Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 33

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 33
2. Að hlutast til um að gerðar verði þjóðhags- áætlanir um fjárfestingu með líku sniði og tíðkast í nágrannalöndum vorum. 3. Að breyta lögum um söluskatt á þá lund, að hann verði eigi innheimtur nema einu sinni af hverri vörutegund, og afnuminn af allri nauðsynlegri þjónustu. II. Skattamál. 16. þing B. S. R. B., telur að stigið hafi verið spor í rétta átt með breytingu þeirri, sem gerð var á skattalögum á síðasta Alþingi, en telur nauðsyn bera til að ljúka sem fyrst endurskoðun skatta og útsvarslaganna, og skorar því á mþn. í skattamálum að hraða störfum svo sem verða má. Þingið ítrekar sérstaklega fyrri samþykktir bandalagsins um eftirtalin atriði: 1. Allir persónuskattar verði lagðir á í einu lagi og greiddir á sama stað. Tekið verði upp staðgreiðslukerfi hliðstætt því, sem er í ýms- um öðrum löndum. 2. Þar sem eftirlit með framtölum annarra en launamanna er algjörlega ófullnægj andi, ber brýna nauðsyn til þess að gerðar séu þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir til þess að herða eftirlit með skattaframtölum allra þeirra, sem einhvern rekstur hafa með höndum. Starfskjör. 1. 16. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að beita sér fyrir því, að felld verði niður eða stórlega minnkuð yfirvinnuskylda sú, sem lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákveða. 2. 16. þing Ð. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að beita sér fyrir því, að orlof opinberra starfsmanna verði ekki skemmra en 18 dagar eftir eins árs starf. Ennfremur, að í þeim bæjarfélögum, þar sem ákvæði um orlof hafa ekki verið sett, verði það gert nú þegar, og fái bæjarstarfsmennirnir ekki skemmra orlof en starfsmenn ríksins. 3. Sumir opinberir starfsmenn verða að sæta því, að vinna skyldustörf sín að nokkru í nætur- vinnu. Felur 16. þing B. S. R. B. bandalags- stjórninni að beita sér fyrir því, að nætur- vinnan verði aldrei meiri en þriðjungur fasta vinnutímans. 4. 16. þing B. S. R. B. lýsir ánægju sinni yfir því að lög lífeyrissjóðanna hafa verið tekin til endurskoðunar, væntir þess að henni verði hraðað eftir föngum. 5. Nokkrir starfshópar hafa með samningum eða hefð náð betri kjörum í einstökum greinum en lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og reglugerðir, sem þeim fylgja, gera ráð fyrir. Telur 16. þing B. S. R. B. tví- mælalaust að þessir starfshópar eigi að halda þeim kjörum, þrátt fyrir ákvæði nefndra laga og reglugerða, sem kunna að ganga skemmra. Komi önnur skoðun í ljós við framkvæmd þessara laga og reglugerða, felur þingið sambandsstjórninni að standa fast á rétti nefndra starfshópa. 6. 16. þing B. S. R. B. felur stjórn bandalagsins að vera vel á verði um það, að lögin um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna og reglugerðir sem þeim fylgja, verði framkvæmd starfsmönnum í vil, eftir því sem frekast er kostur. Ennfremur, að í bæjarfélögum, þar sem þessum málum er ekki fyllilega skipað, verði settar reglugerðir, sem tryggi starfs- mönnum ekki lakari rétt en ríkisstarfsmenn hafa. 7. B. S. R. B. telur það eitt af hagsmuna- og kjaramálum sambandsfélaganna að hver starfsmaður í bæjarþjónustu eigi aðgang að lífeyrissjóði á sama hátt og starfsmenn ríkis- ins. Starfsmannafélögum flestra bæjanna hefir ekki tekizt að fá bæjarstjórnir til þess að stofna lífeyrissjóði þrátt fyrir jafnvel áratuga baráttu fyrir því máli. Þingið samþykkir því að fela stjórn B. S. R. B. að veita hinum einstöku starfsmanna- félögum stuðning á þann hátt að skrifa bæjar- stjórnum áskorun frá bandalaginu um að stofna lífeyrissjóði, er taki gildi um næstu áramót. 8. 16. þing B. S. R. B. felur stjóm bandalagsins að vinna að því við Alþingi, ríkisstjórn og bæjarstjórnir að núgildandi lögurn og reglu- gerðum verði breytt í það horf að lögreglu- mönnum og brunavörðum sé heimilt að láta af störfum með fullum eftirlaunum, eftir að þeir hafa náð 55 ára aldri, enda sé starfsaldur þeirra orðinn 25 ár. Skipulagsmól. 16. þing B. S. R. B. 1954 beinir því til banda- lagsfélaganna að skipulagsmál bandalagsins verði tekin til umræðu í félögunum, og verði tekið til ýtarlegrar athugunar, hvort ekki sé tímabært að bandalagið verði myndað af stærri skipulags- legum heildum en nú er, þar sem því verður við komið. Alyktar þingið að kosin skuli milliþinganefnd 3ja manna, sem falið verði það hlutverk að ann- ast um að hafnar verði umræður hjá einstökum félögum bandalagsins um höfuðatriði þessarar ÁSGARÐUR 31

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.