Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 39

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1955, Blaðsíða 39
til að gegna stöðu sinni eða viðkomandi stjómvöld samþykki skemmri frest. Skylt er að veita lausn, ef hennar er löglega beiðzt. Þó er óskylt að veita starfs- mönnum lausn frá þeim tíma, sem beiðzt er, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti 1 sömu starfsgrein, að til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt. Getur stjómvald þá áskilið lengri uppsagnarfrest, allt að sex mánuðum. Ákvæði ráðningarsamnings, sem gerður hefur verið fyrir gildistöku laga þessara, eða sérákvæði 1 lögum, er öðruvísi kveða á, skulu standa. IV. KAFLI Um orlof og veikindaleyfi. 16. gr. Starfsmenn skulu árlega fá orlof í 15 virka daga ög einskis í missa af föstum launum. Ef sérstaklega stendur á, má orlof þó vera allt að 18 virkum dögum. Starfsmönnum, er verið hafa í þjónustu ríkisins lengur en 15 ár, má veita orlof allt að 24 virkum dögum. Nánari reglur um orlof skal setja með reglugerð, og skal enn fremur í þeirri reglugerð ákveðið, eftir hvaða reglum þeir taki orlof, er verið hafa í þjónustu ríkis- ins skemur en eitt ár. Forstjóri hverrar starfsgreinar eða skrifstofu ákveður í samráði við starfsmenn, í hverri röð þeir fái orlof. Nú tekur starfsmaður ekki orlof samkvæmt beiðni yfirmanns síns, og ber honum þá aukagreiðsla fyrir starf sitt þann tíma. Annars er starfsmönnum óheimilt að taka vinnu 1 stað orlofs, ef yfirmaður hans skipar svo. Haldast skulu sérreglur í lögum og ráðningarsamn- ingum um orlof starfsmanna 1 tilteknum greinum eða tilteknum störfum, sbr. 15. gr. Þó sé það aldrei skemmra en lágmark það, sem ákveðið er í 1. mgr. þessarar greinar. 17. gr. Ákveða skal með reglugerð, hvernig fari um launa- greiðslur til starfsmanna 1 veikindaforföllum svo og til kvenna í fjarvistum vegna barnsburðar. V. KAFLI Um launagreiðslur og hlunnindi. 18. gr. Starfsmenn taka laun samkvæmt lögum eða ráðn- ingarsamningum. Starfsmönnum er skylt að hlíta breytingum á launa- kjörum sínum samkvæmt lögum eða reglugerðum, staðfestum af hlutaðeigandi ráðherra, þar sem heimild er til slíks að lögum, enda standi ráðningarsamningar því eigi i gegn. 19. gr. Þegar laun fara stighækkandi eftir starfsaldri, skal svo fara sem hér segir: Nú fær starfsmaður launahærri stöðu en hann hafði áður, og tekur hann þá lægstu laun í hinni nýju stöðu, ef þau eru hærri en hæstu laun í hinni fyrri. En ef byrjunarlaun í nýju stöðunni eru jöfn eða lægri en þau, er hann hafði þá í hinni fyrri, tekur hann næstu laun fyrir ofan þau, er hann hafði þar. Starfsaldur til launahækkunar í nýju stöðunni telst frá því, er hann fékk skipun eða setningu 1 hana. Nú tekur starfsmaður við samskonar stöðu og hann hafði áður, og telst starfsaldur hans þá frá skipun eða setningu í hina eldri stöðuna. Nú tekur maður verr launaða stöðu í sömu starfs- grein en hann hafði áður, og fær hann þá laun í nýju stöðunni, sem næst eru þeim launum eða hærri en þau laun, er hann hafði í fyrri stöðunni. Ef hann tekur stöðu 1 annarri starfsgrein, þá fær hann hæstu laun þar, ef þau eru lægri eða jafnhá þeim, er hann hafði. En ef þau eru hærri, þá tekur hann þau, er hann hafði í eldri stöðunni. Nú tekur starfsmaður við stöðu aftur, sem hann hafði farið úr, og er þá rétt að telja saman allan starfstímann. 20. gr. Föst laun greiðast fyrirfram mánaðarlega fyrsta starfsdag hvers mánaðar. Greidd laun eru óafturkræf, þctt starfsmaður andist eða verði leystur frá starfa, áður en mánuður er liðinn. Nú tekur maður við starfa eftir fyrsta dag mánaðar, og fær hann þá laun í réttu hlutfalli við tölu þeirra daga, sem eftir eru af þeim mánuði. 21. gr. Nú er starfsmaður leystur frá starfa vegna van- heilsu eða slysa, sem honum verður ekki með skyn- samlegu mati gefin sök á, og ber þá að greiða honum þau föstu laun, er stöðu hans fylgja, í þrjá mánuði. Nú tekur maður við starfa eftir fyrsta dag mánaðar, vanheilsu, aftur við starfi í starfsgrein sinni, og skal þá starfsaldur hans áður og eftir lagður saman og veitir þá sama rétt og óslitin þjónusta. Um greiðslu til maka látins starfsmanns fer eftir ákvæðum 1. mgr. 22. gr. Þegar einhver hluti launa er greiddur í fríðu, svo sem jarðarafnotum, húsnæði, ljósi, hita, fæði og öðru, skulu þessi hlunnindi metin árlega af yfirskattanefnd í því umdæmi, sem starfsmaður er búsettur í, og matsverðið dregið frá heildarlaununum. Ákvörðun yfirskattanefndar má skjóta til ríkis- skattanefndar, sem fellir fullnaðarúrskurð 1 málinu. Húsnæði ráðherra og risnufé, sem ákveðið er 1 fjár- lögum, telst til embættislauna. 23. gr. Óheimilt er starfsmanni að gefa út ávísanir á laun, sem ekki eru í gjalddaga komin, nema fjármálaráðu- neytið veiti til þess samþykki sitt hverju sinni. Sú heimild má þó ekki fara fram úr fjórðungi árslauna. Enginn vinnur rétt samkvæmt slíkri óvísun, nema samþykki sé fengið. 24. gr. Nú þykir hlýða, að dómi ráðherra, að starfsmaður beri einkennisbúning eða einkennismerki önnur i starfi sínu, og ber ríkissjóði að leggja hann eða þau merki til starfsmanni að kostnaðarlausu eftir þeim reglum, er ráðherra setur. 25. gr. Konur, er veita heimili forstöðu, eiga rétt til þess að vinna tvo þriðju hluta ákveðins vinnutíma gegn samsvarandi frádrætti í launum, enda megi slíkt verða að skaðlausu. Samsvarandi ívilnun má og öðrum veita, er sérstak- lega er farið, svo sem vegna heilsuveilu. 26. gr. Nú gegnir starfsmaður samkvæmt ákvörðun stjórn- valds jafnhliða sínum starfa öðrum starfa, og fær hann þá hálf þau föstu byrjunarlaun, er þeim starfa fylgja, og aukatekjur allar. Ef slíkum starfa er r.kipt milli tveggja eða fleiri starfsmanna, kveður ráðherra á um þóknun hvers þeirra með hliðsjón af vinnu og aðstöðu að öðru leyti. 27. gr. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð daglegan vinnutíma starfsmanna svo og þóknun fyrir verk, sem unnin eru utan þess tíma. ÁSGARÐUR 37

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.