Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 14
stæð áhrif það getur haft á hinar raun-
verulegu þjóðartekjur. Sérstaklega virðist
reynslan benda til þess, að fastlauna-
menn beri skarðan hlut frá borði.. Upp-
bóta- og styrkjakerfið hefur komið harðar
niður á þeirn heldur en öðrum stéttum
þjóðfélagsins vegna þess, hve skattálögur
koma þungt niður á þeim. Með verðlags-
eftirliti, niðurgreiðslum og öðrum ráðum
er hægt að koma í veg fyrir, að verðhreyf-
ingar í þjóðfélaginu hafi nema takmörkuð
áhrif á vísitöluna og þar með á laun. Hins-
vegar er ekki hægt að koma í veg fyrir,
að peningaþensla eða aukinn kaupmáttur
í þjóðfélaginu segi einhversstaðar til sín.
Ef komið er í veg fyrir að hann valdi
verðhækkunum á vísitöluvörum kemur
hann fram annarsstaðar. Sé álagningu
vissra vörutegunda haldið niðri hefur
það í för með sér meiri álagningu á eitt-
hvað annað. Reynslan sannar það ekki
síður en almenn röksemdafærsla, að fast-
launastéttirnar dragast alltaf aftur úr á
verðþenslutímum, sérstaklega, þegar um
dulda verðbólgu er að ræða. Til dæmis
hafa þær lítið bætt kjör sín undanfarin
tvö ár, þrátt fyrir stórauknar tekjur
marga annarra stétta, sem notið hafa auk-
innar álagningar, lengri vinnutíma og dul-
inna kauphækkana og fríðinda, sem alltaf
sigla í kjölfar ofþenslu í efnahagskerfinu.
Við þetta bætist svo tekjurýrnun þjóðfé-
lagsins í heild vegna rangrar skiptingar
framleiðsluþáttanna og óhagstæð áhrif
neyzluskatta og niðurgreiðslna á frjálst
val neytendanna, sem ég ræddi um áðan.
Þegar svona stendur á, er aðeins ein
leið til, sem öruggt er, að mundi bæta
hag launastéttanna, en hún er sú, að
komið sé á raunverulegu jafnvægi á
innanlandsmarkaði, verðbólgan stöðvuð
og niðurgreiðslum og styrkjum og öðrum
hliðstæðum ráðstöfunum hætt.
Þrátt fyrir það, að vísitalan hefur nú
verið svo að segja óbreytt í nærri tvö ár,
er allmikil dulin verðþensla í efnahags-
kerfinu, byggingarkostnaður og margs-
kyns þjónusta hafa hækkað og álagning
aukizt. Það alvarlegasta er þó, að menn
óttast nýja verðbólguöldu. Slíkur ótti
gerir allar aðgerðir til að draga úr þensl-
unni erfiðari.
Eg ætla ekki að reyna að setja fram við
þetta tækifæri neina áætlun um lausn
vandamálanna. En þau mál, sem fyrst og
fremst þarf að leysa, eru jafnvægisleysið
gagnvart útlöndum og þenslan innanlands.
Ég vil þó að lokum lýsa yfir þeirri skoðun
minni, að nauðsynlegur þáttur í því að
koma hér á jafnvægi, sé að afnema vísi-
tölukerfið með öllu, enda séu grunnlaun
endurskoðuð um leið. Afleiðing þessa
kerfis hefur verið að skapa óvissu og
verðbólguótta. Ef ein vörutegund hækkar
í verði er jafnvíst og að nótt fylgir degi,
að hún dregur á eftir sér langan slóða
annarra verðhækkana. Allt verðlagskerfið
verður því miklu óstöðugra en ella, og
hætt er við, að á meðan svo er, yfirgefi
verðbólguóttinn og vantrúin á peningana
okkur aldrei til fulls. Afnám vísitölukerf-
isins mundi vera tákn þess, að menn
vildu leggja allt kapp á að koma á jafn-
vægi í landinu og endurreisa trúna á
gjaldmiðilinn.
Til að tryggja hag launastéttanna væri
athugandi að koma í stað þess á fót sér-
stakri yfirstjórn launamála, sem ákveðið
gæti almenna launahækkun, þegar ytri
aðstæður eru hagkvæmar og framleiðsla
fer vaxandi. Það er því miður ekki hægt
að ræða þá hugmynd frekar að þessu
sinni, en sú skoðun verður ekki hrakin,
að án aukinnar framleiðslu er ekki hægt
að hækka raunverulegar tekjur þeirra,
sem í landinu búa.
12 ÁSGARÐUR