Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 6
starfsmanna. En hvaða leiðir koma þá íil
greina í því efni?
Ef um störf er að ræða í opinberri
þjónustu, sem eru samskonar eða sam-
bærileg við störf unnin á almennum
vinnumarkaði, hljóta launakjör þeirra
að ákveðast með hliðsjón af launakjörum
samkvæmt gildandi samningum þar um.
Opinberir starfsmenn eiga að sjálfsögðu
ekki að sætta sig við lakari kjör en aðrir
vinnukaupendur en hið opinbera bjóða
hverju sinni, og á hinn bóginn verður
tæplega unnt nokkru sinni að knýja
kaupið upp fyrir þetta mark, þar sem hið
opinbera á þess ávallt kost að ráða til sín
starfskrafta fyrir sama kaup og greitt er
á almennum vinnumarkaði. Að því leyti,
sem telja má að opinberir starfsmenn
njóti sérstakra hlunninda, er metin verða
til peninga, koma þau til frádráttar í
laununum eftir sanngjörnu mati. Nú er
það hinsvegar ekki nema nokkur hluti
opinberra starfsmanna, sem þannig háttar
um, að hægt sé að finna sambærileg störf
á almennum vinnumarkaði. Verður þá að
ákveða launakjör fyrir þau störf sam-
kvæmt mati á þeirri ábyrgð, sem störf-
unum fylgir, kostnaði við undirbúnings-
menntun, sérstökum hæfileikum, er e. t.
v. verður að krefjast til starfans o. s. frv.
Verður það mesti vandinn við undirbún-
ing launalaganna, að ákveða launin fyrir
þau störf, er þannig háttar um, að ekki
finnst neitt sambærilegt á almennum
vinnumarkaði. Launajöfnun sú, er átt
hefir sér stað að undanförnu, hefir smám
saman gert launakjör flestra þessara
starfshópa óviðunandi, og verður því að
leggja á það mikla áherzlu við undirbún-
ing launalaganna að fá á þeim viðunandi
lagfæringu.
Þá ber og til þess brýna nauðsyn frá
hagsmunasjónarmiði opinberra starfs-
manna, að sett verði inn í lögin ákvæði
þess efnis, að laun þeirra hækki fram-
vegis sjálfkrafa til samræmis við al-
mennar launahækkanir eftir föstum regl-
um. Fáist slík ákvæði ekki sett inn í
launin, getur sú lausn, er með þeim fæst,
aldrei orðið til frambúðar. Með því móti
einu er líka mögulegt að fyrirbyggja sí-
felldar launadeilur milli stjórnarvald-
anna og starfsmanna þeirra, launadeilur,
sem starfsmönnum eru ekki síður ógeð-
felldar en yfirboðurum þeirra, þótt þær
verði að vísu ill nauðsyn frá sjónarmiði
starfsmannanna meðan ekkert raunhæft
hefir verið gert til þess að fyrirbyggja
þær.
Sú skoðun er röng, að slík ákvæði
myndu leggja óbærilegar byrðar á herðar
ríki og bæjarfélögum. Meðan ekki er um
annað og meira að ræða en það, að hækka
kaup opinberra starfsmanna til sam-
ræmis við almennar hækkanir á kaup-
gjaldi og verðlagi, er ekki um raunveru-
lega aukna útgjaldabyrði hins opinbera
að ræða, þar sem gera má ráð fyrir því,
að tekjur hins opinbera reksturs hækki
að jafnaði sjálfkrafa til samræmis við al-
mennar kaup- og verðlagshækkanir,
heldur er hér aðeins um að ræða trygg-
ingu fyrir því, að verðbólgan skerði ekki
hlut opinberra starfsmanna meira en ann-
arra launþega.
Eins og kunnugt er, hefir sú regla um
langt skeið verið löghelguð, að landbún-
aðarafurðir skuli hækka til samræmis við
hækkun kaupgjalds iðnaðarmanna og
verkamanna í kaupstöðum og kauptún-
um. Virðist síður en svo ósanngjarnt að
opinberum starfsmönnum verði í því efni
tryggð svipuð aðstaða og bændur hafa nú.
Eg vil svo ljúka þessum hugleiðingum
um launamálið með áskorun til opinberra
starfsmanna um það, að jafnframt því
að baráttan fyrir frambúðarlausn launa-
málsins á þessu ári verði háð með íestu,
verði dómgreind og róleg íhugun um
þetta flókna og margþætta vandamál látin
móta þær baráttuaðferðir, sem notaðar
verða og þau markmið, sem sett verða,
því með því móti einu er giftudrjúgs ár-
angurs að vænta.
4 ÁSGARÐUR