Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 31
III. Vinnutími o. fl.
1. 16. þing B. S. R. B. skorar á ríkisstjórn og
Alþingi að ákveða að greitt verði álag á alla
nætur- og helgidagavinnu opinberra starfsmanna.
Tryggt verði að öll eftir-, nætur- og helgidaga-
vinna sé greidd.
2. Þá ítrekar 16. þingið samþykkt síðasta
þings, þar sem stjórn bandalagsins var falið að
beita sér fyrir því, að reglum um vinnutíma
starfsmanna ríkis og bæja verði breytt þannig:
a) Vinnutími þeirra starfsmanna sem nú vinna
48 klst. á viku eða meira verði styttur.
b) Grunnkaupshækkanir og launabætur nái
til yfirvinnu.
c) Vaktavinnumenn fái frí tvo virka daga
fyrir hvern stórhátíðardag, sem þeir vinna, ef
þeir fá ekki hliðstæða greiðslu í peningum.
3. I sambandi við lausn þessara mála felur
þingið sambandsstjórn að leita samráðs við þau
félög, sem hér eiga helzt hlut að máli.
IV. Samningsréttur.
16. þing B. S. R. B. telur óviðunandi, að opin-
berum starfsmönnum sé meinaður réttur til að
semja um laun sín og kjör með hliðstæðum
hætti og aðrar launastéttir. Telur þingið svo al-
varlega skerðingu mannréttinda ósamboðna ís-
lenzka lýðveldinu.
Þessvegna heitir þingið á ríkisstjórn og Al-
þingi að afnema þegar í stað allar takmarkanir
á slíkum samningsrétti opinberra starfsmanna og
ganga síðan til samninga við fulltrúa B. S. R. B.
um launakjör starfsmanna ríkisins.
í slíkum launasamningum yrðu þessi atriði
tekin sérstaklega til greina m. a.r
a) Laun séu a. m. k. sambærileg við það sem
tíðkast á frjálsum vinnumarkaði, svo að ríkið
geti jafnan tryggt sér hæfa starfskrafta.
Lægstu laun verði jafnan lífvænleg, og bið-
tími til fullra lairna verði eigi meiri en tvö ár.
b) Við röðun í launaflokka verði leitast við
að taka í vaxandi mæli tillit til starfa fremur
en stofnana. Þá verði og tekið fullt tillit íil
aukinna menntunarkrafa frá því gildandi launa-
lög voru sett.
c) Launasamningar verði gerðir til nokkurra
ára, en jafnhliða verði tryggt, að laun samkv.
þeim breytist í fullu samræmi við breytingar
á grunnkaupi annarra stétta, ef þær nema a.
m. k. 5% samkvæmt mánaðarlegum athugunum
Hagstofu íslands.
V. Launalög.
Verði ekki fallizt á óskoraðan samningsrétt
starfsmanna ríkisins um launakjör, en í þess
stað unnið að endurskoðun og setningu nýrra
launalaga, felur þingið stjórn bandalagsins og
fulltrúum í launamálanefnd að leggja áherzlu á
þessi atriði m. a.:
a) Aðiljum bandalagsins gefist fullur kostur
þess að koma tillögum sínum á framfæri við
endurskoðunarnefndina og ræða þær við hana.
b) Tillit verði tekið til fyrri almennra ályktana
frá þingum bandalagsins (t. d. 12. og 13. þing-
inu) og tillagna frá milliþinganefndum þess að
svo miklu leyti sem þær eiga enn við (sbr. og
tillögur þær, sem koma fram í aðalályktun þessa
þings um samningsrétt).
c) Þingið beinir þeirri áskorun til bandalags-
stjórnar, að gefnu tilefni, að allir þeir starfs-
menn ríkisins, er þess óska, og vinna aðalstarf
sitt í þágu þess, verði teknir inn á launalög og
skipað þar í ákveðna flokka, eftir þeim reglum,
sem eðlilegar teljast, og taki laun samkvæmt því.
VI. Aðild að nefnd.
16. þing B. S. R. B., ítrekar áskorun fyrri þinga,
að ríkisstjórn og Alþingi veiti B. S. R. B. aðild
að kauplagsnefnd og verðlagsnefnd landbúnaðar-
afurða.
VII. Aukaþing.
Þingið felur bandalagsstjóminni að kalla sam-
an aukaþing eigi síðar en 1. marz 1955 og leggja
fyrir það nákvæma skýrslu um viðhorfið í launa-
málum og dýrtíðarmálum með sérstöku tilliti
til samþykkta þessa þings í þeim málum.
Dýrtíðar- og skattamál.
I. Verðlags- og dýrtíðarmál.
16. þing B. S. R. B., varar við afleiðingum
þeirrar verðbólguþróunar, er nú á sér stað í
efnahagsmálum landsins, en þær hljóta að verða
nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, ef
ekki er spyrnt við fæti.
Heitir bandalagið stuðningi sínum við hverjar
þær ráðstafanir, er til þess eru fallnar að stöðva
þessa óheillavænlegu þróun, enda sé um slíkar
ráðstafanir haft fullt samráð við hagsmunasam-
tök launþega í landinu.
Þingið vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi
atriðum, sem þarfnast skjótrar úrlausnar, og
skorar því á Alþingi það, er nú situr, að taka íil
meðferðar og afgreiðslu:
1. Setningu laga um fasteignaveðlán til íbúða-
bygginga á vegum byggingasamvinnufélaga,
íbúða til eigin nota og íbúðabygginga á veg-
um bæjarfélaga. Verði tryggt að lán þessi
nemi allt að % hlutum byggingakostnaðar og
lánstími eigi skemmri en 35 ár á meginhluta
láns til hverrar íbúðar.
ÁSGARÐUR 29