Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Page 18

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Page 18
♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Spyrjið um skrautskeyti LANDSSÍMANS ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ þegar þér sendið vinum yðar tækifæriskveðjur. Sýnishorn eru í Símaskránni. aðrir veikir sem sagt allur gangur. Reynt er að hafa samband við sem flesta trún- aðarmenn til að þeir geti safnað sínu fólki saman. Starfið á skrifstofunni líkist nú meir venjulegum kosningarstörfum, en daginn áður, menn eru einbeittari á svipinn og allir virðast keppa að sama marki. Spáð er um þátttöku og virðast menn á einu máli um, að gott geti talizt, ef næst yfir sjötíu prósent. Það líður að lokum og síðasti sprettur- inn er harður og horfur góðar. Um mið- nætti kemur í ljós, að rúmlega áttatíu prósent félagsmanna í kaupstöðum lands- ins, þar sem greitt hefur verið atkvæði á laugardag og sunnudag, hafa mætt á kjör- stað. Miklu betra en bjartsýnustu menn höfðu leyft sér að vona. Úrslitin. 1. marz lauk yfirkjörstjórn talningu og sendi frá sér eftirfarandi greinargerð til blaða og útvarps: Allsherjaratkvæðagreiðslu um upp- sögn kjarasamninga ríkisstarfsmanna er nú lokið og voru atkvæði talin 1. marz. Á kjörskrá voru 3870 félagsbundnir meðlimir B.S.R.B. og neyttu 3066 at- kvæðisréttar síns eða 79,3%. Einnig höfðu atkvæðisrétt ófélagsbundnir ríkisstarfs- menn, sem voru á kjörskrá 1105 og greiddu 573 þeirra atkvæði eða 51,9%. Þannig tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 3639 ríkisstarfsmenn af 4975 á kjörskrá eða alls 73,1%. Tillaga stjórnar B.S.R.B. um að segja upp samningum var samþykkt með 3468 atkvæðum eða 95,3% greiddra atkvæða alls. Andvígir uppsögn voru 128 eða 3,5%. Auðir seðlar og ógildir voru 43 eða 1,2%. B. 18 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.