Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 1
1 8 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 6 . S E P T E M B E R 2 0 2 1
Bálfarafélagið
endurvakið
Boðskapur
Gunnars
Tímamót ➤ 18 Menning ➤ 24
Cotton candy
og Moon drops
vínber!
Pssst ... takmarkað
magn
Safarík vínber eru
best núna!
Mmm ...
VIÐSKIPTI Hlutabréfaverð hefur
lækkað síðustu daga meðal ann-
ars vegna þess að auknar líkur eru
á að vinstristjórn taki við. Sveinn
Þórarinsson, greinandi hjá Lands-
bankanum, segir að nýjasta skoð-
anakönnun Maskínu virðist hafa
hrint lækkunum af stað.
„Óvissan snýr að […] hvað mis-
munandi stjórnarmyndanir muni
leiða af sér,“ segir Valdimar Ármann
hjá Arctica Finance. SJÁ SÍÐU 6
Fjárfestar óttast
vinstristjórn
Valdimar
Ármann, for-
stöðumaður hjá
Arctica Finance
Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda segir sterkt samband
milli okur iðgjalda, engrar
verðsamkeppni trygginga-
félaga og fádæma góðrar
afkomu félaganna. Kunnugleg
gífuryrði, segja Samtök fjár-
málafyrirtækja.
bth@frettabladid.is
NEYTENDUR Eins og fram kom í
Fréttablaðinu í gær hafa greinaskrif
framkvæmdastjóra Samtaka fjár-
málafyrirtækja (SFF), viðbragð við
skrifum Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB) um það sem félagið kallar
okur tryggingafélaga, leitt til form-
legrar kvörtunar sem lögmaður FÍB
hefur sent Samkeppnisstofnun. FÍB
telur að SFF hafi með ólögmætum
hætti tekið að sér hagsmunagæslu
fyrir tryggingafélögin. Hagsmuna-
gæslan kunni að hamla frjálsri
samkeppni sem skaði neytendur
og sé brot á samkeppnislögum. SFF
telja sig ekki hafa brotið lög, enda
sé samtökunum frjálst að fjalla um
tryggingamarkaðinn, þau hafi ekki
dregið taum tiltekinna fyrirtækja.
Baksaga málsins er að FÍB stað-
hæfði að á undanförnum sex árum
hefðu iðgjöld bílatrygginga hækkað
um 44 prósent en verðlagsvísitala
hefði á sama tíma hækkað um 17
prósent. Slysum í umferðinni hefði
á tímabilinu fækkað verulega.
„Tryggingafélögin græða á tá og
fingri eins og viðskiptafréttir bera
með sér. Kemur auðvitað ekki á
óvart, viðskiptamódelið er skot-
helt: Engin verðsamkeppni, stöðug
hækkun iðgjalda, minnkandi kostn-
aður og velþóknun stjórnvalda,“
segir FÍB.
Þá segir félagið, sem gætir hags-
muna um 18.000 félagsmanna, að
söfnunarsjóðir tryggingafélaganna
belgist út vegna oftekinna iðgjalda.
Félagið segir enn fremur að iðgjalda-
hækkanir á bílatryggingum séu
komnar út yfir allt velsæmi. Á sama
tíma hafi tryggingafélögin mörg
undanfarin ár kynnt fádæma góða
afkomu. Iðgjöld bílatrygginga séu
að jafnaði tvöfalt hærri hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum og er
ekki um það deilt.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmda-
stjóri SFF, brást við þessum skrifum
FÍB í svargrein sem hefur birst bæði
á visir.is og á heimasíðu samtak-
anna. Þar segir hún FÍB nota kunn-
ugleg gífuryrði um okur og vafa-
sama viðskiptahætti. Valdar tölur
úr opinberum gögnum séu notaðar
til að styðja við þær fullyrðingar en
samtökin geri athugasemdir við
framsetninguna.
Í tilfelli tryggingafélaga segja SFF
að laun skipti miklu máli þegar
kemur að fjárhæð bótagreiðslna.
Laun séu lögð til grundvallar við
mat á þeirri tryggingavernd. Á fyrr-
nefndu tímabili hafi laun hækkað
um 59 prósent.
Þá bendir Katrín á að viðgerðar-
kostnaður bifreiða hafi hækkað um
36 prósent og því sé ekki bara hægt
að horfa til vísitölu neysluverðs
þegar rýnt sé í verðhækkanir trygg-
ingafélaga, launaþróun á Íslandi
skipti einnig gríðarmiklu máli. n
Segja hækkanir út yfir allt velsæmi
Runólfur
Ólafsson,
framkvæmda-
stjóri FÍB
Svæði við hraunjaðarinn í Nátthaga voru rýmd eftir að hraun fór að renna þar niður á nýjan leik þegar virkni tók sig upp í eldgosinu eftir níu daga hlé. Þegar og ef Nátthagi fyllist og hraunið fer að
flæða yfir kverkina sem ljósmyndarinn stendur á mun það flæða áfram niður að Suðurstrandarveginum og taka hann í sundur. Óvíst er hversu langan tíma það mun taka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR