Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 18
ingar Hagstofu íslands um að launabreyt-
ingar verkalýðs og iðnstétta frá árinu 1945
til okt. 1954 næmu 24—25% hækkun.
Hér er því um nokkru lægri grunn-
kaupshækkun að ræða, er hlotnaðist opin-
berum starfsmönnum en gildandi kaup-
taxti sambærilegra starfsstétta á frjálsum
vinnumarkaði sýnir, enda var því lýst yfir
af hálfu ríkisstjórnarinnar, við sendinefnd
frá þingi B. S. R. B., er haldið var í nóv.
s.l., að því aðeins gæti orðið um hækkun
téðra bóta á grunnlaun þeim til handa að
ræða, að sú ráðstöfun út af fyrlr sig kæmi
ekki til með að valda ókyrrð á frjálsum
vinnumarkaði. — Við þá yfirlýsingu stóð
núverandi ríkisstjórn, enda höfðu opin-
berir starfsmenn ekki meira upp úr
krafsinu en það, að þessar uppbætur
eru almennt kallaðar „smánarbætur“.
Þá er þess að geta að flestar iðn-
stéttir a. m. k. vinna ekki eftir hinum
opinberu töxtum, en vinna eftir uppmæl-
ingum og „sérsamkomulagi“ er gefur
miklum mun hærri daglaun. Að þessu
leyti er samanburðurinn, sem uppbæt-
urnar eru byggðar á (og fela í sér að dómi
H. S. stórfelldar kjarabætur til handa
opinberum þjónustumönnum) mjög óhag-
stæður.
Þá koma fram í grein H. S. og enda hjá
almenningi mjög ósanngjarnar og vill-
andi fullyrðingar um að fastlaunamönn-
um hjá því opinbera beri að láta sér nægja
lág laun, fyrst og fremst af þeirri ástæðu
að afkoma þeirra, vegna fastra árslauna
sé trygg. — Það er að vísu rétt að nokkuð
ber að taka tillit til þessa öryggis, enda
hefur það jafnan verið gert í ríkum mæli.
En það ber vel að athuga, er laun opin-
berra starfsmanna eru ákvörðuð hverju
sinni, að það er rangt að einblína á þetta
atriði svo til einvörðungu, og er það ekki
nema eitt af mörgum. Þess ber t. d. einnig
að gæta, að ríkinu er nauðsynlegt að hafa
fast þjónustulið, til þess að annast sinn
fjölþætta rekstur, og fyrir þá nauosyn
verður það að greiða þessum launþegum
16 ÁSGARÐUR
sambærileg laun og öðrum þjóðfélags-
þegnum, sem einnig eru fastir launþegar,
þótt þeir séu ekki launþegar hins opin-
bera.
Launþegar ríkisins og bæjarfélaganna
þurfa þannig að fá grunnlaun í réttlátu
hlutfalli við aðra borgara, en auk þess við-
bótarlaun fyrir sérhæfni sína eins og
aðrir menn, en það er að sjálfsögðu mats-
atriði hverju sinni, en til þessa hefur
hvorttveggja verið undirborgað í öllum
tilfellum, miðað við greiðslur á frjálsum
vinnumarkaði. — Þetta hefði ritstjóri Al-
þýðublaðsins átt að skilja, er hann tók
ákvörðun um að birta grein þessa, en
greinarhöfundi er það meira vorkunnar-
mál.
Þá er það um „samninginn“ er ríkis-
stjórnin hefur átt að gera við fulltrúa frá
opinberum starfsmönnum. Hér var og er
ekki um samning að ræða milli þessara
aðila. Hér var tekin ákvörðun af Alþingi
að tilhlutan ríkisstjórnar, að loknum við-
ræðum er fram fóru, þar sem annar aðil-
inn, þ. e. ríkisvaldið, hafði nokkurn vilja
til að koma til móts við hinn en hafði þrátt
fyrir það ákvörðunarvaldið algerlega í
sinni hendi.
í niðurlagi greinarinnar fjargviðrast
greinarhöfundur út af fjölskyldubótum,
og telur þær ósanngjarnar greiðslur í
samanburði við aðrar lífeyrisgreiðslur, og
virðist átelja desembersamkomulagið frá
1952 að þessu leyti. Ut í þessa sálma skal
ekki farið. Þó vil ég upplýsa H. S. um
það (og ritstjóra Alþýðublaðsins einnig)
að fjölskyldubætur, eða greiðslur vegna
ómegðar, eru mjög góð og hagkvæm að-
ferð einmitt í sambandi við launaákvarð-
anir, því ákvarðanir grunnlauna verða
ávallt að miðast við eitthvert „norm“ af
fjölskyldustærð. Venjulega er um að ræða
5 manna fjölskyldu, þessvegna þarf að
tryggja með öðrum hætti lífeyrisgreiðslur
að einhverju leyti til viðbótar launa-
greiðslum, þeim bömum, sem eru umfram
2—3 í fjölskyldu, því annars er þeirra