Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Side 7
"7
ABENDiNG
til deilda og stofnana ríkisins.
Þér forstjórar, fulltrúar og aðrir, sem annist innkaup fyrir
ríkið eða ríkisfyrirtæki, hafið í huga að stofnun vor er til
þess að annast öll innkaup fyrir ríkið og einstakar deildir
þess, að einkasölunum frátöldum.
Lög og reglugerð hér að lútandi hefir verið sniðgengin að
verulegu leyti.
Fjölmargar ríkisstofnanir hafa þó gert innkaup sín fyrir milli-
göngu vora á mjög ánægjulegum og hagkvæmum grundvelli.
Sannanir eru fyrir því, að milljónir króna hafa sparazt fyrir
ríkið vegna tilveru og starfa Innkaupastofnunar ríkisins.
Innkaupastofnun ríkisins var stofnsett í tvennum tilgangi:
í 1. lagi, að safna á eina hönd öllum innkaupaþörfum ríkis
og ríkisfyrirtækja, þannig að í krafti þess mikla
vörumagns fengist allra lægsta verð á heims-
markaðinum.
í 2. lagi, að spara sömu stofnunum að hafa mann með sér-
stakri verzlunarþekkingu, og jafnframt spara dýr-
mæta starfskrafta tæknisérfræðinga, s. s. verk-
fræðinga, lækna, veðurfræðinga o. s. frv., sem víða
veita opinberum stofnunum forstöðu, og hafa þurft
að vasast í vöruinnkaupnm jafnhliða starfi sínu.
Kynnið yður starfsemi stofnunar vorrar; forstjóri vor mun
gefa yður allar upplýsingar.
Innkaupastofnun ríkisins
Ránargötu 18, símar: 18565—18566.
ÁSGARÐUR 5