Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Page 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Page 5
í>ó að ekki hafi fengizt lausn í þessu máli hvað snertir alla lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna, hefur samt mikið áunnizt, þar sem stærsti sjóðurinn, Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins, sá sér fært frá 1. janúar 1957 að telja að hækka lánin úr kr. 225 í 300 kr. á hvern rúm- metra. Jafnframt var íbúðarstærð til þess að ná hámarksláni lækkuð niður í 400 m3. Síðar var svo ákveðið að verja talsverðri fjárhæð til hækkunar á lánum þeirra, sem fengið höfðu lán á árunum 1956 og 1955, ef þeir væru enn í vandræðum með byggingar sínar. Byggingarsamvinnufé- lögum var skrifað um ráðstöfun þessa. Mun um þrem milljónum króna hafa verið varið til hækkunar lána aftur í tímann með þessum hætti. Nú hefur enn verið ákveðið að hækka lánin úr 300 í 325 kr. á m3, og tekur sú hækkun til lána, sem veitt verða frá árs- byrjun 1958. Byggingarlán hins almenna lánakerfís. 18. þing B. S. R. B. taldi óréttmætt, að opinberir starfsmenn skuli ekki hafa fengið lán hjá hinu almenna lánakerfi og skoraði á stjórnarvöld landsins að sjá um, að þeirri venju yrði breytt. I sambandi við samþykkt þessa er rétt að rifja það upp, að fyrir 1955 var starf- andi hér Byggingarsjóður smáíbúðarlána, og höfðu opinberir starfsmenn jafnt og aðrir aðgang að honum. Fé sjóðsins var að jafnaði mjög takmarkað og lánsupp- hæðir ekki háar, en þess munu þó mörg dæmi að opinberir starfsmenn jafnt og aðrir fengu einhver lán úr sjóðnum, og reyndist það mörgum mikill styrkur til viðbótar lífeyrissjóðsláni. í ársbyrjun 1955 varð breyting á þessu, er hið almenna veðlánakerfi tók til starfa undir stjórn húsnæðismálastjórnar. Var þá tekin upp sú regla að opinberir starfs- menn skyldu einir allra stétta ekki eiga aðgang að lánum kerfisins og því borið við að þeir fengju lán úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þegar 18. þing bandalagsins var haldið í nóvember 1956, hafði ekki fengizt nein lagfæring á þessu og því eðlilegt að þingið tæki þetta mál til meðferðar, og var framangreind tillaga því vissulega tíma- bær, enda leit bandalagsstjórnin strax á það sem eitt af sínum mest aðkallandi verkefnum að fá á þessu leiðréttingu. Eftir að hafa skrifað húsnæðismála- stjóminni um málið, átti framkvæmda- stjórn bandalagsins viðtal við nefndina þegar um áramótin. Við verðum að vænta þess að viðun- andi lausn fáist í þessu máli, en þar sem því er enn ekki lokið og full ástæða til þess fyrir bandalagsfélögin að veita því það lið sem þau mega, tel ég rétt að láta koma hér fram helztu rök bandalagsins í þessu efni, en þau eru: l)Ríkissjóður fær sjálfur 20% af fé líf- eyrissjóðsins til eigin lánsþarfa. 2) Af þeim 80%, sem varið er til byggingalána opinberra starfsmanna, borga starfsmenn- irnir sjálfir helminginn, og má líta á það sem þeirra eigið sparifé. 3) Við endur- skoðun launalaga og kaupákvarðanir hafa hin sérstöku hlunnindi opinberra starfs- manna verið metin til fjár og látin koma fram í lægra kaupi, svo að þau eru þá einnig borguð sérstöku verði. 4) Ymsar opinberar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að veita almannafé í sjóði hús- næðismálastjórnar, en opinberir starfs- menn fá einir allra stétta ekki að njóta þess. 5) Skattfríðindi, vísitala á skulda- bréf húsnæðismálastjórnarinnar og fleiri opinberar ráðstafanir hafa gert það að verkum, að fé á frjálsum lánamarkaði hefur leitað til sjóða húsnæðismálastjórn- arinnar, en við það hafa lánsfjármögu- leikar opinberra starfsmanna takmarkast mjög, svo að byggingarmálum þeirra er siglt í algjört strand. Húsnæðismálastjórnin óskaði í fyrstu ÁSGARÐUR 3

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.