Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 40

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 40
Meðalalýsi- Fóðurlýsi MEDALALÝSI, bæði ÞORSKALÝSI og UFSALÝSI í eftirgreindum umbúð- um: Flöskur, innihald 325 grm., 24 og 48 fl. kassa. Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir í kassa. Brúsar, innihald 21 kg. Tunnur, innihald 105 kg. Tunnur, innihald 193 kg. LÚÐULÝSI í dósum, innihald 2,5 kg. FÓÐURLÝSI í eftirgreindum umbúð- um: Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir í kassa. Brúsar, innihald 21 kg. Tunnur, innihald 105 kg. Tunnur, innihald 180 til 195 kg. Vitamin innihald lýsisins: Þorskalýsi yfir 1000 A 100 D Ufsalýsi yfir 2000 A 200 D Lúðulýsi yfir 50000 A Fóðurlýsi yfir 1000 A 100 D Sendum gegn póstkröfu til kaupenda úti á landi. Fyrirspurnum svarað í síma 5212. — Afgreiðsla lýsisins er á Granda- vegi 42. LÝSS H. F. Hafnarhvoli, P. O. Box 625. Reykjavík. VI. KAFLI Skyldur starfsmanna. 28. gr. Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samvizkusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess, sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varnað getur rýrð á það starf eða starfsgrein, er hann vinnur við. 29. gr. Skylt er starfsmanni að hlýða löglegum fyrirskip- unum yfirmanna um starf sitt. 30. gr. Starfsmenn skulu koma stundvíslega til starfa, hvort heldur er að morgni eða eftir hlé. Skrifstofustjórar og aðrir yfirmenn skulu fylgjast með stundvísi starfs- manna. Hafa skal stimpilklukkur í skrifstofum og vinnustofum, þar sem því verður við komið, og halda skrá um, hvernig starfsmenn koma til vinnu. Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfir- vinnu allt að tvöföldum þeim tíma, er hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla, eða hlíta því, að dregið sé af launum sem því nemur. Nú sýnir starfsmaður óstundvísi og vanrækslu í starfi sínu og lætur ekki skipast við áminningu yfir- boðara, og varðar það brottvikningu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt, ef miklar sakir eru. 31. gr. Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu, sem yfir- boðarar telja nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim, er gegnir lögreglustörfum eða annarri ör- yggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur þriðjungi af lögmætum vikulegum vinnutíma. 32. gr. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkv. lögum, fyrirmælum yfir- boðara eða eðli málsins. Þagnarskyldan helzt þótt látið sé af starfi. 33. gr. Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum lögum samkvæmt á störfum hans og verkahring frá því, er hann tók við starfi, enda hafi breytingin ekki áhrif til skerðingar á launakjörum hans eða réttindum. Sama er um breytingar, er yfirmaður ákveður, en þeirri ákvörðun má skjóta til ráðherra. VII. KAFLI Um aukastörf. 34. gr. Heimilt er að fela starfsmanni að vinna fyrir sann- gjarnt endurgjald aukastörf í þágu ríkisins, enda valdi það ekki vanrækslu á þeim störfum, er stöðu hans fyl£ja. Aður en starfsmaður stofnar til atvinnurekstrar, hyggst að taka við starfi í þjónustu annars aðila en ríkisins gegn varanlegu kaupi eða ganga í stjórn atvinnufyrirtækis, ber honum að skýra því stjómvaldi, er veitti stöðuna, frá því. Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því, ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg stöðu hans, og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir ráðherra. Rétt er að banna starfsmanni slíka starfsemi sem í 2. málsgrein segir, ef það er síðar leitt í ljós, að hún megi ekki saman fara starfi hans í þjónustu ríkisins. 38 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.