Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.05.1958, Qupperneq 29
Vegna sérstöðu nokkra starfsmanna þótti ekki fært
að gera ákveðnar tillögur um skipun þeirra í launa-
flokk.
Starfsmenn þessir eru:
1. Bæjarstjórar sem hafa þá sérstöðu að þeir eru
yfirleitt ráðnir til takmarkaðs tíma, eins kjörtímabils,
og hæfa því ekki þau kjör, sem fastráðnum starfs-
mönnum eru ætluð.
2. Rafveitustjórar eru flestir orðnir fastráðnir starfs-
menn ríkisins og þótti því ekki ástæða til þess að
taka þá með í þessu frumvarpi, en þeir fáu, sem enn
eru fastir starfsmenn kaupstaða eru væntanlega ráðnir
á hliðstæðum kjörum við rafveitustjóra ríkisins.
3. Bæjargjaldkerar hafa sérstöðu meðal fastra starfs-
manna sumra kaupstaðanna, að því er laun snertir,
og þótti því ekki fært að skipa þeim í launaflokka.
Sama máli gegnir um aðalbókara, líka nefndir aðal-
ritarar, þeir verða að kallast skrifstofustjórar, enda eru
þeir það sumsstaðar.
Öðrum starfsmönnum hefur hins vegar verið skipað
í launaflokka IV. til XIV. og skal getið hér nokkura at-
riða í sambandi við þessa flokkun.
IV. fl. Gert er ráð fyrir að hér sé um að ræða vara-
bæjarstjóra eða jafngilt starf.
V. fl I þessum flokki eru skrifstofustjórar stærri
kaupstaða og forstjórar bæjarfyrirtækja svo sem bæjar-
útgerða.
VI. fl. I þennan flokk kæmu skrifstofustjórar smærri
kaupstaða og ýmissa stofnana kaupstaðanna.
VII. fl. Til fulltrúa I. stigs heyra m. a. framfærslu-
fulltrúar, lóðarskrárritarar og/eða byggingarfulltrúar.
Í þennan flokk kæmu einnig forstöðumenn bæjarstofn-
ana, svo sem sjúkrahúsa og ennfremur aðal-bókarar og
-gjaldkerar stærri kaupstaða og stofnana.
VIII. fl. Til fulltrúa II. stigs teljast innheimtustjórar.
og þar má skipa ýmsum eftirlitsmönnum og öðrum
þeim er vinna sambærileg eða hliðstæð störf. Þá koma
í þennan flokk aðal-bókarar og -gjaldkerar smærri
kaupstaða og ýmsra stofnana og fyrirtækja, þó þeim
verði ekki skipað í neinn, ákveðinn launaflokk svo
einsætt þyki.
IX. fl. Til fulltrúa III. stigs teljast eftirlits- og að-
stoðarmenn, er vinna störf, sem ekki verða talin jafn
vandasöm eða umfangsmikil og störf fulltrúa II. stigs.
X. —XV. fl. Þessir flokkar þurfa varla sérstaka skýr-
inga við þar sem starfsheitin skýra sig að mestu sjálf.
Það skal þó tekið fram að með aflvélstjórum, er átt við
þá, sem stjórna mikilvirkum vélum, krönum, skurð-
gröfum og jarðýtum af stórri gerð.
Hjúkrunarkonur og lögregluþjónar eru alls staðar 1
sömu launaflokkum og hafa laun annarra starfsmanna
mjög verið við það miðað. Sama gildir um verkamenn
og iðnlærða starfsmenn.
Flokkstjórum var sleppt vegna þess að þeir munu
óvíða vera starfandi, en í launastiga er þeim ætlað
þrep næst fyrir ofan sérverkamenn eða iðnaðarmenn
séu þeir iðnlærðir.
Réttara þótti að nota ekki starfsheitin eftirlits- og
aðstoðarmenn, þar sem þau eru oft villandi og gefa
enga hugmynd um starfann sjálfann. Hins vegar voru
tekin úr launalögum starfsheitin fulltrúar, bókarar og
ritarar I. II. og III. stigs, þar sem ætla má að þau
festist í málinu og fái ákveðna merkingu.
Meðalalýsi
Fóðurlýsi
MEÐALALÝSI, bæði ÞORSKALÝSI
og UFSALÝSI, í eftirgreindum umbúð-
um:
Flöskur, innihald 325 gr., 24 og
48 fl. í kassa.
Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir
í kassa.
Brúsar, innihald 21 kg.
Tunnur, innihald 105 kg.
Tunnur, innihald 193 kg.
LÚÐULÝSI í dósum, innihald 2,5 kg.
FÓÐURLÝSI í eftirgreindum umbúð-
um:
Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir
í kassa.
Brúsar, innihald 21 kg.
Tunnur, innihald 105 kg.
Tunnur, innihald 180 til 195 kg.
Vitamíninnihald lýsisins:
Þorskalýsi yfir 1000 A 100 D
Ufsalýsi yfir 2000 A 200 D
Lúðulýsi yfir 50000 A
Fóðurlýsi yfir 1000 A 100 D
Sendum gegn póstkröfu til kaupenda
úti á landi. Fyrirspumum svarað í síma
15212. — Afgreiðsla lýsisins er á
Grandavegi 42.
LÝSI H.F.
Hafnarhvoli, P. O. Box 625.
Reykjavík.
í
ÁSGARÐUR 27