Fréttablaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 16
Tilfinningin eftir þetta
mót er fyrst og fremst
vonbrigði. Mér finnst
ég tæknilega jafn
góður og Rajabov sem
ég tapaði fyrir.
kristinnpall@frettabladid.is
HANDBOLTI Ef spá fyrirliða, forráða-
manna og þjálfara fyrir komandi
tímabil á Íslandsmótinu í handbolta
rætist verða það tvö sigursælustu lið
Íslands, Framkonur og Valskarlar,
sem vinna Íslandsmeistaratitilinn
næsta haust. Tímabilið karlamegin
hefst í kvöld en fyrsta umferðin í
kvennadeildinni hefst um helgina
þar sem Íslandsmeistaravörn Akur-
eyringa hefst á heimavelli gegn ÍBV.
Búist er við mikilli spennu á milli
tveggja sigursælustu liða kvenna-
boltans ef marka má spána þar sem
Fram fékk 127 stig og Valur 126 stig.
Í 81 árs sögu Íslandsmótsins hafa
þessi tvö lið unnið 39 Íslandsmeist-
aratitla sín á milli, þar af Framkonur
22 sinnum.
Í karlaf lokki voru f lestir sam-
mála um að Valsmönnum tækist
að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Takist Valsmönnum að verja titil-
inn verður það 24. Íslandsmeistara-
titillinn í sögu karlaliðs Vals en næst
sigursælasta liðið, FH, er með sextán
Íslandsmeistaratitla. n
Spá Val og Fram
meistaratitlunum
Ragnhildur verður í lykilhlutverki hjá
Fram í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Guðni Þór Einarsson
er hættur störfum sem þjálfari
kvennaliðs Tindastóls í fótbolta en
feykir.is greinir frá þessu.
Guðni Þór hefur þjálfað Tindastól
frá 2018 en hann stýrði liðinu upp í
1. deild ásamt Jóni Stefáni Jónssyni
á fyrsta tímabili þeirra.Tindastóll
komst svo upp í efstu deild í fyrsta
skipti í sögunni haustið eftir. Þar
stöldruðu Stólarnir stutt við þar
sem liðið féll á dögunum.
„Ég vil þakka leikmönnum og
meðþjálfurum kærlega fyrir frá-
bæra tíma. Ég vil þakka þeim
stjórnarmönnum sem hafa sýnt
mér traust, kvennaráði fyrir frá-
bært samstarf og stuðningsmönn-
um fyrir frábæran stuðning,“ segir
Guðni Þór í samtali við Feyki. n
Guðni Þór hættur
hjá Tindastóli
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Knattspyrnudeild ÍBV
tilkynnti í gær að Helgi Sigurðsson
hefði óskað þess að láta af störfum
sem þjálfari karlaliðs félagsins að
tímabilinu loknu.
Helgi hefur þjálfað liðið síðustu
tvö keppnistímabil en undir hans
stjórn komst liðið upp í efstu deild
á dögunum. Fram kemur í yfir-
lýsingunni að Helgi vilji búa nær
fjölskyldu sinni og hyggist f lytja á
höfuðborgarsvæðið. „Eftir tvö ár
sem þjálfari meistaraflokks karla
hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson
óskað eftir að hætta með liðið eftir
yfirstandandi keppnistímabil.“ n
Helgi hættir að
tímabilinu loknu
Frá keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
HNEFALEIKAR Erlendir fjölmiðlar
birtu í gær bréf sem Christophe De
Kepper, meðlimur í stjórn Ólympíu-
nefndarinnar, sendi Alþjóðahnefa-
leikasambandinu um að umbóta
væri kraf ist á starfsemi sam-
bandsins ef hnefaleikar ættu að
vera meðal íþrótta á Ólympíuleik-
unum í París árið 2024. Alþjóðlega
hnefaleikasambandið, AIBA, kom
ekki að skipulagningu hnefaleika-
keppninnar á Ólympíuleikum eftir
að ákvörðun var tekin árið 2019 um
að útiloka AIBA frá skipulagningu.
Meðal þess sem Ólympíunefndin
var ósátt við voru starfshættir Gafur
Rakhiov, þáverandi forseta hnefa-
leikasambandsins, en hann steig
frá borði árið 2019. Sambandið
hefur um árabil verið sakað um
spillingu sem hafi leitt til fjárhags-
legra vandamála ásamt fjölmörgum
öðrum vandamálum.
„Þegar litið er til þess hversu mörg
vandamál eru enn til staðar var
ákveðið að fara í ítarlega útttekt á
starfsemi Alþjóðahnefaleikasam-
bandsins til þess að hægt sé að
taka ákvörðun til framtíðar. Í ljósi
þess vill Ólympíunefndin lýsa yfir
áhyggjum og ítreka að staða hnefa-
leika á Ólympíuleikunum í París
2024 og næstu Ólympíuleikum
er í hættu ef ekki verður gripið til
aðgerða í tæka tíð,“ segir meðal ann-
ars í bréfinu. n
Óvíst með framtíð hnefaleika á Ólympíuleikunum
16 Íþróttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2021 FIMMTUDAGUR
Hinn 18 ára gamli bardaga-
maður Mikael Leó Aclipen
þreytti frumraun sína í MMA
á heimsbikarmóti áhuga-
manna. Mikael Leó er svekkt-
ur yfir árangri sínum sem var
þó glæsilegur, bronsverðlaun.
hjorvaro@frettabladid.is
BARDAGAÍÞRÓTTIR Mikael Leó
Aclipen keppti í fyrstu MMA-bar-
dögunum á ferli sínum á dögunum
þegar hann hreppti bronsverðlaun
á heimsbikarmóti áhugamanna sem
fram fór í Prag í Tékklandi.
Þar sigraði Mikael Leó sterkan
Úkraínumann í frumraun sinni í
MMA, lagði síðan Slóvaka að velli
áður en hann laut í lægra haldi fyrir
Otabek Rajabov frá Tadsíkistan sem
er ríkjandi Evrópumeistari og ósigr-
aður sem áhugamaður í MMA.
„Tilfinningin eftir þetta mót er
fyrst og fremst vonbrigði. Mér finnst
ég tæknilega jafn góður og Rajabov
sem ég tapaði fyrir en hann var
ferskari en ég í bardaganum okkar.
Þá nýtti hann sér reynsluna og
náði betra jafnvægi í því að vera
yfirvegaður þegar þess þurfti og
herja á mig þegar ég var ekki nógu
vakandi,“ segir Mikael Leó um sína
fyrstu bardaga í MMA.
„Það tók mig smá tíma að venjast
því að berjast í minna búri en ég er
vanur þegar ég er að æfa og keppa
hjá Mjölni. Svo var ég kannski full
rólegur þegar út í bardagana var
komið og ég þarf að æfa mig í að ná
betra jafnvægi í því að vera í meiri
keppnisgír, vera meira vakandi
og sækja af meiri krafti þegar færi
gefst,“ segir hann enn fremur.
„Þetta var aðeins of mikið annað-
hvort eða, það er að vera afslappað-
ur og fara svo beint yfir í bardaga-
ham. Svo þarf ég að spara orkuna
betur, en ég fann það alveg í þriðja
bardaganum að tankurinn var ansi
tómur og Rajabov var með mun
meiri orku,“ segir Mikael Leó.
Fer í hefndarhug til Kasakstan
„Andstæðingar mínir á heimsbikar-
mótinu eru bara á pari við þá sem
ég æfi með hjá Mjölni tæknilega að
mínu mati en þeir eru hins vegar
betri í því að nýta sér veikleika mína
og svo hafa þeir vopn sem æfinga-
félagar mínir hafa ekki.
Æfingafélagar mínir vita svo af
styrkleikum mínum og reyna ekki
að fara með mig í gólfið eða ná
hengingartaki svo dæmi séu tekin.
Þessir andstæðingar voru hins
vegar f ljótari að fara í aðgerðir og
stundum var ég að bregðast við
eftir að ég var kominn í vonda stöðu
í stað þess að bregðast við áður en
sótt er að mér,“ segir þessi 18 ára
bardagamaður.
„Ég hef keppt í blönduðum bar-
dagalistum, brasilísku jiu jitsu,
glímu og boxi og þar hef ég öðlast
færni í öllum þeim þáttum sem þarf
að hafa í vopnabúrinu til þess að
standa sig vel í MMA. Þetta er hins
vegar spurning líka um að vita hve-
nær maður á að beita hvaða vopni
og hversu fast eigi að sparka og kýla.
Ég fer reynslunni ríkari í komandi
mót,“ segir hann.
„Eftir að hafa hvílt mig eftir erf-
iða bardaga og ferðalagið í tvo daga
byja ég aftur að æfa af fullum krafti
fyrir næstu verkefni og vinna í því
sem ég þarf að bæta.
Ég stefni að því að taka þátt í
heimsmeistaramótinu sem haldið
verður í Kasakstan í nóvember. Ég
þarf að fara yfir það með Mjölnis-
mönnum hvort það sé mögulegt, út
frá kostnaði og utanumhaldi.
Þar verður Rajabov á meðal kepp-
enda og ég get ekki beðið eftir því að
mæta honum aftur. Það er þægilegt
að vita hvar ég stend í samanburði
við þá sem eru að taka þátt á þessum
mótum. Að finna það að ég sé tækni-
lega jafn góður, get notað sömu vopn
og vita hvað ég þarf að bæta til þess
að vinna þá er frábært.
Fram undan eru æfingar og mikil
vinna við að halda áfram að bæta
mig tæknilega, líkamlega og andlega
fyrir næsta mót,“ segir Mikael Leó. n
Mikael Leó sneri heim vonsvikinn
þrátt fyrir brons í frumraun sinni
Mikael Leó
Aclipen stefnir
hátt í MMA og
var ekki sáttur
við árangur sinn
á heimsbikar-
mótinu en hann
kom heim með
bronsverð-
launapening um
hálsinn.
MYNDIR/ÁSGEIR
MARTEINNSSON
Mikael hafði betur í fyrstu tveimur bardögum sínum. Þegar í þriðja bardagann var komið var orkan orðin lítil.