Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Vandi
stjórnar-
andstöð-
unnar er að
henni hefur
ekki tekist
að sýna
fram á að
mikil þörf
sé á henni
við stjórn-
völinn.
Barnafjöl-
skyldur í
Reykjavík
kjósa tæp-
lega Sam-
fylkinguna
vegna lof-
orða þeirra
um „fjöl-
skyldur í
forgang“.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Kosningabaráttan fyrir komandi alþingiskosningar er ekki til þess fallin að efla áhuga fólks á stjórn-málum. Lýsandi dæmi um þetta eru umræðuþættir í fjölmiðlum með
frambjóðendum sem tala afar formúlukennt og
eru svo óspennandi að það kostar andlegt átak
að fylgjast með þeim til enda. Svo virðist sem
íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki neitt sér-
stakt fram að færa, allavega skortir þá sannfær-
ingarkraft í kosningabaráttunni. Þeir tönglast
á ósannfærandi frösum sem kjósendur hafa
heyrt ótal sinnum áður og eru að mestu hættir
að taka mark á. Það vantar hressileika í þessa
kosningabaráttu og sannfærandi málflutning.
Stjórnmálabarátta á að vera öflug og inni-
haldsrík en nú er aðallega boðið upp á loforð
sem kjósendur vita fullvel að verða ekki upp-
fyllt. Orð stjórnmálamannanna hljóma því
eins og máttleysislegt mjálm. Undantekning frá
því er garg og gól frá frambjóðendum Sósíal-
istaflokksins og Flokki fólksins. Sá hávaði á
víst að sannfæra kjósendur um að þarna séu
öflugir fulltrúar alþýðunnar á ferð. Fólk með
sterka réttlætiskennd sem ofbjóði kaldlyndi og
græðgi kapítalistanna sem öllu ráða. Með þeirri
aðferð að öskra sem hæst má sjálfsagt hala inn
einhver atkvæði.
Kosningarnar virðast aðallega snúast um það
hvort fólk vilji áframhaldandi ríkisstjórnar-
samstarf eða ekki. Vandi stjórnarandstöðunn-
ar er að henni hefur ekki tekist að sýna fram á
að mikil þörf sé á henni við stjórnvölinn. Það
er ekki nóg að segja fólki að tími sé til að breyta
bara til að breyta.
Í þessu pólitíska andleysi verður ekki annað
séð en að Framsóknarflokkurinn hafi hitt á
slagorð sem endurspeglar andrúmsloftið hvað
best: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“
Þar opinberast fullkomlega innihaldsleysið
og málefnadeyfðin sem stjórnmálaflokk-
arnir sýna í kosningabaráttunni. Framsóknar-
flokkurinn velur að segja það hreint út: Kjósið
okkur – af því bara. n
Afsökun forsetans
Margt gott má segja um forseta Íslands, Guðna
Th. Jóhannesson. Hann er hins vegar of gefinn
fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn. Dæmi
um það er þegar hann baðst afsökunar á því
að hafa notað orðið fáviti. Hann notaði orðið
í merkingunni bjáni. Ekkert er að því. Enda
botna fjölmargir alls ekkert í þessari afsök-
unarbeiðni hans. n
Af því bara
Snemma á síðasta ári samþykkti meirihlutinn í Reykja-
víkurborg enn eina skerðinguna á grunnþjónustu við
borgarbúa, nefnilega varanlega breytingu á opnunar-
tíma leikskóla borgarinnar. Með breytingunni var
opnunartími og þar með svigrúm leikskóla stytt um
hálfa klukkustund, eða til 16.30. Vegna háværra mót-
mæla, meðal annars frá vinstrisinnuðum fyrrverandi
ráðamönnum, um það að um mikla afturför væri að
ræða sem kæmi verst niður á einstæðum foreldrum,
útivinnandi konum og láglaunafólki, var ákvörðuninni
slegið á frest. Þegar heimsfaraldur skall á notaði meiri-
hlutinn hins vegar tækifærið og innleiddi skerðinguna,
en á þeim grundvelli að um væri að ræða ráðstöfun
vegna faraldursins. Skálkaskjól veirunnar kom því að
góðum notum en skemmst er frá því að segja að opn-
unartíminn var aldrei færður í upphaflegt horf og stóð
því óbreyttur án tillits til tilslakana í samfélaginu.
Nú dynja kosningaloforð Samfylkingarinnar á okkur
eins og við séum stödd í gjafaþætti Oprah Winfrey.
Samfylkingin boðar „betra líf fyrir fjölbreyttar fjöl-
skyldur“ og „stóraukinn stuðning við barnafjölskyldur“
í formi hærri barnabóta – „endurreisn stuðningskerfis
fyrir barnafjölskyldur á Íslandi“.
Við barnafjölskyldur í Reykjavík gætum hugsanlega
notað hærri barnabætur til þess að greiða fyrir barna-
pössunina sem brúar bilið síðdegis vegna skertrar
þjónustu á leikskólum borgarinnar. Við gætum ef til
vill notað hærri barnabætur til þess að greiða hærra
dagvistunargjald fyrir tímabilið frá fæðingarorlofi og
til tveggja ára aldurs. Börnin okkar komast nefnilega
ekki fyrr að í leikskóla í Reykjavík þrátt fyrir að Sam-
fylkingin hafi lofað okkur því þrennar sveitarstjórnar-
kosningar í röð; á annan áratug.
Barnafjölskyldur í Reykjavík kjósa tæplega Samfylk-
inguna vegna loforða þeirra um „fjölskyldur í forgang“.
Þær þekkja nefnilega metnaðar- og virðingarleysi
hennar fyrir barnafólki og vita að loforðin þeirra eru,
eins og svo oft áður, orðin tóm. n
Betra fjölskyldulíf …
bara ekki í Reykjavík!
Diljá Mist
Einarsdóttir
hrl., aðstoðar-
maður utanríkis-
og þróunarsam-
vinnuráðherra og
skipar annað sæti
á lista XD í Rvk-N
arib@frettabladid.is
bth@frettabladid.is
Teningur
Kosningaprófin tröllríða nú öllu
þar sem enginn veit hvað hann
á að kjósa, nema amma sem kýs
alltaf það sama. Kosningavitinn
er vísast til að staðsetja hyster-
ískar skoðanir landans einhvers
staðar á milli Miðflokksins og
Pírata. Kosningapróf RÚV er
einnig góður mælikvarði fyrir
utan að frambjóðendurnir sjálfir
eru iðulega aðeins 85 prósent
sammála sjálfum sér. Leiðin að
hinni fullkominni niðurstöðu
er að kaupa tíu hliða Dungeons
& Dragons-tening, skrifa á hann
bókstafi f lokkanna og kasta
þangað til það kemur niðurstaða
sem veldur ekki ógleði.
Íslensk iðjusemi
Ótrúlegt atvik gerðist eftir slys
í Lágmúlanum í gær þegar öku-
maður bifreiðar ók niður unga
konu á rafmagnshlaupahjóli
við bílastæði. Fólk þyrptist að
til að stumra yfir konunni. Það
tók hana smátíma að koma sér á
fætur. Þegar spurt var hvort hún
vildi að kallað yrði á sjúkrabíl,
neitaði hin hnarreista hetja og
steig aftur á hjólið. Hún sagðist
ekki hafa tíma til að standa í
neinu veseni. Hún væri að verða
of sein í vinnuna. Eftir sat hópur
sem velti fyrir sér hvort um væri
að ræða erkidæmi um íslenska
iðjusemi og hvort það væri
okkur sem þjóð til framdráttar
eða ekki … n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2021 FIMMTUDAGUR