Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 19
Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður: Áfmælisósk B.S.R.B. til handa Málgagn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja kemur helzt til sjaldan út. VII. árgangur 1952, eitt tölublað, VIII. árgang- ur 1955 sömuleiðis, auk nafnbreytingar — og svo ekki söguna meir. Sú var þó tíðin, að blaðið átti hlutverki að gegna, leysti af hólmi Starfsmannablað Reykjavíkur, sem bæjarstarfsmenn höfðu haldið úti í sex ár með þónokkrum krafti, flest árin 6 tölublöð, en lögðu nú til sameiginlegum málstað eftir stofnun bandalagsins. Fyrsti árgangur hins nýja blaðs náði að sönnu þremur tölublöðum, en síðan eitt blað á ári, fyrsta tölublað nýs árgangs, og það eiginlega mestmegnis þingtíðindi ein saman. Starfsmannablað Reykjavíkur var bar- áttumálgagn. Starfsmannafélag Reykja- víkurbæjar hafði átt í þriggja ára launa- deilu, þegar blaðið var stofnað. Ári síðar var áfanga náð í launadeilunni með launasamþykkt fyrir bæjarstarfsmenn 1939. Það sem einkum skorti á, að sam- þykktin væri viðunandi, var að samn- ingsréttur bæjarstarfsmanna hékk í lausu lofti, var hvorki neitað né viðurkenndur. Þess vegna gengu bæjarstarfsmenn skrefi framar og áttu upptökin að því, að grund- völlur var lagður að samstarfi opinberra starfsmanna með stofnun fulltrúaráðs nokkurra helztu félaga þeirra. Ári síðar sá B. S. R. B. dagsins ljós. Þess var gætt í fyrsta stjórnarkjöri og hin fyrstu ár, að styrkleika-hlutfall milli ríkisstarfsmanna og bæjarstarfsmanna héldist. Þannig skipuð stjórn vann fyrsta sigur banda- lagsins 1945 með setningu launalaganna, enda stóð þá heldur ekki á fullri viður- kenningu á samningsrétti bæjarstarfs- manna á sínum vettvangi og í sömu atrennu. Ekki er þess að dyljast, að samstarf bæjarstarfsmanna og ríkisstarfsmanna hefur farið úr þeim skorðum, sem því var sett í upphafi. Bæjarstarfsmennirnir eru enn sem fyrr langstærsti hópurinn innan B. S. R. B. en hafa verið áhrifalitlir um stjórn bandalagsins undanfarin ár. Rang- lega hafa þeir látið þá hugsun einangra sig, að bandalags-þing og bandalags-stjórn varðaði fyrst og fremst ríkisstarfsmenn. Þessa hugsun þarf að kveða niður, þegar af þeirri ástæðu, að launamálin geta ekki verið sérmál annarrar hvorrar heildar- innar. Eg veit ekki annað áhrifaríkara meðal til þess að efla samstarfið af nýju, heldur en útgáfa blaðs á svipuðum grundvelli og gömlu starfsmannablöðin voru, en fjöl- breyttara. Eg óska þess vegna blaðinu framgangs og framhalds — eftir 15 ára afmælið. ÁSGARÐUR 1 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.