Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 19
Að verkfalli loknu í dag, 29. apríl, er fyrsti vinnudagur á ný að afloknu lengsta og harðvítugasta verkfalli, er um getur í félagsmálasögu okkar. Það hefur allajafna verið svo, að bar- átta verklýðs- og iðnstétta, og ávinningar þessara stétta í kjaramálunum hafa haft mikilsverða þýðingu fyrir ákvarðanir um launakjör opinberra starfsmanna. Niðurstöður samninganna frá í gær hafa því hina afdrifaríkustu þýðingu í þessu efni fyrir fastlaunamenn ríkis og bæja. Er þetta því nátengdara en áður, þar sem laun opinberra starfsmanna eru nú í deiglunni og ný launalög í undirbúningi. Endurskoðun launalaganna er nú langt komið í hinni stjórnskipuðu nefnd, og fyrirheit eða öllu heldur loforð ríkis- stjórnarinnar ligg'ur fyrir um flutning launalagafrumvarpsins í þingbyrjun árs- ins 1955. Inn í launalagafrumvarpið verða að sjálfsögðu teknar þær bráðabirgðaupp- bætur, er nú eru greiddar samkvæmt fjár- lögum, og auk þess má ætla að umsamdar grunnkaupshækkanir á frjálsum markaði, er nú hefur verið samið um, verði þá einnig felldar inn í hið nýja launalaga- frumvarp sem hækkað grunnkaup. Er það að sjálfsögðu höfuðkrafa forsvars- manna bandalagsins. Þá eru ákvæði um afnám vísitöluskerð- ingar í hinnm nýju samningum milli at- vinnurekenda og verkalýðs- og iðnstétt- anna. Að áiiti opinberra starfsmanna hefur vísitöluskerðingin alltaf verið ranglát og verði hreint neyðarbrauð í framkvæmd. Það er vitað mál — þótt ekki sé opinber- lega staðfest — að vísitöluskerðingar hafa svo að segja einvörðungu bitnað á opin- berum þjónustumönnum, því aðrar stéttir hafa um langt skeið getað fengið skerð- inguna uppi borna á annan hátt. Það er því ekki nema sjálfsögð krafa að Alþingi leiðrétti þegar í stað það misrétti, er vísi- töluskerðingin hefur haft í för með sér. Svo heppilega vill til, að Alþingi situr enn, og er því hægurinn hjá fyrir ríkis- stjórn að afla sér heimildar þingsins til afnáms vísitöluskerðingarinnar þegar í stað. Og að óreyndu verður ekki öðru trúað. hag ekki borgið á borð við önnur börn, sem verið er að ala upp í þjóðfélaginu. Þetta er mál fleiri en foreldranna, þetta er mál þjóðfélagsins og þessvegna eru fjölskyldubætur kafli almennra trygginga- laga í hverju menningarþjóðfélagi. Ég kenni ekki í brjósti um ríka barnamenn að taka á móti þessum lífeyrisgreiðslum, en það virðist fara mjög í taugar greinar- höfundar. Upphæðina, sem þeim svarar, er hægðarleikur að taka af þeim á annan hátt. Það er kannski ofætlun að búast við því að greinarhöfundurinn H. S. skilji þessa hluti. Það er svo margt „að vefjast í huga hans“ í einu. Það er eins og sagt er í skemmtilegum húsgangi, sem kveðinn var í orðastað fáráðlingsins: Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu; át ég hana alla í einu, þótt ekki komi að gag'ni neinu. Og mér kæmi ekki á óvart þótt þessi stutta svargrein við allra mestu rang- færslum hans verði honum jafn tormelt og okkur opinberum starfsmönnum skrif hans. ÁSGARÐUR 17

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.