi raunverulegar tekjur á mann
í öllum atvinnugreinum þess.
Baráttan um skiptingu þjóðarteknanna
er ævagömul og má ef til vill segja, að
hún sé jafngömul skipulögðu þjóðfélagi.
En sé litið á sögu undanfarinna áratuga
í þeim löndum, þar sem rækilegastar tölu-
legar upplýsingar eru til, hefur þessi bar-
átta ekki leitt til mikilla hlutfallslegra
ÁSGARÐUR 7