Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 2
Háskólagarðar við Nauthólsveg formlega opnaðir
Hverfandi sumarsólin skein á gesti við opnun nýrra Háskólagarða í Öskjuhlíðinni í gær þar sem rúmlega 250 íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í
Reykjavík voru tekin í notkun. Ragnhildur Helgadóttir, nýráðinn rektor, sagði að mikið gleðiefni væri að geta loksins opnað garðana. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
RENAULT
EXPRESS
NÝR
Fyrir kröfuharða fagaðila
BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is
5 ÁRA ÁBYRGÐ!
Renault Express
Dísil (5,1 l/100 km*), beinskiptur,
Verð: 2.733.870 kr. án vsk.
Verð: 3.390.00 kr.
*Drægni miðast við uppgefnar tölur framleiðanda samkvæmt nýjum WLTP staðli um drægni í raunvegulegum aðstæðum.
Dóra María Lárusdóttir, sem
varð Íslandsmeistari með
Val á dögunum, spilar með
nokkrum stelpum sem voru
ekki fæddar þegar hún spilaði
sinn fyrsta leik fyrir Val. Það
er stundum gert grín að henni
fyrir orðanotkun í klefanum.
benediktboas@frettablaid.is
FÓTBOLTI Dóra María Lárusdóttir
varð Íslandsmeistari með Vals-
konum á dögunum í áttunda skiptið.
Aðeins Vanda Sigurgeirsdóttir er
með f leiri Íslandsmeistaratitla í
kvennaknattspyrnu. Hún spilaði
sinn fyrsta leik fyrir Val 13. júlí 2001
og síðan eru þeir orðnir 269 talsins
og mörkin orðin 94 í deildinni.
Alls hefur hún spilað á ferlinum
333 leiki fyrir Val og skorað 118
mörk auk 114 landsleikja þar sem
hún skoraði 18 mörk.
Í liði Vals í dag eru meðal annars
Ída Marín Hermannsdóttir, sem var
ekki fædd þegar Dóra spilaði fyrsta
leikinn sinn í meistaraflokki. Vara-
markvörðurinn Katla Tryggvadóttir
er fædd 2005 en þá var Dóra búin
að vera í tvö ár í landsliðinu. Svo er
Arna Eiríksdóttir, sem kom í heim-
inn 2002 og viðurkennir að Dóra sé
sín helsta fyrirmynd þegar kemur
að fótboltanum. Þegar Valur varð
Íslandsmeistari árið 2008 fékk Arna
einmitt mynd af sér með goðinu sem
hún spilar núna með.
Dóra hefur einmitt fylgst vel með
öllum Eiríksdætrum enda mamma
þeirra, Guðrún Sæmundsdóttir, goð-
sögn í kvennaboltanum. „Þær systur
eru allar mjög góðar í fótbolta en
mjög ólíkar. Þær eru eins og ég, upp-
aldar í 108 en foreldrar okkar eru
Valsarar og við eltum þá,“ segir Dóra.
Hún segir að þær geti komist eins
langt og Hlín, sem er þegar farin að
láta að sér kveða í atvinnumennsku
og íslenska landsliðinu.
Dóra, sem er 36 ára og var að klára
sitt tuttugasta tímabil í efstu deild,
segir að sér líði vel og hún sé ekkert
að spá í hvort hún sé hætt eða ekki.
„Ég upplifi mig oft sem mikið
aðhlátursefni í klefanum. Þær stelp-
urnar hlæja að mér eins og ég að
mömmu minni fyrir orðanotkun
og annað. Ég er alltaf að reyna að
vera hipp og kúl en með misjöfnum
árangri,“ segir Dóra María.
Hún bendir á að hún sé eldri en
pabbi einnar stelpu í liðinu og sé
hætt að reyna að skipta sér af tón-
listinni í klefanum.
„Það er fullt af spennandi hlutum
í gangi. Valur er með geggjað lið
núna og að komast í riðlakeppni
meistaradeildarinnar er raunhæfur
möguleiki.
Mér fannst tímabilið í fyrra svo-
lítið leiðinlegt með öllum þessum
Covid-stoppum en ég sagði nú ein-
hvern tímann að það væri erfitt að
finna tímapunkt til að hætta, hvað
þá þegar vel gengur. Sjáum til,“ segir
Dóra María.n
Búin með tuttugu tímabil
og átta Íslandsmeistaratitla
Dóra María fagnar með þeim Örnu og Málfríði Eiríksdætrum, samherjum
sínum, en þær hafa litið upp til hennar síðan þær fögnuðu með henni litlar
stúlkur árið 2008. Sú þriðja er Snædís Logadóttir. MYNDIR/FÓTBOLTI.NET
Þær stelpurnar hlæja
að mér eins og ég að
mömmu minni fyrir
orðanotkun og annað.
Dóra María Lárusdóttir
arnartomas@frettabladid.is
REYKJAVÍK Að minnsta kosti tveim-
ur húsum í leikskólanum Ægisborg
hefur verið lokað eftir að mygla
fannst þar á bæ. DV greindi fyrst frá.
Á foreldrafundi sem fór fram í
fyrradag barst í tal að myglan væri
mögulega tilkomin vegna skorts á
drenlögnum.
Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir
síðan framkvæmdum lauk á leik-
skólanum, kostnaður hverra hljóp á
tæplega hundrað milljónum króna.
Samkvæmt útboðsgögnum var
drenlögn ekki hluti af framkvæmd-
unum.
Myglumál hafa verið áberandi
í skólum Reykjavíkur að undan-
förnu en líkt og Fréttablaðið greindi
frá var Fossvogsskóla lokað í kjölfar
mikillar myglu og rakaskemmda. n
Ægisborg lokað
vegna myglu
arnartomas@frettabladid.is
TÆKNI Hraði niðurhals á Íslandi er
næstbestur allra ríkja heims, eða
um 191 megabit á sekúndu. Þetta
kemur fram í mælingum breska
fjarskiptafyrirtækisins Cable.co.uk
á 224 ríkjum.
Þar kemur fram að niðurhalið
sé alla jafna hratt í smáríkjum og
sé hraðast ríkja í Liechtenstein. Á
eftir Íslandi er niðurhalið hraðast
í Andorra og á Gíbraltar. Hraðasta
niðurhalið er þó að finna á eynni
Jersey í Ermarsundi. Hægast er nið-
urhalið í Túrkmenistan, eða um 0,5
megabit á sekúndu. Þar á eftir fylgja
Jemen, Eþíópía og Gínea-Bissá.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá notuðu 96 prósent Íslendinga
netið til að horfa á myndbönd eða
lesa fréttir á síðasta ári. Það er hæsta
hlutfallið í Evrópu. n
Niðurhalið hér
það næsthraðasta
Íslendingar eru dyggir netverjar.
arnartomas@frettabladid.is
TÖLVULEIKIR Fulltrúar tölvuleikja-
iðnaðarins á Íslandi undirrita í dag
sáttmála sem felur í sér að skapa
starfsumhverfi þar sem hegðun á
borð við kynferðislega áreitni og
ofbeldi verði ekki liðin.
„Við höfum verið að sjá að bæði
í erlendum leikjafyrirtækjum og
í íslensku samfélagi er rótgróna,
eitraða menningu víða að finna,“
segir Þorgeir F. Óðinsson, formaður
Samtaka leikjaframleiðenda. „Það
er samhugur í íslenska leikjaiðnað-
inum um að þetta er ekki menning
sem við viljum að nái fótfestu hér.“ n
Gera sáttmála
gegn ofbeldi
Þorgeir F.
Óðinsson
2 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ