Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Qupperneq 10

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Qupperneq 10
á að ráða nýja starfsmenn eða flytja starfsmenn á milli starfa, svo eitthvað sé nefnt. Það, sem í starfslýsingunni þarf að koma fram, er m. a.: 1. Starfsheitið sjálft. 2. Stutt lýsing á starfinu. 3. Eðli starfsins, af hvaða hlutverkum það samanstendur og hversu löngum tíma er varið til einstakra verka í hundraðshlutum vinnutímans. 4. Geta þarf tækja, véla og efna, sem notuð eru, til þess að betur sé unnt að gera sér grein fyrir því, hversu vandasamt og flókið það er. 5. Geta þarf um vinnuskilyrðin og um- hverfi það, sem starfið er unnið í. 6. Geta þarf um nauðsynlega hæfni, s. s. menntun og reynslu, sem þarf til að gegna tilteknu starfi. Fleiri upplýsinga kann að vera þörf í starfslýsingunni eftir því, hvaða þætti ákveðið hefur verið að nota í matinu. Venjulega er það vinnuveitandinn, sem lætur semja starfslýsingamar í samráði við þá, sem störfunum gegna eða fulltrúa starfshópa. Um uppbyggingu matskerfis- ins gegnir aftur öðru máli, það er venju- lega ákveðið sameiginlega af vinnuveit- anda og starfsmönnum eða samtökum þeirra, sé um það að ræða. Þegar að sjálfu matinu kemur, er venjan, að komið sé á fót matsnefnd, sé um eitt fyrirtæki að ræða, nefnd, þar sem bæði stjórnendur og starfsmenn eiga fulltrúa, sem annast matið. Hugsanlegt er einnig að fela starfið sérfræðingi. Algengast er, að starfsmats- kerfið nái til eins fyrirtækis, en ekkert er til fyrirstöðu, að það geti náð til stærri heilda. Er stigafjöldi hefur verið ákveðinn fyr- ir hin einstöku störf af matsnefndinni, er störfum hennar lokið, a. m. k. í bili. Hinu raunverulega mati er þar með lokið. Að fengnum niðurstöðum starfsmats- ins liggur næst fyrir, að skipa störfunum niður í launaflokka og ákveða flokka- taxtana. Sambandið milli stigatalna starfanna og kaupsins má útskýra með línuriti. Launakúrfan getur verið hvort heldur bein lína eða bogin eftir því, hver launa- mismunurinn skal vera. Form hennar og staðsetning í línuritinu er allssendis óskyld sjálfu starfsmatinu. Hún segir eingöngu til um, hversu mikið skuli greiða fyrir starf, sem metið er á svo eða svo mörg stig. Stigabil — launaflokkar Stigabil Launaflokkur Lágmark Hámark 0 — 169 1 170 — 195 2 196 — 221 3 222 — 247 4 248 — 273 5 274 — 299 6 300 — 325 7 326 — 351 8 352 — 377 9 378 — 403 10 404 — 429 11 430 — 455 12 456 — 481 13 482 — 500 14 10 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.