Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 27

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Síða 27
Ef til kemur við stofnanir þær, sem samþykkt þessi nær til, ný staða, sem þar er ekki talin, skal á sama hátt og segir í 1. málsgr. skipa hlutaðeigandi starfs- mann í launaflokk. 4. gr. Þegar aldursflokkarnir eru ákveðnir samkvæmt 1. gr., er heimilt að taka tillit til starfsaldurs hlutaðeig- andi starfsmanna við sams konar störf, þótt eigi hafi verið unnin í þjónustu bæjarins. Nú flyzt starfsmaður í stöðu í hærri launaflokki og skal hann þá taka laun á því launastigi í hinum nýja flokki, sem næst er fyrir ofan þá launaupphæð, er hann hafði náð í hinum lægri launaflokki. 5. gr. Á laun samkvæmt samþykkt þessari skal greiða verð- lagsuppbót. 6. gr. Fastir starfsmenn, sem vinna vaktavinnu, fá greidd 33% álag á vaktir, sem staðnar eru á tímanum kl. 21 til 8. Grunntala álagsins pr. klst. er ákveðin þannig, að deilt er með 160 í hámarkskaup á mánuði í launaflokki viðkomandi starfsmanns samkv. 2. gr. launasamþykktar og 33% síðan reiknuð af þeirri tölu, sem þá kemur út. Álag þetta greiðist eftir á fyrir umliðinn mánuð. Verðlagsuppbót greiðist á álagið samkv. 5. gr. 7. gr. Nú hefur starfsmaður verið í fastri þjónustu kaup- staðar í full 10 ár og skal hann þá fá greidda árlega persónuuppbót, er nemi mismuni á hámarkslaunum í flokki þeim, sem hann tekur laun í og hámarkslaunum næsta flokks fyrir ofan. Heimilt er að greiða persónu- frádrátt þennan í tvennu lagi, í júlí- og desembermán- uði fyrir umliðin missiri, en jafnan skal greiða iðgjald til lífeyrissjóðs starfsmanna kaupstaðarins af upp- bótinni. 8. gr. Starfsmönnum er skylt að vinna eftirvinnu gegn yfir- vinnugreiðslu; þó er engum starfsmönnum öðrum en þeim, sem gegna lögreglustörfum eða annari öryggis- þjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri, en nemur þriðjung af fullum vikulegum vinnutíma. Greiðsla fyrir eftirvinnu er hámarksmánaðarkaup starfsmanns í launaflokki hans, samkvæmt 2. gr. launa- samþykktar, deilt með 160, að viðbættu 50% álagi. Nætur- og helgidagavinna reiknast á sama hátt að öðru leyti en því, að þar er álagið 100%. Eftirvinna og nætur- og helgidagavinna greiðist sam- kvæmt framangreindum reglum einungis þeim sem kaup taka samkv. VII.—XV.. launaflokki. Yfirvinna starfsmanna í I.—VI. launaflokki, skal einungis greidd með sérstöku samþykki bæjarstjórnar eða bæjarráðs. Yfirvinna skal greidd eftir á fyrir umliðinn mánuð. Yfirvinnu skal skipt sem jafnast milli starfsmanna, eftir því sem föng eru á. Á yfirvinnu greiðist verðlagsuppbót samkv. 5. gr. Yfirvinna verður því aðeins greidd, að starfsmaður sem í hlut á hafi skilað fullum mánaðarstundafjölda. 9. gr. Engar ívilnanir eða launagreiðslur umfram þær sem getið er í 1.—8. gr. hér að framan má veita, nema með sérstöku samþykki bæjarstjórnar. Nú leggur bæjarsjóður eða stofnanir hans starfs- manni til húsnæði, ljós, hita, fæði eða annað slíkt og skal það þá árlega metið af yfirskattanefnd og mats- verðið dregið frá launum. Þá skulu þeir menn, sem bærinn leggur til fatnað vegna starfa þeirra, fá hann ókeypis eftir reglum, sem bæjarstjórn setur. 10. gr. Bæjarstjórn setur reglur um mistalningsfé og greiðsl- ur bifreiðakostnaðar fyrir starfsmenn. Ennfremur skal 1 reglugerð ákveðið um orlof og veikindaleyfi starfsmanna. GREINARGERÐ Á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga 1955, var þeim tilmælum beint til stjórnar sambandsins að hún hefði forgöngu um samræmingu á launakjörum ýmissa starfsmanna sveitar- og bæjarfélga. Stjórnin hóf þegar undirbúning á fulltrúaráðsfundi sambandsins 1956. Á fundi þessum var samþykkt tillaga þess efnis að fela stjórn sambandsins að hafa áfram forgöngu um þetta mál og leita samstarfs ríkis og bæja um lausn þess. Stjórn sambandsins sneri sér þegar til stjómar B. S. R. B. og fór þess á leit að hafnar yrðu viðræður þessara aðila um launamál bæjarstarfsmanna. I des- ember 1956 barst stjórn sambandsins svar við þessari málaleitun, á þá leið að B. S. R. B. hefði kosið nefnd til viðræðna við sambandið um launamál bæjarstarfs- manna og ættu sæti í nefnd þessari: Sveinbjörn Odds- son, form. Starfsmannafélags Akraness, Júlíus Björns- son, varaformaður Starfsmannafélags Reykjavíkur og Guðjón B. Baldvinsson, ritari B. S. R. B. Störf nefndarinnar drógust nokkuð og lágu til þess ýmsar ástæður, m. a. seinagangur í gagnasöfnun, þar sem hvor aðili safnaði gögnum hjá sínum umbjóðanda. Einnig var hér um að kenna langvarandi vanheilsu starfsmanns Sambands ísl. sveitarfélaga. Er lokið var söfnun gagna tók skrifstofa Sambands ísl. sveitarfélaga saman heildarskýrslu um launakjör fastra starfsmanna í kaupstöðum. Var sú skýrsla notuð við samræminguna hvað flokkun varðar. Starfsmenn bæjarfélaganna eru margir utan félags- samtaka, og er því í mörgum bæjum um persónulega samninga að ræða. Launakjör eru því að ýmsu leyti mjög ólík, og jafnvel þar sem samningar hafa verið gerðir, er talsvert ósamræmi, bæði vegna þess að kunn- ugleika hefir skort um háttsemi í málum þessum hjá öðrum bæjarfélögum, og ekki síður hitt að einstakling- ar í svonefndum hærri stöðum, hafa sumir notið þess við ákvörðun launa þeirra, hver hefir verið þeirra stjórnmálaskoðun. Það sjónarmið á hvergi að geta notið sín þegar skipað er 1 launaflokka, nema þá í bæjarstjóra- eða sveitarstjórastöðumar, sem enn virðist þykja sjálfsagt að menn séu ráðnir til fremur eftir stjórnmálaskoðununm en öðrum hæfileikum. Við at- hugun kom 1 ljós að lítill eða enginn munur var á launum þeirra, sem samkv. launastiga hinna stærri bæja var skipað í X.—XIV. launaflokk, og þar sem munur var fyrir hendi hnigu þó öll rök að því, að hann skyldi hverfa. Þykir einsætt að þetta muni hvorki valda misskilningi né árekstrum. Sá hluti, sem fjallar um I. til IX. launafl. er aftur á móti meira matsatriði, þó að stuðst hafi verið við launalög ríkisins, launasamþykktir kaupstaðanna, þar sem þær eru fyrir hendi, og almennt mat starfanna með hliðsjón af því, sem greitt er í kaupstöðunum. Nefndin hefir talið að þau sjónarmið yrðu að ráða, að sömu laun yrðu greidd fyrir samskonar störf, hvar sem þau eru unnin á landinu, og hvort sem þau eru unnin af körlum eða konum. Þess væntir nefndin að drög þessi geti orðið grund- völlur til að byggja á við samninga um kaup og kjör bæjarstarfsmanna, þó að enn sé óunninn sá hluti, sem snýr að starfskjörum einvörðungu. Samræmi næst vitanlega ekki fyrr en sú reglugerð hefir einnig verið unnin, sem vonadi dregst ekki lengi úr þessu, og hvert bæjarfélag á landinu hefir gengið frá málum þessum í samráði við starfsmenn sína. Varðandi flokkunina að öðru leyti viljum vér taka fram nokkur atriði til skýringar. ÁSGARÐUR 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.