Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Page 17
Kosið í Hafnarfirði.
andi áhugi, á síðasta aðalfundi mættu
sextán félagar í fjögur hundruð manna
félagi.“
Hafnarfjörður.
í Hafnarfirði er kosið í Lækjarskólan-
um, eins og barnaskólinn við Lækinn er
kallaður. Formaður undirkjörstjórnar í
Firðinum er Eiríkur Pálsson, skattstjóra-
fulltrúi. í Hafnarfirði eiga kjörsókn ríkis-
starfsmenn búsettir í Hafnarfirði og
Garðahreppi. Einn þriðji hluti félags-
manna hefur neytt atkvæðisréttar síns,
þegar litið er inn að kvöldi laugardags.
Með Eiríki Pálssyni sitja í kjörstjórn þeir
Snorri Jónsson kennari og Þorgeir Ibsen
skólastjóri og allir eru þeir hressir og
vongóðir um að Hafnarfjarðarkjördæmi
muni áreiðanlega skila sér vel.
Laugardagskvöld.
Klukkan er rúmlega tíu að kvöldi laug-
ardags, og síðustu listar eru að berast
upp á skrifstofuna á Bræðraborgarstíg
neðan úr skóla. í ljós kemur að um það
Framámenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana.
bil þriðjungur félagsbundinna manna
hefur greitt atkvæði fyrri daginn í
Reykjavík. Utan af landsbyggðinni ber-
ast þær fréttir, að atkvæðagreiðslan hafi
gengið þar yfirleitt fjörugar til og m. a.
hafa allir félagar á Siglufirði skilað sér
á kjörstað, og frá fleiri stöðum berast
góðar fréttir.
Aróðursnefndin leggur á ráðin fyrir
sunnudaginn, og ákveðið er að mæta
snemma og skipuleggja harða sókn. Allir
eru á einu máli um það, að litið verði á
úrslit allsherjaratkvæðagreiðslunnar sem
nokkurs konar barómet um áhuga ríkis-
starfsmanna fyrir nýjum samningum.
Sunnudagurinn.
Veður er hagstætt á sunnudag, og kjör.
sókn helzt svipuð og daginn áður. Fjöl-
menni er á skrifstofunni á Bræðraborgar-
stíg og sífellt kapphlaup um símann, allir
vilja hringja og ýta við þeim, sem enn
hafa ekki greitt atkvæði. Flestir sem nást
til hafa uppi einhverjar afsakanir og lofa
að bæta ráð sitt, sumir eru fjarverandi
ÁSGARÐUR 1 7