Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 29
Hér gefur að líta svipmynd, frá 16. B.S.R.B.-þingi, sem háð var í samkomusal Melaskólans dagana 12.—16.
nóv. s. I. Kunnu þingfulltrúar, sem voru rúmlega 100 að tölu, vel við sig í þeim vistlegu húsákynnum
og voru afar þákklátir Arngrími Kristjánssyni skólastjóra og Þórði Ág. Þórðarsyni umsjónarmanni fyrir
margskonar lipurð og fyrirgreiðslu. — Aukaþingið (17. þing B.S.R.B.), sem kom saman um mánaðamótin
febr.—marz s. I., var líka haldið á þessum sama stað, og vænta má að framháldsfundir þess standi þar
einnig um miðjan þennan mánuð. Víst er að B.S.R.B.-fulltrúum er ekki í kot vísað, meðan þeir fá afnot
af samkomusál Melaskólans. — Eins og sjá má á myndinni var á 16. þinginu þrísett borðaröð eftir endi-
löngum salnum. Við borðið fremst á myndinni sjást fulltrúar pósts og síma. 1 ræðustólnum stendur
2. varaforseti þingsins, Maríus Helgason. (Ljósm.: Pétur Thomsen).
gildandi vísitölugrandvöllur er frá því fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld og er því orðinn úreltur, svo
mjög sem lífsvenjur hafa breytzt síðan.
Við endurskoðun á grundvelli vísitölunnar og
reglunum um útreikning hennar sé fyrirbyggt,
að vísitölunni verði hagrætt með það fyrir
augum að skerða verðlagsuppbót á laun.
Þingið felur stjórn bandalagsins að vinna ötul-
lega að máli þessu og hafa nú þegar samvinnu
nm það við Alþýðusamband íslands og önnur
lauriþegasamtök, sem hafa hér hagsmuna að
gæta.
II. Launabætur til bráðabirgða.
16. þing B. S. R. B. skorar á ríkissjórn og
Alþingi:
a) Að ákveða að greidd verði full verðlags-
uppbót á laun opinberra starfsmanna, enda mun
nú svo komið að ákvæði laga um skerðingu
verðlagsuppbótar á laun ná nær eingöngu til
þeirra. Hækkun þessi gildi frá 1. sept 1954.
b) Að hækka grunnlaunabætur þær, sem ríkis-
starfsmenn hafa fengið (10—17%) til samræmis
við grunnlaunahækkanir, sem aðrar launastéttir
hafa fengið frá því að grundvöllur gildandi
launalaga var lagður. Skulu þau ákvæði gilda frá
1. sept. 1954 unz samizt hefir um laun opinberra
starfsmanna. Sami hundraðshluti verði greiddur
á öll laun. Afnumin verði skilyrði þau um leng-
ingu vinnutíma ákveðinna starfshópa, er nú
fylgja ákvæðum fjáriaga um grunnlaunabætur.
c) Að ákveða svo ríflega fjárhæð til launa-
bóta á fjárlögum 1955, að einnig verði unnt að
hækka sérstaklega laun þeirra starfsmanna, sem
verst eru settir og búa við mest ranglæti í launa-
kjörum, meðal annars vegna aukins námstíma,
síðan launalögin voru sett.
d) Að stytta biðtíma til fullra launa í tvö ár,
þar sem hann er lengri.
2. Þingið felur stjórn bandalagsins að beita
sér fyrir hliðstæðum launabótum til bráðabirgða
fyrir bæjarstarfsmenn.
ÁSGARÐUR 27