Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 13
eða gengislækkun. í fyrsta lagi koma álög-
urnar aðeins niður á vissum vöruflokk-
um, sem þannig verða gífurlega dýrir.
Heildarálögur á bíla nema nú hvorki
meira né minna en 200%. Þetta verður til
þess að neytandinn getur ekki fengið það
fyrir fé sitt, sem hann helzt vildi kjósa.
Allir tollar og aðrar álögur, sem koma
misjafnt niður á vörutegundum, hafa
óhagstæð áhrif á val neytandans og verða
því til þess, að hann fær raunverulega
minna fyrir tekjur sínar en ella. Séu
tollar og álögur eins misjafnar og orðið
er hér á landi, hlýtur það að hafa í för
með sér gífurlegt þjóðfélagslegt tap, sem
allir neytendur verða að bera. I öðru lagi
koma útflutningsuppbæturnar mjög mis-
jafnlega niður. Lengi vel var bátaútvegur
einn styrktur, unz hann fór að bera sig
miklu betur en aðrir útflutningsatvinnu-
vegir og dró jafnvel menn frá togaraflot-
anum, sem komst að lokum líka á vonar-
völ. Allir atvinnuvegir þjóðarinnar verða
að standa jafnt að vígi, ef framleiðslu-
getan á að nýtast til fulls, og vinnuafl og
fjármagn verður að fá að leita til þeirra
atvinnuvega, sem eru hagkvæmastir fyrir
þjóðarheildina.
En nú munu margir rísa upp og segja:
Það er full ástæða til að styðja einn
atvinnuveg fremur en annan, það þarf að
koma í veg fyrir flóttann úr sveitunum,
viðhalda jafnvægi í byggð landsins o. s.
frv. Eða: Það er engin ástæða til að gera
öllum vörum jafnhátt undir höfði, nauð-
synjarnar verða að sitja fyrir óþarfanum.
Ég ætla aðeins að ræða þessa síðari
kenningu, enda á hún almennara fylgi að
fagna. Hún er líka nátengd vísitöluvanda-
málinu. Til þess að koma í veg fyrir kaup-
hækkanir hefur verið gripið til þess að
halda vísitölunni niðri með niðurgreiðsl-
um og verðlagseftirliti með þeirn rökum
að tryggja ætti mönnum ódýrar nauð-
synjar. Hinsvegar hefur verið hlaðið
tollum og sköttum á aðrar vörutegundir,
sem taldar eru óþarfi. Þessi leið er aðeins
til hagsbóta fyrir allra fátækustu þegna
þjóðfélagsins, sem aðeins geta veitt sér
brýnustu nauðsynjar, en réttara væri að
styðja þá á annan og ódýrari hátt, t. d.
með beinum styrkjum. Meginþorri lands-
manna býr við svo góð kjör, að hinn svo-
kallaði óþarfi er drjúgur hluti heildar-
neyzlunnar. Bátagjaldeyririnn leggst á
margar vörutegundir, sem hvert heimili
notar, t. d. margskonar fatnað og heim-
ilistæki. Ef þessar vörur lækkuðu í verði
mundi það vera jafnmikil hagsbót eins
og niðurgreiðsla á mjólk eða tollfrelsi
sykurs og kaffis. Frá sjónarmiði hinna
raunverulegu lífskjara eru því hinar
ódýru nauðsynja blekking ein, ef þeim
er samfara ránverð á annarri neyzluvöru.
Hver neytandi ætti að fá að velja sjálfur,
hvernig hann álítur heppilegast að verja
tekjum sínum, án þess að gera neyzlu
misjafnlega hátt undir höfði eftir því,
hvers eðlis hún er.
Vísitölukerfið hefur átt drjúgan þátt í
því að skapa þetta misræmi, og þar með
að gera raunverulegar tekjur miklu minni
en ella. En það hefur haft ýmsar aðrar
afleiðingar, sem einnig eru óheppilegar.
Smám saman hafa vísitölumálin orðið
mikilvægasti þáttur kjarabaráttunnar, og
aðrar breytingar á launum eftir því, hvað
mundi henta bezt til að auka afköst eða
til að draga að hæfan vinnukraft, hafa
horfið í skugga hennar. Togstreytan um
vísitöluuppbótina hefur þar að auki orðið
til þess, að launaflokkum hefur verið
stórlega mismunað, svo að launamunur
eftir störfum og starfsaldri er miklu
minni en þyrfti að vera, ef tryggja ætti
hæfa og óskipta menn í ábyrgðarstöður
og veita mönnum hvatningu til að vinna
sig upp í þjónustu ríkis og opinberra
stofnana.
V.
Vísitölukerfið var sett á laggirnar til
þess að vernda hagsmuni launastéttanna,
en ég hef reynt að sýna fram á, hve óhag-
ÁSGARÐUR 11