Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 14
Það er ekki
sjálfsagt að
geta sótt
sér hreint
drykkjar-
vatn eða
heitt vatn
til hús-
hitunar
í næsta
nágrenni
eins og
víða er
hægt á
Íslandi.
Vísinda-
garðar HÍ
í Vatns-
mýrinni
eru gott
dæmi um
blómlegan
og vaxandi
vettvang
slíkrar
samvinnu,
sem hefur
nú þegar
skilað
miklu til
samfélags-
ins.
Heildartekjur á ársnema 2019
6
5
4
3
2
1
0
Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Háskóli Íslands Samtals
m.kr.
Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin
5,5
4,8
4,6
3,7
2,9
4,6
Háskólamenntun, rannsóknir og
nýsköpun hafa fært Íslendingum
meiri hagsæld og öryggi en nokkurn
gat órað fyrir þegar Háskóli Íslands
var stofnaður af fátækri þjóð með
stórar hugsjónir árið 1911. Lífslíkur
og kjör almennings hafa stórbatn-
að og tækifæri til menntunar og
símenntunar margfaldast. Háskólar
eru enda vettvangur frjálsrar þekk-
ingarleitar, skapandi hugsunar og
menntunar nýrra kynslóða. Þeir
hafa snerpu og kjark til að breytast
í ljósi nýrra viðfangsefna og ryðja
þannig brautina.
Háskóli Íslands hefur allt þetta að
leiðarljósi. Hann er breiður alhliða
háskóli sem leggur kapp á að þjóna
margvíslegum þörfum íslensks
samfélags og atvinnulífs. Á síðustu
tveimur áratugum hefur skólinn
komist í hóp fremstu rannsókna-
háskóla heims og hefur sá árangur
fært okkur tækifæri til samstarfs
við bestu rannsóknastofnanir og
háskóla austan hafs og vestan. Sterk
alþjóðleg staða HÍ er staðfest með
röðun hans á helstu matslista yfir
fremstu háskóla heims. Það skapar
ótal tækifæri fyrir nemendur og
kennara skólans auk þess að laða
fremstu vísindamenn heims til
samstarfs. Þessi staða er forsenda
þess að íslenskt samfélag fái notið
alls þess besta sem alþjóðlegt fræða-
samfélag býður.
Háskóli Íslands hefur á undan-
förnum árum sett sér skýra stefnu
um þróun eigin starfs og fylgt
henni markvisst eftir. Í nýrri stefnu
háskólans fyrir árin 2021–2026, sem
samþykkt var í júní, er lögð áhersla
á að takast á við brýn viðfangsefni
samtímans. Einnig er lagt kapp á að
bjóða fjölbreyttar leiðir til náms,
hágæða kennslu og öflugt samfélag
nemenda og kennara. Aðkallandi
áskoranir framtíðarinnar, sem
m.a. má rekja til aukinnar alþjóða-
væðingar, umhverfis- og loftslag-
svárinnar og fjórðu iðnbyltingar-
innar, kalla á framsæknar lausnir
sem byggjast á nýjustu þekkingu
og þverfræðilegri nálgun og sam-
starfi. Þróun háskóla á næstu árum
mun skipta sköpum fyrir getu sam-
félaga til að takast á við þau flóknu
úrlausnarefni sem heimurinn
stendur frammi fyrir.
Mikilvægt er að háskólar geri
nemendum kleift að spreyta sig á
raunhæfum verkefnum í takt við
tímann. Fróðleiksþorsti þeirra
eykst við að sjá nýja þekkingu verða
til, ekki síst þegar þeir eiga sjálfir
þátt í öflun hennar. Aukin áhersla
á nýsköpunar- og frumkvöðlastarf
með þátttöku nemenda stuðlar að
skarpari sýn á þeirra eigin styrk
og færni í að hrinda hugmyndum í
framkvæmd.
Innan Háskóla Íslands er afar frjór
jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir
sem leiða til nýrra tækifæra. Þetta á
raunar almennt við um háskóla en
ýmsar lausnir við COVID-19 voru
t.d. fyrst mótaðar í háskólum og
urðu síðan að bóluefnum í þróun-
ardeildum fyrirtækja. Það er vegna
slíkra sameiginlegra markmiða
sem fyrirtæki og háskólar leggjast
saman á árarnar. Samstarf okkar
í HÍ við atvinnulífið er gríðarlega
mikilvægt og gagnvirkt. Vísinda-
garðar HÍ í Vatnsmýrinni eru gott
dæmi um blómlegan og vaxandi
vettvang slíkrar samvinnu, sem
hefur nú þegar skilað miklu til
samfélagsins. Samstarfið leiðir jafn-
framt til þróunar starfsnáms, nýrra
námsleiða, öflugs doktorsnáms og
fæðir af sér sameiginlegar rann-
sóknir og þróun hugmynda, vara
eða þjónustu sem aftur leiðir af sér
ný störf og jafnvel ný svið iðnaðar.
Það er lykilatriði að íslenskt
Háskólamenntun bætir lífskjör okkar allra
Á degi íslenskrar náttúru er við
hæfi að minnast á hvað íslensk
náttúra þýðir fyrir okkur sem hér
búum. Náttúran er stórkostleg og
svipmikil á Íslandi, hún er alltum-
lykjandi og til hennar sækjum við
lífsviðurværi okkar og nútíma-
þægindi. Hérna spilar jarðfræðin
stóran þátt í myndun og mótun
landsins með eldvirkni og gliðnun,
jöklum og vind- og vatnsrofi. Norð-
læg hnattstaða, einangrun eyjunn-
ar og sú staðreynd að stutt er síðan
ísaldarjökullinn huldi landið gerir
það að verkum að hér eru færri
tegundir margra lífveruhópa en
gengur og gerist á sambærilegum
breiddargráðum. Vegna þessa
hefur samkeppni á milli tegunda
verið minni en ella sem skapað
hefur skilyrði fyrir landnemateg-
undir til að laga sig að f leiri vistum
og búa við fjölbreyttari búsvæði en
annars væri. Gott dæmi um þetta
er þróun fjögurra ólíkra gerða
bleikju í Þingvallavatni. Náttúran
er jafnframt uppspretta gæða sem
við mennirnir njótum góðs af, m.a.
hreint, kalt og heitt vatn og raf-
magn sem við teljum sjálfsagðan
hlut, en er í raun vandmeðfarinn
munaður á forsendum náttúrunn-
ar. Án þeirrar þjónustu sem nátt-
úruleg vistkerfi veita okkur yrði
fótunum kippt hratt og örugglega
undan samfélögum manna og lífs-
háttum.
Þjónustu vistkerfa má skipta í
afurðir og auðlindir sem við nýtum
beint frá náttúrunni, s.s. að upplifa
og njóta náttúrunnar á andlegan
hátt og rækta þannig menninguna,
og starfsemi og ferla í vistkerfum
sem t.d. binda koltvísýring, ala af
sér byggingarefni og fæðu, hreinsa
eiturefni úr umhverfinu og búa til
heilnæmt loft og vatn. Menningar-
tengd þjónusta felur í sér tækifæri
til útivistar og menntunar en starf-
ræn þjónusta vistkerfa felur m.a. í
sér frævun plantna, hringrás nær-
ingarefna og f lóðvarnir votlendis.
Slakt náttúrulæsi
Það er ekki sjálfsagt að geta sótt sér
hreint drykkjarvatn eða heitt vatn
til húshitunar í næsta nágrenni eins
og víða er hægt á Íslandi. Standa
þarf vörð um náttúrulega starf-
semi vistkerfa og þjónustu þeirra
og umgangast af virðingu. Þetta
vísar til allrar náttúru Íslands, svo
sem vistkerfa í sjó, í ferskvatni og á
þurrlendi. Það er okkur lífsspurs-
mál að vistkerfin virki á þann hátt
sem náttúran skapaði með sínum
lífverum og lífrænu og ólífrænu
ferlum sem einkenna þau. Það er
auðvelt að rífa niður og eyðileggja
en erfitt og tímafrekt að byggja
frá grunni og endurheimta. Mikil-
vægt er að fræðsla um gangverk
náttúrunnar sé vönduð og öf lug
og má í því sambandi vitna til orða
Guðmundar Páls Ólafssonar, nátt-
úrufræðings og -verndara, um að
„fólk verndar aðeins það sem það
elskar, það elskar aðeins það sem
það þekkir og það þekkir bara það
sem því er kennt“.
Ísland hefur undanfarið komið
töluvert slakar út en nágranna-
þjóðirnar í náttúrulæsi barna
Á degi íslenskrar náttúru
Isabel
Alejandra Diaz
forseti
Stúdentaráðs
Háskóla Íslands
Jón Atli
Benediktsson
rektor Háskóla
Íslands
háskólakerfi sé samkeppnishæft
um starfsfólk og nemendur. For-
senda þess að Háskóli Íslands nái
að halda áfram sókn sinni á næstu
árum og auka þannig hagsæld á
Íslandi er að fjármögnun skólans
sé á pari við það sem tíðkast ann-
ars staðar á Norðurlöndum. Yfirlýst
opinber vísinda- og tæknistefna
fyrir 2020–2022 kveður á um að
auka gæði háskólastarfs og efla fjár-
mögnun háskólanna á Íslandi þar til
hún verður sambærileg við háskóla
á Norðurlöndum árið 2025. Íslensk-
ir háskólar standa norrænum
samanburðarskólum enn langt að
baki þegar kemur að fjármögnum
eins og fram kemur á meðfylgjandi
mynd. Þar má sjá að meðalframlag
á hvern háskólanema hér á landi
er 2,9 m.kr. en á Norðurlöndum er
meðaltalið 4,6 m.kr. Hérlendis fær
hver nemi því um 1,7 m.kr. lægra
framlag.
Ekki nægir að standa vörð um
það sem áunnist hefur, heldur þarf
að sækja fram af krafti. Nauðsynlegt
er að forgangsraða í þágu háskóla-
stigsins á næstu árum og setja okkur
til jafns við samanburðarlöndin.
Það er grundvallaratriði að vinna
upp fjárhagslegan aðstöðumun með
bættri fjármögnun á komandi kjör-
tímabili í samræmi við Vísinda- og
tæknistefnu. Hver króna sem sett
er í háskólakerfið er vel nýtt, en
erlendar og innlendar úttektir hafa
ítrekað staðfest að Háskóli Íslands er
afar skilvirkur og vel rekinn.
Styrkja verður innviði Háskóla
Íslands til þess að tryggja honum
samkeppnishæfni í alþjóðlegu
umhverfi og áframhaldandi sér-
stöðu. Grunnfjármögnun skiptir
hér höfuðmáli, ekki síst þegar
kemur að rannsóknum, sem hafa
ótvírætt gildi í sjálfu sér, auk þess
sem þær dýpka námið og eru und-
irstaða bættrar kennslu. Háskóla-
menntun bætir lífskjör og henni
fylgja iðulega hagnýtar uppgötvanir
í ólíkum fræðigreinum. Rannsóknir
í háskólum leiða til nýrra starfa,
fyrirtækja og jafnvel heilla nýrra
iðngreina. Þekkingin sem verður
til innan háskólanna er því án vafa
traustasti gjaldmiðill framtíðarinn-
ar. n
Dr. Ragnhildur
Guðmundsdóttir
sérfræðingur
samkvæmt PISA-könnununum og
verður að bæta úr því með öflugri
kennslu í náttúrufræðum. PISA-
könnunin metur hversu færir
nemendur eru í að takast á við
hugmyndir og málefni sem tengj-
ast vísindum á ígrundaðan hátt.
Mikilvægi slíkrar vísindalegrar
færni hefur aldrei verið brýnni en
nú á tímum, ekki síst vegna aukins
aðgangs að fjöl- og samfélagsmiðl-
um og misvísandi upplýsinga um
hamfarahlýnun og heimsfaraldur
kórónuveirunnar. Það er sannar-
lega lífsspursmál fyrir þjóð sem
byggir að stórum hluta sitt viður-
væri á náttúrunni að þegnar lands-
ins séu læsir á land sitt og náttúru.
Náttúruminjasafn Íslands hefur
það hlutverk að miðla fræðslu
til skóla og almennings og sinnir
fræðslu í náttúrufræðum fyrir
öll skólastig, frá leikskólum til
háskóla. Við tökum með ánægju á
móti almenningi og skólahópum
á sýningunni Vatnið í náttúru
Íslands í Perlunni, þar sem fræðast
má um ferskvatnið sem auðlind, líf-
ríki þess og sérstöðu Íslands í þeim
efnum. Nú styttist einnig í að Nátt-
úruminjasafnið eignist sínar eigin
höfuðstöðvar, á Seltjarnarnesi, þar
sem boðið verður upp á veglegt
sýningarhald og þjónustu við skóla.
Stefnt er að opnun árið 2023. Þema
þeirrar sýningar verður að líkind-
um hafið og styður staðsetningin
frábærlega við það, Bakkatjörn,
fjaran, ströndin og Atlantshafið
allt um kring. Flutningur Nátt-
úruminjasafnsins í nýjar höfuð-
stöðvar, Náttúruhús í Nesi, felur
í sér veglega viðbót við náttúru-
fræðikennslu í landinu og er það
von okkar að það ef li náttúru- og
vísindalæsi nemenda og almenn-
ings. n
14 Skoðun 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ