Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Blaðsíða 7
Kaupmáttarþróunin Efri línan, brotna línan, í línu- ritinu segir hins vegar nokkuð aðra sögu. Hér sýnum við kaup- máttarþróun launanna frá 1. júlí 1977, þ. e. deilum framfærslu- vísitölu í launin á hverjum tíma. Ef við setjum kaupmáttinn=100 þann 1. júlí 1977, þá eykst hann 1. sept. upp í 100.91 og 1. des. upp í 101.32, vegna grunnkaups- hækkana skv. samningi BSRB og óskertrar kaupgjaldsvísitölu. 1. mars 1978 fellur kaupmáttur- inn hins vegar niður í 96.83 og 1. júlí niður í 91.26. Þann 1. sept. 1978 eykst hann fyrst upp í 100.17, heldur sér í 100.38 þann 1. des. og líka í 100.10 þ. 1. mars. En nú sígur einnig þarna á ógæfuhliðina, því að 1. júní fellur kaupmátturinn niður í 99.27 og 1. sept. s.l. niður í 97.74 miðað við 100 í upphafi samningstímans. Við sjáum hér, að það eru ekki margir mánuðir frá upp- hafi samningstímabilsins, þar sem kaupmátturinn hefur verið meiri en kaupmátturinn 1. júlí 1977, þ. e. yfir 100, þrátt fyrir það, að við sömdum um 5 grunn- kaupshækkanir, sem áttu að bæta kjörin á tímabilinu, auk bestu kaupgjaldsvísitölu, sem BSRB hefur nokkurn tíma samið um. Ástæður þessa eru skerðing- ar ríkisvaldsins á þeim samn- ingum, sem fjármálaráðherra staðfesti sjálfur með undirs'krift sinni. Skipting skerðingarinnar í grófum dráttur má segja, að 5% þessarar skerðinga séu í tengslum við svonefndan félags- málapakka og skattbreytingar í desember, rúm 4% vegna við- skiptakjaravísitölu, 1.3% vegna olíustyrks og um 1 % vegna nýs vísitölugrundvallar og fleiri breytinga, sem gerðar voru í sambandi við svonefnd „Olafs- lög“, þ. e. lög nr. 13 frá 10. apríl 1979. Það skal tekið fram, að hér er fjallað um kjör í mjög þröngri merkingu. Ekki er unnt að svo stöddu að meta áhrif skatta- breytinga, félagsmálapakka, sem ekkert hefur gefið opinberum starfsmönnum, vaxtabreytinga og launaflokkahækkana svo að nokkur dæmi séu nefnd. Hins vegar skýra ofangreind- ar upplýsingar þá samþykkt samninganefndar og stjórnar BSRB, að launin þurfi að hækka að meðaltali um 10—15% til þess að samningurinn frá 1977 teljist í gildi. BA. Samninganefnd og stjórn BSRB ræddu kjaraskerðinguna og samningsaðstöðu bandalagsins á nokkrum fundum. Þessi mynd var tekin á fundi þessara aðila 12. sept. s.l. ASGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.