Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.09.1979, Qupperneq 18
ALÞINGI BÆTIR SUMUM 3% SKERÐINGU
✓
✓
VERÐBOLGUSKRUFAN
Það geisar víðar verðbólga en
á íslandi. f ísrael var verðbólg-
an 37% árið 1977 og um 50%
árið 1978. Ásgarði þótti því
fróðlegt að fá í hendurnar grein
eftir Yerucham Meshler, en hann
er framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambands ísrael. Eftirfarandi er
þýtt og endursagt úr þessari
grein, sem er skrifuð í mars
á þessu ári og birt í málgagni
Alþjóðasambands frjálsra verka-
lýðsfélaga:
Frjálshyggjuleiðin
í lok október 1977, nokkrum
mánuðum eftir kosningasigur
sinn, samþykkti Likud-ríkis-
stjórnin (stjórn hægri flokka)
efnahagslega viðreisnaráætlun.
Nokkru áður hafði hún hafnað
tillögum alþýðusambandsins um
að verkalýðshreyfingin, ríkis-
stjórnin og atvinnurekendur
gerðu með sér samkomulag sem
tæki til verðlags, skatta og gróða
til þess að hægja á verðbólgunni
svo skjótt sem auðið væri.
Þess í stað byggði ríkisstjórnin
stefnu sína á klassiskri frjáls-
hyggju, en helsti talsmaður
hennar um þessar mundir er
Milton Friedman, prófessor við
háskólann í Chicago.
Helsti burðarás þessarar
stefnu er að ríkið hafi sem
minnst afskipti af efnahags- og
þjóðmálum.
Það er ekki nóg með að þessi
hugmyndafræði sé með öllu ó-
framkvæmanleg undir þeim sér-
stöku kringumstæðum, sem eru
í ísrael, heldur hefur henni ver-
ið hafnað í flestum vestrænum
löndum. í anda þessarar stefnu
setti ríkisstjórnin gengið á ffot
og stefndi á 50% gengissig, af-
nam gjaldeyrishömlur (gjaldeyr-
issmyglurum til óblandinnar
ánægju) og hækkaði virðisauka-
skattinn úr 8% í 12%.
Helsta vandamálið var að
stöðva verðbólguna, sem var
37% á árinu 1977, en ríkis-
stjórnin hellti olíu á verðbólgu-
bálið. 50% gengissig ísraelska
pundsins var orðið 90% áður en
fyrsta ár efnahagsviðreisnarinn-
ar var liðið.
Helstu fórnarlömbin eru eins
og venjulega, þegar svona stend-
ur á, launafólk og lífeyrisþegar
á meðan auðugir eignarmenn
mata krókinn.
Krafa um
vítitölukerfi
Alþýðusambandið fékk því
framgengt, að kaupgjaldsvísi-
tölukerfið var endurbætt, nýir
samningar með nokkrum grunn-
kaupshækkunum voru gerðir fyr-
ir árin 1978—79, og ríkisstjórn-
in skrifaði undir sex mánaða
verðstöðvun á helstu nauðsynja-
vörum, þjónustu og sköttum.
Þannig hefur tekist að halda
kaupmætti verkamanna í horf-
inu.
Ríkisstjórnin telur hins vegar
almenning hafa allt of mikið fé
handa á milli — umframeftir-
spurnin sé höfuðvandinn. Við
segjum hins vegar að vandinn
felist ekki í of háum launum,
það séu eignamenn, gjaldeyris-
braskarar og allir þeir er nærast
á verðbólgugróðanum, sem hafi
of mikið handa á milli. En í
stað þess að ráðast á þá, ætlar
ríkisstjórnin að minnka opinber
útgjöld og fyrst er lagt til atlögu
við heilbrigðisþjónustu fyrir hina
fátækustu. Þetta getum við á
engan hátt samþykkt.
Helstu kröfur okkar varða
annars kaupgjaldsvísitöluna,
skatta, verðlag, skipulagningu
landbúnaðar og iðnaðar, hús-
næðismál, atvinnuöryggi, trygg-
ingar og aðgerðir til að örva
framleiðni.
Verðbætur á laun verða að
koma tvisvar á ári og ef verð-
bólgan er meiri en 36% á ári
18
ASGARÐUR