Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 35

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 35
skipulagsbreytingar og jafnframt að vinna að því, að samstarf verði tekið upp með félögunum um frekari undirbúning að framkvæmd hennar, ef grundvöllur reyndist fyrir því. Milliþinganefndin skal vinna að þessu verkefni í samráði við stjórn bandalagsins til næsta þings. Menningarmál. 1. 16. þing B. S. R. B. lýsir yfir því, að það telur útgáfu allskonar glæpa- og æsingarita þjóðinni til vansæmdar og tjóns. Það skorar á Alþingi að samþykkja fram- komið frumvarp um, að á hverju slíku riti sé getið nafns ábyrgðarmanns og útgefanda, og einnig sé komið í veg fyrir að þau séu seld nema í bókabúðum. Jafnframt skorar þingið á stjórnarvöldin og barnaverndarráð að fylgja fast fram rétti sínum til að hafa eftirlit með slíkri útgáfustarfsemi og gera upptæk öll þau blöð og tímarit, innlend sem erlend, er siðspillandi áhrif hafa á börn og unglinga, enda séu ekki gerðar vægari kröfur í þessu efni en nú gilda um kvikmyndir. 2. Eftirlit verði hert með kvikmyndum og ábyrgð komið fram á hendur þeim kvikmynda- húsum, sem sýna börnum eða unglingum bann- aðar myndir. 3. 16. þing B. S. R. B. vísar því til stjórnar bandalagsins til athugunar, hvort möguleiki væri á að bandalagið gæfi út árbók. Fjárhagsmál. 1. 16. þing B. S. R. B. samþykkir að ráða fram- kvæmdastjóra frá næstu áramótum, til að ann- ast daglegan rekstur bandalagsins ásamt fræðslu- starfsemi, blaðaútgáfu o. fl. 2. 16. þing B. S. R. B. samþykkir að hækka félagsgjöld til bandalagsins úr kr. 15,00 í kr. 20,00 og taki hækkunin gildi frá næstu ára- mótum. 3. 16. þing B. S. R. B. samþykkir að fela stjórn bandalagsins að sækja nú þegar til Alþingis um styrk til fræðslu- og menningarstarfsemi banda- lagsins, hliðstæðan þeim, sem veittur er Alþýðu- sambandi íslands og fleiri sambærilegum hags- munasamböndum. 4. 16. þing B. S. R. B. leggur til að fulltrúar utan af landi fái greidd fargjöld til og frá þingi og kostnaðaráætlun verði gerð í samræmi við það. 17. þingið - aukaþing (Fyrri fundur). Á 16. þingi bandalagsins var samþykkt ályktun, þar sem lagt var fyrir stjórn bandalagsins að kalla saman aukaþing eigi síðar en 1. marz 1955. I tilefni af þessu var 17. þing bandalagsins kvatt saman til fundar hinn 28. febrúar 1955. Var þingið haldið í hinum glæsilega sal Melaskólans í Reykjavík. Formaður bandalagsins, Olafur Björnsson, prófessor, setti þingið. Forsetar voru kjörnir Helgi Hallgrímsson, Björn L. Jónsson og Maríus Helgason. Ritarar: Aðalsteinn Norberg, Ársæll Sigurðsson, Guðjón Gunnarsson og Karl Hall- dórsson. I nefndanefnd hlutu kosningu: Andrés G. Þormar, Þórður Á. Þórðarson, Matthías Guð- mundsson, Guðjón Guðmundsson, Pálmi Jósefs- son, Sveinbjörn Oddsson og Lúðvík C. Magnús- son. Formaður bandalagsins flutti skýrslu stjórnar- innar. Rakti hann gang launamálsins frá síðasta þingi og lýsti þeim kjarabótum, sem opinberir starfsmenn hefðu fengið á því tímabili. Launa- uppbót var hækkuð úr 10—17% í 20% hjá starfs- mönnum ríkisins, en í 23% hjá starfsmönnum Reykjavíkurbæjar. Greiðir ríkið uppbætur þessar frá 1. janúar 1954, en Reykjavíkurbær frá 1. október 1954. Kröfunni um fulla vísitölu- uppbót fékkst ekki framgengt. Þá ræddi formaður um dýrtíðarmál almennt. f dýrtíðarmálanefnd þingsins voru kjörnir: Guðjón B. Baldvinsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Hjörtur Kristmundsson, Jón Þórðarson, Halldóra Eggertsdóttir, Ingvar Brynjólfsson og Karl Hall- dórsson. Þingið samþykkti eftirfarandi ályktanir: I. Aukaþing B. S. R. B. haldið í Melaskóla 28. febrúar 1955 lýsir yfir því, að launabætur þær, sem fengizt hafa, eru allskostar ófullnægjandi, og fullnægja enganveginn þeim lágmarkskröf- um, sem 16. fulltrúaþing B. S. R. B. bar fram. II. Aukaþing B. S. R. B. haldið í Melaskólanum 28. febrúar 1955, lýsir yfir samúð sinni með kjarabaráttu verkalýðsfélaganna. Jafnframt lýsir þingið yfir þeirri skoðun sinni, að þær ráðstaf- anir séu beztar, sem auka kaupmátt launanna. III. Þingið ákveður að fresta þingfundum fyrst um sinn, og felur jafnframt forsetum þingsins, í samráði við bandalagsstjóm, að kalla þingið saman til framhaldsfunda innan tveggja mánaða. Allmiklar umræður urðu á þinginu um launa- og dýrtíðarmál. ÁSGARÐUR 33

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.