Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 21
Fjörutíu ár í forvígi
Félag íslenzkra símamanna, sem er eitt elzta
bandalagsfélag B. S. R. B. og hið fjórða í röðinni
að félagatali, minntist 40 ára afmælis síns 26.
febr. s. 1. með góðum fagnaði að Hótel Borg,
og komu þar saman um 300 manns. Meðal gesta
þar var Ólafur Björnsson prófessor, formaður
B. S. R. B., og árnaði hann félaginu heilla í ræðu.
— í tilefni af afmælinu voru einnig hátíðahöld
víðar um landið.
Félag ísl. símamanna hefur að mörgu leyti lengi
verið forustufélag um málefni opinberra starfs-
manna og fyrir samheldni sína og árvekni komið
ýmsu góðu til leiðar, svo til fyrirmyndar hefur
verið og uppörvunar. Eitt síðasta afreksverk þess
er það, að fyrir tveim árum fékk það því fram-
gengt, að stofnað var starfsmannaráð Landssím-
ans, og er því með staðfestri reglugerð falið að
vera ráðgefandi aðili með stjórn stofnunarinnar
um allt, er lýtur að hagsmunamálum starfs-
fólksins og skipulagsmálum, þ. á. m. um manna-
ráðningar. Er hér um stórlega athyglisverða ný-
breytni hérlendis að ræða, sem vonandi á eftir
að breiðast út til allra ríkisstofnana og bera
vitni forustu símamanna.
Þá er þess og vert að geta, að Símablaðið er
einnig 40 ára um þessar mundir, og er nýlega
komið út myndarlegt afmælisblað. Ber blaðið,
bæði aldur þess og innihald, órækt vitni um fé-
lagsþroska símafólks. — Asgarður vill óska síma-
fólki til faamingju með félag sitt og málgagn.
í tilefni af félagsafmælinu komu saman allir
formenn F. í. S. frá öndverðu, en þeir eru þrettán
talsins og allir á lífi. Var þá tekin af þeim
myndin, sem hér fylgir.
Fremri röð: Guðmundur Sigmundsson, Sigurð-
ur Dahlmann, Andrés G. Þormar (form. samtals
11 ár, lengst allra), Ottó B. Arnar (fyrsti form.),
Gunnar Schram, Gunnar Bachmann og Halldór
Skaptason. Aftari röð: Guðmundur Jónsson, Jón
Kárason (núv. form.), Steingrímur Pálsson, Ágúst
Sæmundsson, Guðmundur Jóhannesson og Theó-
dór Lilliendahl. — Fjórir þessarra manna. (Á. S.,
G. B., G. Sigm. og O. B. A.) eru nú horfnir úr
þjónustu Landssímans.
ÁSGARÐUR 19