Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Qupperneq 25

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1965, Qupperneq 25
Blaðað í fundargerðarbók BSRB Nýr samningur. Aðalfrétt frá stjórn B.S.R.B. síðan Ásgarður kom út í desember s.l. var samningur Kjara- ráðs f. h. B.S.R.B. við fjármálaráðherra f. h. ríkisstjórnarinnar, sem undirritaður var þann 28. janúar s.l. og í tilefni af því sendi stjórn B.S.R.B. svohljóðandi frétt til blaða og útvarps: í dag 28. janúar var undirritaður samningur milli fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Kjara- ráðs f. h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um 6,6% launahækkun til ríkisstarfsmanna frá 1. okt. 1964 að telja, þó helzt yfirvinnukaup og vaktaálag óbreytt til 1. janúar 1965. Frá 1. janúar 1965 lækkar eftirvinnuálag úr 60% í 50% og verður því kaup fyrir eftirvinnu óbreytt að krónutölu, en nætur- og helgidaga- kaup hækkar jafnt og föstu launin, svo og vaktaálag. Um verðlagsuppbót á allar launagreiðslur fer samkvæmt lögum. f júnímánuði s.l. óskaði stjórn B.S.R.B. eftir samkomulagi við ríkisstjórnina á sama grund- velli og gert var milli ríkisstjórnarinnar, Al- þýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands. Þegar þeirri ósk hafði verið synjað af ríkis- stjórninni og komið var fram í desember, ákvað bandalagsstjórnin að gera launahækkunarkröfu á grundvelli 7. gr. kjarasamningalaganna, enda voru orðnar almennar launahækkanir annarra stétta. Bandalagsstjórn telur rétt að taka þá upp að nýju kröfu um 15% launahækkun, sem Kjara- dómur synjaði 31. marz 1964, til þess að ítreka fyrri kröfur, ef málið gengi til Kjaradóms. í upphafi viðræðna samningsaðila í desember s.l. kom það skýrt fram, að ríkisstjórnin léði ekki máls á viðræðum um 15% kröfuna, sem Kjaradómur þegar hafði hafnað, en lýsti sig þá reiðubúna að ræða um launahækkanir, sem byggðust á júnísamkomulaginu. Þegar svo var 'komið töldu Kjararáð og stjórn B.S.R.B. rétt að takmarka viðræðurnar að þessu sinni við grundvöll júnísamkomulagsins og fresta kröfunni um 15% launahækkun þangað til í heildarendurskoðun kjarasamninganna, sem fram munu fara á þessu ári. Ofangreindur samningur er því eingöngu byggður á júnísamkomulaginu. Mótmæli. Um miðjan desember s.l. samþykkti stjórn B.S.R.B. mótmæli gegn framkomnu stjórnar- frumvarpi á Alþingi um hækkun á söluskatti. Orlof. Lagt var fyrir stjórn B.S.R.B. frumvarp til laga um orlof, sem felur í sér lengingu orlofs þannig að þeir sem starfað hafa skemur en 10 ár fái 21 virkra daga orlof í stað 18 áður, næstu 5 árin lengist orlofið úr 21 í 24 virka daga en sé óbreytt eða 27 virkir dagar eftir 15 ára þjónustu. Stjórn B.S.R.B. féllst á þetta frumvarp fyrir sitt leyti, en óskaði jafnframt eftir, a ðorlof þeirra, sem hafa lengri starfstíma en 20 ár, verði lengt í 30. virka daga. Málaferli. Fyrir Kjaradómi höfðaði Lögreglufélag Suður- nesja mál gegn ríkissjóði til greiðslu áhættu- þóknunar. Urslit málsins urðu þau, að Kjara- dómur taldi sig ekki eiga að fjalla um það og vísaði því frá. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að taka mál þetta upp fyrir Félagsdóm og var Agli Sigurgeirssyni, hrl. falið að flytja það. Dómur hefur gengið í undirrétti í máli Geirs Gunnarssonar fyrrv. skrifstofustjóra í Hafnar- firði, sem höfðað var vegna brottvikningar úr starfi. Samkvæmt undirréttardómnum var brott- vikningin talin lögleg, en Geir tildæmdar nokkrar fjárbætur vegna of skamms uppsagnarfrests. Dómurinn var m. a. byggður á þeirri forsendu, að réttur sá sem ríkisstarfsmenn hafa skv. lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins næðu ekki til starfsmanna Hafnarfjarðarkaup- staðar. Dómnum hefur ekki enn verið áfrýjað, en á hinn bóginn hefur starfsmannafélag Hafn- arfjarðar fengið staðfestingu á, að framangreind lög um réttindi og skyldur nái til bæjarstarfs- manna þar. Nefndaskipan. Á stjórnarfundi B.S.R.B. 9. desember s.l. var samþykkt að fá flutta þingsályktunartillögu á Alþingi um skipun nefndar til endmskoðunar laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Áður en til slíks flutnings kom féllst ríkis- stjórnin á að skipa nefnd, og var í tilefni þeirrar ÁSGARÐUR 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.