Fréttablaðið - 16.09.2021, Qupperneq 15
Þessar
kosningar
snúast um
í hvernig
samfélagi
við viljum
búa og
hvernig
samfélagi
við viljum
skila til
næstu kyn-
slóðar.
Oft er talað um það á vettvangi
stjórnmálanna að stöðugleiki sé
mikilvægur. Þetta heyrist ekki
síst núna af hálfu ríkisstjórnar-
f lokkanna þriggja. Stöðugleiki er
grundvallarþáttur en hann má þó
ekki vera réttlæting fyrir að styðja
ekki hagsmuni almennings. Þá er
stöðugleikinn ekki orðinn annað
en skjól sérhagsmuna. Þessar kosn-
ingar snúast um í hvernig sam-
félagi við viljum búa og hvernig
samfélagi við viljum skila til næstu
kynslóðar. Þegar við hugsum um
framtíðarsýn fyrir Ísland þá þarf
að hugsa um hvernig við nálgumst
breytingar. Sagan hefur sýnt okkur
að þegar breytingar komast til fram-
kvæmda, þá er sjaldan litið um öxl.
Miklu frekar spyrjum við okkur að
því hvers vegna breytingarnar tóku
svona langan tíma.
Við viljum sanngirni
um fiskimiðin
Almenningur hefur til dæmis
lengi kallað eftir kerfi sem tryggir
almenningi sanngjarna greiðslu
fyrir afnot af fiskimiðunum. Ríkis-
sjóður verður af milljörðum á hverju
ári vegna þessa kerfis. Milljörðum
sem nýta mætti í samfélagslega
mikilvæg verkefni eins og heil-
brigðisþjónustu og skóla og bæta
þannig lífsgæði okkar til muna.
Afstaða þjóðarinnar til þess hvort
markaðurinn eigi að ráða verðinu á
verðmætum fiskimiðanna er skýr.
Þjóðin virðist treysta markaðnum.
En í nafni stöðugleikans hafa ríkis-
stjórnarflokkarnir farið gegn hags-
munum almennings í hvívetna.
Útgerðin greiðir lágt veiðigjald sem
ákvarðað er af stjórnmálunum.
Stöðugleiki í þessu máli þjónar þess
vegna hvorki hagsmunum almenn-
ings né ríkissjóðs. Eðlilegar breyt-
ingar munu hins vegar bæta hag
almennings, ríkissjóðs og atvinnu-
greinarinnar. Með heilbrigðum
leikreglum fæst sanngjarnt gjald
til þjóðarinnar og meiri arðsemi
í greininni án þess að kollvarpa
núverandi kerfi sem hefur marga
kosti. Þetta er hin skynsama leið
sem mun skapa sátt um sjávarauð-
lindina.
Við viljum bæta kjör fjölskyldna
Með sömu gleraugum mætti spyrja
hvers vegna við erum með örmynt,
gjaldmiðil sem erfiðar almenningi
á Íslandi að eignast húsnæði? Sem
gerir að verkum að vextir af hús-
næðislánum eru margfalt hærri hér
en í nágrannaríkjunum? Og leiðir
af sér að matarkarfan er umtals-
vert dýrari? Við viljum bæta kjör
almennings og fyrirtækja með því
að tengja krónuna við evru sem
mun skila lægri vöxtum. Þetta er
eitt stærsta kjaramál fjölskyldna í
landinu.
Við viljum gefa
heilbrigðiskerfinu tækifæri
Okkar stefna er að styrkja Land-
spítalann þannig að hann geti upp-
fyllt þær gæðakröfur sem gerðar
eru til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar.
Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að
vera aðgengilegt fólki óháð efnahag
og óháð búsetu. Það er grundvall-
arafstaða okkar. Um leið er grund-
vallarafstaða okkar að við viljum
ekki takmarka starfsmöguleika
heilbrigðisstarfsfólks eins og gert
hefur verið undanfarið kjörtímabil.
Heilbrigðisstarfsfólk eru eftirsótt-
ustu starfskraftar heims og mark-
miðið á að vera að laða það hingað.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar valið
að erfiða starf sjálfstætt starfandi
lækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfara,
talmeinafræðinga sem leiðir af sér
biðlista sem aldrei fyrr. Við viljum
sjá heilbrigðiskerfið blómstra með
því að nýta alla starfskrafta þess.
Grænir hvatar eru leiðin
Viðreisn hef ur metnaðar f ulla
stefnu í loftslags- og umhverfis-
málum. Það á alltaf að borga sig að
vera umhverfisvænn. Við viljum
stíga stór skref strax í þágu næstu
kynslóða. Við erum stolt af góðum
árangri okkar hjá Sólinni, ungum
umhverfissinnum, þar sem Við-
reisn var einn þriggja f lokka á
toppnum. Við nálgumst umhverfis-
málin eins og Viðreisn hefur nálg-
ast jafnréttismálin: sem leiðarljós
í allri stefnu. Það á að vinna allar
stefnur út frá því hvaða áhrif
aðgerðir hafa í umhverfis- og lofts-
lagsmálum. Ísland hefur þannig
náð góðum árangri í kynjajafnrétti,
með aðgerðum eins og jafnlauna-
vottun sem Viðreisn kom í gegn.
Gefðu framtíðinni tækifæri
Það er kosið um áframhald af því
sama eða breytingar. Breytingar
eru nauðsynlegar fyrir almanna-
hagsmuni og fyrir framtíðina. Við-
reisn hefur á fimm ára sögu sýnt í
verki að við setjum almannahags-
muni framar sérhagsmunum. Við
leggjum ekki til skattahækkanir
núna og erum ábyrg í efnahags-
málum. Við eigum að þora að veðja
á framtíðina og sækja fram þar sem
hægt er að gera betur. Þess vegna á
að styðja Viðreisn. n
Það er kosið um framtíðarsýn fyrir Ísland
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
oddviti Viðreisnar
í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður
Ég fullyrði að það er auðvelt að
útrýma fátækt, en af leiðingar
fátæktar erfast því miður á milli
kynslóða. Það, að ákveðinn hluti
þjóðarinnar búi við fátækt er póli-
tísk ákvörðun. Það er því undir
okkur sjálfum komið að kjósa þá
f lokka sem vilja útrýma fátækt,
sem vilja breyta forgangsröðun
samfélagslegra verkefna til þess.
Með pólitískum vilja og þori er
hægt að lækka húsnæðiskostnað og
hækka laun – hvaðan sem þau koma
– þannig að allir geti lifað sómasam-
legu lífi. Það er pólitísk ákvörðun
að skapa þau lífsskilyrði sem gera
hverjum einstaklingi kleift að halda
virðingu sinni og stolti gagnvart
sjálfum sér og samfélaginu. Það er
pólitísk ákvörðun að við höfum öll
möguleika á að vaxa og velja og að
gefa börnum okkar jafna möguleika
á við önnur börn. Að útrýma félags-
legri fátækt, sem er afleiðing þess
að fjölskyldur hafa búið við fátækt
yfir kynslóðir, er hins vegar f lókið
verkefni.
Þar dugar ekki eitt pennastrik
heldur þarf að breyta vinnulagi
í velferðarkerfinu og samvinna
margra aðila þarf að koma til. Við
þurfum að mæta fjölskyldum í
félagslegri neyð út frá þeirra for-
sendum. Við þurfum að vinna með
þeim út frá þeirra getu og draum-
um. Velferðarkerfið okkar og fólkið
sem skipuleggur það, þarf að hætta
að hugsa í kössum. Og lausnir geta
aldrei verið út frá kerfinu eða þeim
einstaklingum sem í því vinna.
Með öðrum orðum þá þarf að
aðstoða þau sem hafa áratugum
saman, allt frá barnæsku, búið við
fátækt þannig að þau öðlist trú á
eigin getu og að þeirra framlag til
samfélagsins sé jafn mikils virði og
annarra. Sem samfélag þurfum við
á hverjum og einum einstaklingi
að halda.
Við þurfum að endurskoða vel-
ferðarkerfið okkar frá grunni til að
tryggja fagleg vinnubrögð og að við
nýtum fjármagnið á besta mögu-
lega hátt. Við þurfum tímabundið
að setja aukið fjármagn til að geta
unnið með hverri fjölskyldu fyrir sig
þannig að hún komist upp úr hjól-
förum fátæktar. Því til lengri tíma
mun verða mikill samfélagslegur
og efnahagslegur ávinningur af því
fyrir okkur öll. Það kostar peninga
að byggja upp samfélag þar sem við
útrýmum fátækt og það er hlutverk
stjórnmálafólks að forgangsraða
fjármagni þannig að enginn þurfi
að búa við fátækt. Við í Samfylking-
unni erum meðvituð um að fátækt
er afleiðing pólitískra ákvarðana.
Og við viljum breyta forgangsröðun
í ákvörðunartöku hins opinbera til
þess að útrýma fátækt. Það er nefni-
lega mannskemmandi að búa við
fátækt því afleiðingar hennar geta
verið óafturkræfar. n
Fátækt er auðvelt að útrýma en
afleiðingar hennar erfast
Vilborg
Oddsdóttir
frambjóðandi
Samfylkingar-
innar í 4 sæti
Reykjavík suður
Þannig skapa friðlýs-
ingar efnahagsleg tæki-
færi fyrir fólk um leið
og þær sjá náttúrunni
fyrir vernd.
Íslendingar búa að þeim auði að
hafa lítt snortna náttúru, víðerni,
fossa og fjöll rétt innan seilingar
víðast hvar á landinu. En þessi
auðævi eru ekki sjálfsögð og við
þurfum að gæta þeirra vel. Í tíð
minni sem umhverfis- og auðlinda-
ráðherra hef ég skrifað undir 27
friðlýsingar og bætist ein við í dag.
Á meðal svæða sem nú hafa hlotið
vernd eru perlur í íslenskri náttúru
á borð við Geysi, Goðafoss, Kerl-
ingarfjöll, Stórurð og Látrabjarg.
Loksins segi ég.
Uppskera átaks í friðlýsingum
Þessar friðlýsingar eru afsprengi
átaks sem ég setti af stað í upphafi
kjörtímabilsins, sem unnið hefur
verið í samstarfi Umhverfisstofn-
unar og umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins. Markmiðið var að
fjölga friðlýstum svæðum á Íslandi,
stækka þau sem fyrir voru og frið-
lýsa svæði sem Alþingi hafði þegar
tekið ákvörðun um að skyldu frið-
lýst, en lengi hafði dregist.
Til hvers að friðlýsa?
Með friðlýsingum er stuðlað að því
að lífríki fái að þróast á eigin for-
sendum, að jarðmyndunum sé ekki
raskað og landslag, víðerni og nátt-
úrufegurð haldist ósnortin. Einnig
geta friðlýsingar verið til þess að
endurheimta landgæði, til dæmis
gróður og votlendi. En friðlýst svæði
hafa líka mikið aðdráttarafl og eru
í mörgum tilfellum helstu áfanga-
staðir ferðamanna á Íslandi. Þann-
ig skapa friðlýsingar efnahagsleg
tækifæri fyrir fólk um leið og þær
sjá náttúrunni fyrir vernd.
VG stendur vörð um náttúruna
Við Vinstri græn höfum sett í
stefnu okkar að friðlýsa beri 30%
af landi og hafi fyrir árið 2030.
Það er markmið sem er í samræmi
við stefnu metnaðarfyllstu ríkja
heims. Stofnun Hálendisþjóðgarðs
og frekari verndun verðmætra haf-
svæða við landið eru nauðsynlegur
hluti þessa.
Til hamingju með daginn
Til hamingju með Dag íslenskrar
náttúru, sem nú er haldinn hátíð-
legur í ellefta sinn. Það er ekki sjálf-
sagt að hafa aðgang að lítt spilltri
náttúru í eigin landi og við Vinstri
græn viljum áfram standa vörð um
þessi verðmæti. Það skiptir nefni-
lega máli hver stjórnar. n
28 nýjar friðlýsingar
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og
auðlindaráðherra
FIMMTUDAGUR 16. september 2021 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ